Hyggjast selja aðgöngumiða að Feneyjum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. september 2023 21:35 3,2 milljónir ferðamanna gistu í miðborg Feneyja í fyrra. EPA Frá og með næsta vori verður ferðamönnum sem ætla sér að eyða deginum í Feneyjum gert að borga fimm evrur fyrir aðgangsmiða að borginni. Gjaldið er tilraun borgaryfirvalda til þess að sporna gegn gríðarmikilli ferðamennsku í borginni yfir vor- og sumartímann. Borgarstjórn Feneyja greindi frá þessu í dag. Nokkrar vikur eru síðan Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna lagði til að borginni yrði bætt á lista yfir minjasvæði sem eru í hættu, bæði vegna áhrifa loftslagsbreytinga og mikillar ferðamennsku í borginni. „Það er mikilvægt að við höfum stjórn á flæði ferðamanna á vissum tíma árs, en það þýðir ekki að borginni verði lokað. Feneyjar verða alltaf opnar öllum,“ sagði Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja um málið. Þá kemur fram í yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum að íbúar, vinnuferðalangar, háskólanemar og börn undir fjórtán ára aldri komi ekki til með að þurfa að greiða aðgangsgjaldið, sem nemur 718 íslenskum krónum. Auk þess þurfi ferðamenn sem gista í borginni ekki að borga. Gjaldið sé hugsað fyrir ferðamenn sem fari í dagsferðir til borgarinnar. Áformin hafa enn ekki verið samþykkt af allri borgarstjórninni, sem fundar næst þann 12. september. Þá eru atriði á borð við fjölda fáanlegra miða hvern dag enn óljós. Borgarstjóri Feneyja hefur þó samþykkt að prufukeyra gjaldsetninguna í þrjátíu daga, líklegast á opinberum frídögum og um helgar yfir vor- og sumartímann á næsta ári. Síðustu ár hafa borgaryfirvöld í Feneyjum leitast við að draga úr miklum fjölda ferðamanna sem heimsækja borgina ár hvert. Áform um gjaldtöku sem kynnt voru árið 2019 frestuðust vegna kórónuveirufaraldursins. Ítalía Ferðalög Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Borgarstjórn Feneyja greindi frá þessu í dag. Nokkrar vikur eru síðan Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna lagði til að borginni yrði bætt á lista yfir minjasvæði sem eru í hættu, bæði vegna áhrifa loftslagsbreytinga og mikillar ferðamennsku í borginni. „Það er mikilvægt að við höfum stjórn á flæði ferðamanna á vissum tíma árs, en það þýðir ekki að borginni verði lokað. Feneyjar verða alltaf opnar öllum,“ sagði Luigi Brugnaro, borgarstjóri Feneyja um málið. Þá kemur fram í yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum að íbúar, vinnuferðalangar, háskólanemar og börn undir fjórtán ára aldri komi ekki til með að þurfa að greiða aðgangsgjaldið, sem nemur 718 íslenskum krónum. Auk þess þurfi ferðamenn sem gista í borginni ekki að borga. Gjaldið sé hugsað fyrir ferðamenn sem fari í dagsferðir til borgarinnar. Áformin hafa enn ekki verið samþykkt af allri borgarstjórninni, sem fundar næst þann 12. september. Þá eru atriði á borð við fjölda fáanlegra miða hvern dag enn óljós. Borgarstjóri Feneyja hefur þó samþykkt að prufukeyra gjaldsetninguna í þrjátíu daga, líklegast á opinberum frídögum og um helgar yfir vor- og sumartímann á næsta ári. Síðustu ár hafa borgaryfirvöld í Feneyjum leitast við að draga úr miklum fjölda ferðamanna sem heimsækja borgina ár hvert. Áform um gjaldtöku sem kynnt voru árið 2019 frestuðust vegna kórónuveirufaraldursins.
Ítalía Ferðalög Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira