Vaknaði „einhleypur“ við hlið kærustunnar í New York Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 17:20 Sigurður Ingvarsson og Alma Finnbogadóttir eru búin að vera saman í þrjú ár. Stefanie Keenan/Getty Images for UTA Sigurður Ingvarsson, leikari, vaknaði í morgun við hlið Ölmu kærustunnar sinnar í New York, þangað sem þau eru nýflutt. Honum krossbrá þegar vinur hans sendi honum slúðurfrétt og sá að hann væri nú orðinn „einhleypur,“ í hið minnsta í umfjöllun Smartlands. Í umfjölluninni eru teknir saman einhleypir og eftirsóttir karlmenn. „Ég hafna því alfarið að ég sé á lausu. Síðast þegar ég vissi hef ég verið í föstu sambandi í þrjú ár,“ segir Sigurður hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hver er að reyna að bregða fyrir mig fæti.“ Sigurði er lýst sem eftirsóttasta piparsvein landsins á vef Smartlands. Hann kannast ekki við lýsinguna. Hefurðu kannski bara gaman af þessu? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. Ég fór reyndar að hugsa hvort að Alma hefði bara gleymt því að láta mig vita af þessu en svo reyndist ekki vera. Manni dettur bara í hug að Marta sjálf sé að reyna að krækja í mann,“ segir Sigurður í gríni. Þar vísar hann til Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands. Hann og Alma eru nýflutt til New York þar sem Alma er nú í námi. Sigurður hefur haft nóg að gera í leiklistinni að undanförnu og mun búa í New York næstu þrjá mánuði. Hann kveðst ekki ætla sér að lenda aftur á lista einhleypra á Smartlandi. „Maður vill gefa hinum raunverulegu piparsveinum landsins sviðið. Mér finnst nóg að eiga sviðið bara í leiklistinni,“ segir Sigurður léttur í bragði og bætir því við að lífið leiki við sig og Ölmu í New York. Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Í umfjölluninni eru teknir saman einhleypir og eftirsóttir karlmenn. „Ég hafna því alfarið að ég sé á lausu. Síðast þegar ég vissi hef ég verið í föstu sambandi í þrjú ár,“ segir Sigurður hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hver er að reyna að bregða fyrir mig fæti.“ Sigurði er lýst sem eftirsóttasta piparsvein landsins á vef Smartlands. Hann kannast ekki við lýsinguna. Hefurðu kannski bara gaman af þessu? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. Ég fór reyndar að hugsa hvort að Alma hefði bara gleymt því að láta mig vita af þessu en svo reyndist ekki vera. Manni dettur bara í hug að Marta sjálf sé að reyna að krækja í mann,“ segir Sigurður í gríni. Þar vísar hann til Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands. Hann og Alma eru nýflutt til New York þar sem Alma er nú í námi. Sigurður hefur haft nóg að gera í leiklistinni að undanförnu og mun búa í New York næstu þrjá mánuði. Hann kveðst ekki ætla sér að lenda aftur á lista einhleypra á Smartlandi. „Maður vill gefa hinum raunverulegu piparsveinum landsins sviðið. Mér finnst nóg að eiga sviðið bara í leiklistinni,“ segir Sigurður léttur í bragði og bætir því við að lífið leiki við sig og Ölmu í New York.
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“