Gjallgígur gægist undan ís á Hvannadalshnjúki Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2023 13:52 Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023. Vísir/RAX Forn gjallgígur virðist vera að koma í ljós eftir því sem snjór og ís hopa á toppi Hvannadalshnjúks. Jarðfræðingur telur að gígurinn hafi eflaust myndast löngu fyrir landnám. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, tók myndir af Hvannadalshnjúk úr lofti í síðasta mánuði. Á þeim sést mikill berghamar á austurhlið hnjúksins og snjóþekjan á toppi hnjúksins. Þegar myndirnar eru bornar saman við aðrar sem RAX tók af sama stað í ágúst árið 2016 sést hvernig snjórinn og ísinn á þessum hæsta tindi Íslands hefur minnkað nokkuð. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir breytingarnar á toppi jökulsins ekki sérlega miklar og að þær séu í samræmi við það sem vænta megi í ljósi hlýnunar loftslags á jörðinni. Austurhlið Hvannadalshjúks. Myndin vinstra megin var tekin 19. ágúst árið 2016 en sú hægra megin 25. ágúst í sumar.Vísir/RAX Honum sýnist þó gjallgígur koma í ljós undan snjónum þegar hann ber saman myndirnar sem voru teknar með sjö ára millibili. Gjall úr honum virðist ennfremur hafa dreifst yfir fönnina næst honum. „Ég held að það sé gjallgígur sem hefur verið þakinn snjó lengst af. Núna þegar hefur tekið af honum snjóinn meira en var fyrir sjö árum þá hafi farið að skafa gjallið úr þessum gíg og myndast svört rönd upp á jökulinn,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Gígurinn hefur eflaust verið þar frá örófi alda, eflaust frá því löngu fyrir landnám, að mati Odds. „Hann gæti hafa myndast í gosinu 1362 en það er ekkert sem bendir sérstaklega til að hann hafi myndast þá, en ekki eftir það,“ segir hann en leggur áherslu á að það séu aðeins ágiskanir. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem RAX tók af Hvannadalshnjúki í flugferð sinni á dögunum. Hvannadalshnjúkur. 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Annað sjónarhorn á austurhamar Hvannadalshnjúks. Mynd tekin 25. ágúst 2013.Vísir/RAX Svona leit Hvannadalshnjúkur út þegar RAX myndaði hann 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Nærmynd af því sem Oddur jöklafræðingur telur mögulega gjallgíg á Hvannadalshnjúk 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Hvannadalshnjúkur Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður RAX Loftslagsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, tók myndir af Hvannadalshnjúk úr lofti í síðasta mánuði. Á þeim sést mikill berghamar á austurhlið hnjúksins og snjóþekjan á toppi hnjúksins. Þegar myndirnar eru bornar saman við aðrar sem RAX tók af sama stað í ágúst árið 2016 sést hvernig snjórinn og ísinn á þessum hæsta tindi Íslands hefur minnkað nokkuð. Oddur Sigurðsson, jöklafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir breytingarnar á toppi jökulsins ekki sérlega miklar og að þær séu í samræmi við það sem vænta megi í ljósi hlýnunar loftslags á jörðinni. Austurhlið Hvannadalshjúks. Myndin vinstra megin var tekin 19. ágúst árið 2016 en sú hægra megin 25. ágúst í sumar.Vísir/RAX Honum sýnist þó gjallgígur koma í ljós undan snjónum þegar hann ber saman myndirnar sem voru teknar með sjö ára millibili. Gjall úr honum virðist ennfremur hafa dreifst yfir fönnina næst honum. „Ég held að það sé gjallgígur sem hefur verið þakinn snjó lengst af. Núna þegar hefur tekið af honum snjóinn meira en var fyrir sjö árum þá hafi farið að skafa gjallið úr þessum gíg og myndast svört rönd upp á jökulinn,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Gígurinn hefur eflaust verið þar frá örófi alda, eflaust frá því löngu fyrir landnám, að mati Odds. „Hann gæti hafa myndast í gosinu 1362 en það er ekkert sem bendir sérstaklega til að hann hafi myndast þá, en ekki eftir það,“ segir hann en leggur áherslu á að það séu aðeins ágiskanir. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem RAX tók af Hvannadalshnjúki í flugferð sinni á dögunum. Hvannadalshnjúkur. 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Svört rönd gengur skáhallt upp jökulinn frá því sem virðist vera forn gjallgígur á tindi Hvannadalshnjúks. Myndin var tekin 25. ágúst 2023.Vísir/RAX Annað sjónarhorn á austurhamar Hvannadalshnjúks. Mynd tekin 25. ágúst 2013.Vísir/RAX Svona leit Hvannadalshnjúkur út þegar RAX myndaði hann 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX Nærmynd af því sem Oddur jöklafræðingur telur mögulega gjallgíg á Hvannadalshnjúk 19. ágúst árið 2016.Vísir/RAX
Hvannadalshnjúkur Vatnajökulsþjóðgarður Sveitarfélagið Hornafjörður RAX Loftslagsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira