Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 12:01 Hvalur 9 hefur lagt við bryggju í Hvalfirði. Skipið veiddi tvær langreyðar í fyrstu veiðiferð þessa tímabils. snapshot-photography/B.Niehaus Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú bæði komin í höfn eftir fyrsta veiðitúr þessa tímabils. Saman hafa þau veitt þrjár langreyðar en þau héldu út á miðin á miðvikudag. Hvalur 8 landaði fyrstu langreyðinni í nótt. „Sá hvalur hafði verið skotinn minnst tvisvar með hvalskutlum. Síðan þá hefur Hvalur 9 einnig lagst við bryggju með tvo hvali til viðbótar,“ segir Robert Reed, framkvæmdastjóri dýraverndarsamtakanna Paul Watson Foundation í Bretlandi. „Þessi fyrsti hvalur sem var veiddur sannar það að hvorki er hægt að drepa hvali samstundis né hratt.“ Hvalur þurfi að skila skýrslu innan tveggja daga Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að þegar atvik sem þetta komi upp þurfi Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem hann skal lýsa atviki og greina mögulegar orsakir þess. Atvikið verði rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Stofnunin meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar halda áfram. Þóra bendir á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Fara fram á stöðvun hvalveiða „Hvalveiðarnar standast ekki lög um dýravelferð. Og ef þú getur hvorki drepið dýr á mannúðlegan hátt né hratt ætti ekki að drepa þau yfir höfuð,“ segir Rob. Haft var eftir stöðvarstjóra á hvalstöðinni í Hvalfirði í frétt sem birtist á mbl.is í morgun að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður. Í reglugerð matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að veiðarnar megi ekki fara fram nema við góð veðurskilyrði. Þóra segir að í reglugerðinni sé ekki kveðið á um hvað teljist til góðra veðurskilyrða. Eftirlitsmenn í skipunum eigi eftir að skila skýrslum sínum þar sem veðuraðstæður eru skráðar í þaula. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú, með bréfi til Matvælastofnunar, farið fram á tafarlausa stöðvun hvalveiða. Vísa samtökin til þess að einn hvalurinn hafi verið skotinn í það minnst í tvígang og að hvalveiðar hafi farið fram við slæmar veðuraðstæður. Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú bæði komin í höfn eftir fyrsta veiðitúr þessa tímabils. Saman hafa þau veitt þrjár langreyðar en þau héldu út á miðin á miðvikudag. Hvalur 8 landaði fyrstu langreyðinni í nótt. „Sá hvalur hafði verið skotinn minnst tvisvar með hvalskutlum. Síðan þá hefur Hvalur 9 einnig lagst við bryggju með tvo hvali til viðbótar,“ segir Robert Reed, framkvæmdastjóri dýraverndarsamtakanna Paul Watson Foundation í Bretlandi. „Þessi fyrsti hvalur sem var veiddur sannar það að hvorki er hægt að drepa hvali samstundis né hratt.“ Hvalur þurfi að skila skýrslu innan tveggja daga Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að þegar atvik sem þetta komi upp þurfi Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem hann skal lýsa atviki og greina mögulegar orsakir þess. Atvikið verði rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Stofnunin meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar halda áfram. Þóra bendir á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Fara fram á stöðvun hvalveiða „Hvalveiðarnar standast ekki lög um dýravelferð. Og ef þú getur hvorki drepið dýr á mannúðlegan hátt né hratt ætti ekki að drepa þau yfir höfuð,“ segir Rob. Haft var eftir stöðvarstjóra á hvalstöðinni í Hvalfirði í frétt sem birtist á mbl.is í morgun að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður. Í reglugerð matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að veiðarnar megi ekki fara fram nema við góð veðurskilyrði. Þóra segir að í reglugerðinni sé ekki kveðið á um hvað teljist til góðra veðurskilyrða. Eftirlitsmenn í skipunum eigi eftir að skila skýrslum sínum þar sem veðuraðstæður eru skráðar í þaula. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú, með bréfi til Matvælastofnunar, farið fram á tafarlausa stöðvun hvalveiða. Vísa samtökin til þess að einn hvalurinn hafi verið skotinn í það minnst í tvígang og að hvalveiðar hafi farið fram við slæmar veðuraðstæður.
Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33
Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31
Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01