Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2023 15:47 Gestir á Glastonbury-tónlistarhátðinni anda að sér hlátursgasi úr blöðrum árið 2019. Neysla gassins verður bönnuð í Bretlandi frá og með áramótum. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. Nituroxíð er gjarnan þekkt sem hlátursgas. Það er annað vinsælasta vímuefnið á eftir kannabisi hjá ungmennum á aldrinum sextán til 24 ára, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Hún sagði nýlega frá því að sjúkrahússinnlögnum sem tengjast neyslu gassins hefði fjölgað verulega að undanförnu. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að þeir sem eru gripnir við að neyta hlátursgass geti átt von á sektum og jafnvel fangelsisdómum. Lögreglueftirlit með þekktum neyslustöðum gassins verði aukið til þess að hægt sé að refsa sökudólgum hratt og örugglega. „Breska þjóðin er komin með upp í kok af götustrákum (e. yobs) sem misnota eiturlyf í almannarými og skilja eftir sig skammarlegt drasl sem aðrir þurfa að þrífa upp,“ er haft eftir Suellu Braverman, innanríkisráðherranum. Ætlunin er að lýsa nituroxíð skráð ávana- og fíkniefni, í flokki með ýmsum slævandi efnum og sterum. Neytendur gassins gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og seljendur allt að fjórtán ár. Myndir af tómum gashylkjum sem gestir á fjölsóttum tónlistarhátíðum í Bretlandi í sumar hafa vakið hörð viðbrögð sumra en neyslu gassins hefur verið umdeild í Bretlandi um skeið. Sky greindi frá því að símtölum í neyðarlínu vegna eitrunar af völdum gassins hefði fjölgað þrefalt á einu ári. Þau voru 213 í fyrra. Tilkynningarnar voru af ýmsum toga. Fólk er sagt hafa misst hreyfigetu, átt við geðræn vandamál að stríða og kynlífsvandamál. Tveir sjúklingar hafi þurft að láta tappa af þrýstingi af heila til þess að bjarga sjón sinni. Í verstu tilfellum er nituroxíð sagt geta valdið dauða. Nokkuð hefur verið fjallað um nituroxíðgasneyslu íslenskra ungmenna í sumar. Rekstraraðili Strætó í Reykjanesbæ sagði frá því í síðasta mánuði að tóm gashylki fyndust í síauknum mæli í strætisvögnum þar. Bretland Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Nituroxíð er gjarnan þekkt sem hlátursgas. Það er annað vinsælasta vímuefnið á eftir kannabisi hjá ungmennum á aldrinum sextán til 24 ára, að sögn Sky-fréttastöðvarinnar. Hún sagði nýlega frá því að sjúkrahússinnlögnum sem tengjast neyslu gassins hefði fjölgað verulega að undanförnu. Breska innanríkisráðuneytið tilkynnti í dag að þeir sem eru gripnir við að neyta hlátursgass geti átt von á sektum og jafnvel fangelsisdómum. Lögreglueftirlit með þekktum neyslustöðum gassins verði aukið til þess að hægt sé að refsa sökudólgum hratt og örugglega. „Breska þjóðin er komin með upp í kok af götustrákum (e. yobs) sem misnota eiturlyf í almannarými og skilja eftir sig skammarlegt drasl sem aðrir þurfa að þrífa upp,“ er haft eftir Suellu Braverman, innanríkisráðherranum. Ætlunin er að lýsa nituroxíð skráð ávana- og fíkniefni, í flokki með ýmsum slævandi efnum og sterum. Neytendur gassins gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og seljendur allt að fjórtán ár. Myndir af tómum gashylkjum sem gestir á fjölsóttum tónlistarhátíðum í Bretlandi í sumar hafa vakið hörð viðbrögð sumra en neyslu gassins hefur verið umdeild í Bretlandi um skeið. Sky greindi frá því að símtölum í neyðarlínu vegna eitrunar af völdum gassins hefði fjölgað þrefalt á einu ári. Þau voru 213 í fyrra. Tilkynningarnar voru af ýmsum toga. Fólk er sagt hafa misst hreyfigetu, átt við geðræn vandamál að stríða og kynlífsvandamál. Tveir sjúklingar hafi þurft að láta tappa af þrýstingi af heila til þess að bjarga sjón sinni. Í verstu tilfellum er nituroxíð sagt geta valdið dauða. Nokkuð hefur verið fjallað um nituroxíðgasneyslu íslenskra ungmenna í sumar. Rekstraraðili Strætó í Reykjanesbæ sagði frá því í síðasta mánuði að tóm gashylki fyndust í síauknum mæli í strætisvögnum þar.
Bretland Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. 16. ágúst 2023 15:08