Eignin á Týsgötu var skráð á fasteignavef Vísis í síðasta mánuði. Þar segir að íbúðin, sem er 46,8 fermetrar, sé fullbúin húsgögnum og tækjum. Rafmagn er ekki innifalið í leiguverðinu.
Gústaf Adolf Björnsson fasteignasali hjá Fold segir útskýringuna á leiguverðinu vera gríðarlega eftirspurn eftir leiguhúsnæði. Ekki sé staðsetningin endilega það sem hækki verðið svo mikið. Hann nefnir dæmi um íbúð í Dalbrekku í Kópavogi en þrjátíu umsóknir um þá íbúð bárust fasteignasölunni á einum sólarhring.
Þá segir hann að fyrir íbúð fullbúna húsgögnum við Kristnibraut í Grafarholti þar sem ásett verð var einnig þrjúhundruð þúsund krónur á mánuði hafi á fjórða tug umsókna borist á einum sólarhring. „Þetta er bara landslagið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Gústaf í samtali við Vísi.
Hann segir gríðarlega mikla eftirspurn eftir leiguíbúðum geta átt þátt í hve hátt fasteignaverð íbúða er í dag.