Guðbergur Bergsson er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 06:15 Guðbergur á æskuslóðum við Ísólfsskála á Reykjanesi árið 2021. Hann hafði engar áhyggjur af hraunrennslinu og sú tilfinning reyndist á rökum reist. Vísir/Egill Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál. Verk Guðbergs hafa verið þýdd á fjölda tungumála, meðal annars búlgörsku, finnsku, frönsku og litháísku. Eitt af hans þekktustu verkum var skáldsaga hans, Tómas Jónsson, metsölubók sem hann gaf út árið 1966. Guðni Þorbjörnsson Fyrstu bækur hans voru skáldsagan Músin sem læðist og ljóðabókin Endurtekin orð. Báðar komu þær út árið 1961. Þá var Guðbergur einn afkastamesti þýðandinn á Íslandi úr spænsku. Hann hefur þannig átt stóran hlut í því að kynna Íslendinga fyrir spænsku- og portúgölskumælandi höfundum, meðal annars með þýðingum á verkum heimsbókmennta á borð við Don Kíkóta eftir Cervantes og Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez. Guðni Þorbjörnsson Skáldsaga hans Svanurinn hefur vakið mikla athygli víða um heim og var samnefnd kvikmynd Ásu Hjörleifsdóttur, sem byggð er á bókinni, frumsýnd árið 2017. Guðbergur hlaut margvíslegar viðurkenningar á ævi sinni fyrir ritstörf sín. Þannig hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin árin 1992 og 1998. Hann var auk þess tilnefndur til þeirra 1993 og 1997. Guðbergur hlaut svo Norræn verðlaun sænsku bókmenntaakademíunnar árið 2004. Hafði engar áhyggjur af æskuheimilinu á gosstöðvum Guðbergur fæddist á Ísólfsskála við Grindavík árið 1932. Hann heimsótti æskuslóðir sínar ásamt Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni á Stöð 2 árið 2021. Þá var útlit fyrir að æskuheimilið færi undir hraun vegna eldgoss í Geldingadölum. Guðni Þorbjörnsson Meðan frændfólk hans þusti til að bera verðmæti úr húsum og fornleifafræðingar flýttu sér að rannsaka minjar var Guðbergur sallarólegur gagnvart hrauninu, sagði það hafa vit á því að vera ekkert að eyðileggja Ísólfsskála. Guðbergur reyndist sannspár. Eftirlifandi sambýlismaður Guðbergs er Guðni Þorbjörnsson, flugmaður og framkvæmdastjóri ARTPRO ehf. Þeir hafa í rúman áratug búið í Mosfellsbæ og Berlín, auk þess að eiga aðsetur í Reykjavík, Grindavík og Madrid. Saman eiga þeir Bengal kettina Pútín og Picasso. Guðni Þorbjörnsson Andlát Bókmenntir Grindavík Menning Mosfellsbær Tengdar fréttir Ekki stendur til að reka Guðberg Umdeildur pistill Guðbergs Bergssonar fór á dv.is fyrir mistök. 29. október 2015 16:19 Einn helsti höfundur landsins hunsaður Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl. 17. október 2022 11:53 Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Verk Guðbergs hafa verið þýdd á fjölda tungumála, meðal annars búlgörsku, finnsku, frönsku og litháísku. Eitt af hans þekktustu verkum var skáldsaga hans, Tómas Jónsson, metsölubók sem hann gaf út árið 1966. Guðni Þorbjörnsson Fyrstu bækur hans voru skáldsagan Músin sem læðist og ljóðabókin Endurtekin orð. Báðar komu þær út árið 1961. Þá var Guðbergur einn afkastamesti þýðandinn á Íslandi úr spænsku. Hann hefur þannig átt stóran hlut í því að kynna Íslendinga fyrir spænsku- og portúgölskumælandi höfundum, meðal annars með þýðingum á verkum heimsbókmennta á borð við Don Kíkóta eftir Cervantes og Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez. Guðni Þorbjörnsson Skáldsaga hans Svanurinn hefur vakið mikla athygli víða um heim og var samnefnd kvikmynd Ásu Hjörleifsdóttur, sem byggð er á bókinni, frumsýnd árið 2017. Guðbergur hlaut margvíslegar viðurkenningar á ævi sinni fyrir ritstörf sín. Þannig hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin árin 1992 og 1998. Hann var auk þess tilnefndur til þeirra 1993 og 1997. Guðbergur hlaut svo Norræn verðlaun sænsku bókmenntaakademíunnar árið 2004. Hafði engar áhyggjur af æskuheimilinu á gosstöðvum Guðbergur fæddist á Ísólfsskála við Grindavík árið 1932. Hann heimsótti æskuslóðir sínar ásamt Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni á Stöð 2 árið 2021. Þá var útlit fyrir að æskuheimilið færi undir hraun vegna eldgoss í Geldingadölum. Guðni Þorbjörnsson Meðan frændfólk hans þusti til að bera verðmæti úr húsum og fornleifafræðingar flýttu sér að rannsaka minjar var Guðbergur sallarólegur gagnvart hrauninu, sagði það hafa vit á því að vera ekkert að eyðileggja Ísólfsskála. Guðbergur reyndist sannspár. Eftirlifandi sambýlismaður Guðbergs er Guðni Þorbjörnsson, flugmaður og framkvæmdastjóri ARTPRO ehf. Þeir hafa í rúman áratug búið í Mosfellsbæ og Berlín, auk þess að eiga aðsetur í Reykjavík, Grindavík og Madrid. Saman eiga þeir Bengal kettina Pútín og Picasso. Guðni Þorbjörnsson
Andlát Bókmenntir Grindavík Menning Mosfellsbær Tengdar fréttir Ekki stendur til að reka Guðberg Umdeildur pistill Guðbergs Bergssonar fór á dv.is fyrir mistök. 29. október 2015 16:19 Einn helsti höfundur landsins hunsaður Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl. 17. október 2022 11:53 Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ekki stendur til að reka Guðberg Umdeildur pistill Guðbergs Bergssonar fór á dv.is fyrir mistök. 29. október 2015 16:19
Einn helsti höfundur landsins hunsaður Guðbergur Bergsson rithöfundur var níræður um helgina. Svo umdeildur er Guðbergur að ekki einu sinni getur ríkt sæmilegur friður um þau tímamót hans. Á Facebook fór allt í hnút í gær þar sem brigslyrðin gengu á víxl. 17. október 2022 11:53
Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu. 8. nóvember 2021 17:18