„Stærsta verkefnið í íslenskri íþróttasögu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2023 10:00 Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ. Vísir/Sigurjón Ein stærsta stefnubreyting íslensks íþróttalífs í áraraðir er í farvatninu samkvæmt Vésteini Hafsteinssyni, nýjum afreksstjóra ÍSÍ. Fjármagn frá öllum sviðum þarf hins vegar að fylgja. Vésteinn hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð með frábærum árangri undanfarin ár en sneri heim til Íslands í vor og tók við starfi afreksstjóra hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hans starf er að reisa rána í íslensku íþróttalífi en árangur í einstaklingsíþróttum hefur verið dræmur síðustu ár. Margt má betur fara ef Ísland er borið saman við nágrannalöndin. „Við erum á eftir í ýmsum hlutum og þess vegna er þetta spennandi að geta hjálpað til að laga ýmislegt sem betur má fara,“ segir Vésteinn. Gaman að því hversu margt má laga Á meðal þess sem betur má fara er til að mynda aðstöðumál, réttindi íþróttafólks en fyrst og fremst sé þörf á allsherjar samrýmingu á stefnu á öllum sviðum. „Til dæmis hjá sveitarfélögunum í mannvirkjamálum og í mannauðsmálum. Samræmda stefnu á íþróttabrautum í framhaldsskólum, samvinnu milli háskólanna í sambandi við rannsóknir og mælingar. Allt þetta er hægt að bæta,“ „Þannig að ég er ofboðslega hress og kátur í vinnunni af því að það er svo mikið sem hægt er að bæta.“ seghir Vésteinn. Góður árangur miðað við stöðuna Að sama skapi þykir Vésteini virðingarvert hversu góður árangurinn hefur þó náðst, á miðað við stöðuna síðustu ár. „Allt þetta fólk sem vinnur í þessari hreyfingu sem er á handahlaupum með lítið fjármagn og fátt starfsfólk, að ná samt sem áður góðum árangri miðað við hvað við erum lítil þjóð. Það er það sem er ofboðslega jákvætt, það er rosalega mikill andi, kappsemi, eljusemi og dugnaður í Íslendingum. Það er meðal annars þess vegna sem ég kom heim - mig langar að vinna með Íslendingum,“ segir Vésteinn. Söguleg breyting Hann segir því von á einni stærstu stefnubreytingu íslensks íþróttalífs í áraraðir. „Ástæðan fyrir því að ég kom hérna heim er samstarf ÍSÍ og ráðuneytisins og það er stærsta verkefnið sem ráðuneytisfólkið segir að hafi verið framkvæmt í íslenskri íþróttasögu í sambandi við stefnubreytingu,“ „Ég hef enga trú á öðru en að þessi stefna verði sett upp. Annars væri ég ekki hér, vegna þess að við erum öll hér,“ segir Vésteinn. Ekki eins manns verk og kostar sitt Það er hins vegar margra handa verk og líkt og með flest annað snýst það um fjármagn. „Ef að umgjörð okkar hér verður jafn góð og í nágrannalöndunum, þá kostar það rosalega mikið fjármagn. Það verður að koma frá ríkinu, það kemur óbeint og beint frá sveitarfélögunum og síðan verður það að koma frá atvinnulífinu líka. Þannig að við erum að tala um margfalt fjármagn miðað við hvað er í dag,“ „Ef það verður gert sé ég enga ástæðu til annars en að við getum orðið best í heimi í ákveðnum íþróttagreinum.“ segir Vésteinn. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. ÍSÍ Íþróttir barna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Sjá meira
Vésteinn hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari í Svíþjóð með frábærum árangri undanfarin ár en sneri heim til Íslands í vor og tók við starfi afreksstjóra hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Hans starf er að reisa rána í íslensku íþróttalífi en árangur í einstaklingsíþróttum hefur verið dræmur síðustu ár. Margt má betur fara ef Ísland er borið saman við nágrannalöndin. „Við erum á eftir í ýmsum hlutum og þess vegna er þetta spennandi að geta hjálpað til að laga ýmislegt sem betur má fara,“ segir Vésteinn. Gaman að því hversu margt má laga Á meðal þess sem betur má fara er til að mynda aðstöðumál, réttindi íþróttafólks en fyrst og fremst sé þörf á allsherjar samrýmingu á stefnu á öllum sviðum. „Til dæmis hjá sveitarfélögunum í mannvirkjamálum og í mannauðsmálum. Samræmda stefnu á íþróttabrautum í framhaldsskólum, samvinnu milli háskólanna í sambandi við rannsóknir og mælingar. Allt þetta er hægt að bæta,“ „Þannig að ég er ofboðslega hress og kátur í vinnunni af því að það er svo mikið sem hægt er að bæta.“ seghir Vésteinn. Góður árangur miðað við stöðuna Að sama skapi þykir Vésteini virðingarvert hversu góður árangurinn hefur þó náðst, á miðað við stöðuna síðustu ár. „Allt þetta fólk sem vinnur í þessari hreyfingu sem er á handahlaupum með lítið fjármagn og fátt starfsfólk, að ná samt sem áður góðum árangri miðað við hvað við erum lítil þjóð. Það er það sem er ofboðslega jákvætt, það er rosalega mikill andi, kappsemi, eljusemi og dugnaður í Íslendingum. Það er meðal annars þess vegna sem ég kom heim - mig langar að vinna með Íslendingum,“ segir Vésteinn. Söguleg breyting Hann segir því von á einni stærstu stefnubreytingu íslensks íþróttalífs í áraraðir. „Ástæðan fyrir því að ég kom hérna heim er samstarf ÍSÍ og ráðuneytisins og það er stærsta verkefnið sem ráðuneytisfólkið segir að hafi verið framkvæmt í íslenskri íþróttasögu í sambandi við stefnubreytingu,“ „Ég hef enga trú á öðru en að þessi stefna verði sett upp. Annars væri ég ekki hér, vegna þess að við erum öll hér,“ segir Vésteinn. Ekki eins manns verk og kostar sitt Það er hins vegar margra handa verk og líkt og með flest annað snýst það um fjármagn. „Ef að umgjörð okkar hér verður jafn góð og í nágrannalöndunum, þá kostar það rosalega mikið fjármagn. Það verður að koma frá ríkinu, það kemur óbeint og beint frá sveitarfélögunum og síðan verður það að koma frá atvinnulífinu líka. Þannig að við erum að tala um margfalt fjármagn miðað við hvað er í dag,“ „Ef það verður gert sé ég enga ástæðu til annars en að við getum orðið best í heimi í ákveðnum íþróttagreinum.“ segir Vésteinn. Ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan.
ÍSÍ Íþróttir barna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Fleiri fréttir Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Sjá meira