Þetta segir Kristján í samtali við Vísi. Tveir aðgerðarsinnar, sem höfðu haldið til í tunnum uppi í möstrum Hvals 8 og Hvals 9 í hálfan annan sólarhring, komu niður með aðstoð lögreglu síðdegis í dag. Konurnar tvær voru færðar á lögreglustöðina á Hverfisgötu.
Í framhaldinu sigldu Hvalur 8 og Hvalur 9 úr Reykjavíkurhöfn, dregin af dráttarbátum, og áleiðis í Hvalfjörð. Kristján sagði í samtali við Vísi í morgun að ástæður þess að veiðar væru ekki þegar hafnar væru einfaldlega þær að veður hefði verið vont.
„Það er eitthvað að lagast,“ segir Kristján um veðurspána fyrir morgundaginn.