Segir þörf á átaki til að fækka sauðfé á vegum í Öræfum og í Suðursveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2023 08:04 Kindurnar og lömbin eru mjög áberandi á vegum eða við vegina í Öræfum og Í Suðursveit. Magnús Hlynur Hreiðarsson Lausaganga sauðfjár er verulegt vandamál við þjóðveg eitt í gegnum Öræfin og í Suðursveit í Sveitarfélaginu Hornafirði. Kindurnar og lömbin liggja nánast á veginum og láta sér fátt um finnast þó ökumenn flauti og flauti til að koma fénu af veginum. Lausaganga sauðfjár við vegi landsins er víða vandamál og sitt sýnist hverjum um ástandið. Þegar ekið er í gegnum Sveitarfélagið Hornafjörð er mikið af kindum og lömbum við þjóðveginn, sem eru ekkert að kippa sér upp við umferðina sem fer þar um og láta sér fátt um finnast þó það sé flautað á þær til að forða því að keyrt sé á fullorðnu kindurnar og lömbin þeirra. „Þær eru eins og í Suðursveitinni alveg sérstaklega rólegar í tíðinni og eiga það til að liggja bara út í vegkanti þegar maður kemur fram hjá á fleygiferð. Þetta er ákveðið áhyggjuefni upp á slysahættu en það þarf í raun og veru einhvers konar átak þarna til þess að fækka þeim rollum, sem ekið er á og auka öryggi, það er alveg rétt. Þetta er í raun stórhættulegt,” segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um lausagönguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurjón segir að lausaganga búfjár meðfram vegum í sveitarfélaginu sé alls ekki ásættanlegt. „Nei, ég myndi segja að það væri í raun og veru ekki ásættanlegt eins og staðan er núna en þetta er ekki auðvelt heldur þegar þú ert með svona mikið fé og um langan veg að fara og afskaplega erfitt að girða þetta af en það er auðveldara um að tala en í að komast að taka á þessu,” segir hann. Magnús Hlylnur Hreiðarsson En er sveitarfélagið í góðri samvinnu við bændur eða hvernig er það? „Já, við erum í mjög góðri samvinnu við bændur og samtalið á milli mín og margra bænda er mjög gott en ég veit að lögreglan hefur haft áhyggjur af þessu og ég hef átt samtal við þau um þetta.” Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem hefur verulegar áhyggjur af lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu enda fórnar hann höndum vegna ásandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferðaröryggi Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Lausaganga sauðfjár við vegi landsins er víða vandamál og sitt sýnist hverjum um ástandið. Þegar ekið er í gegnum Sveitarfélagið Hornafjörð er mikið af kindum og lömbum við þjóðveginn, sem eru ekkert að kippa sér upp við umferðina sem fer þar um og láta sér fátt um finnast þó það sé flautað á þær til að forða því að keyrt sé á fullorðnu kindurnar og lömbin þeirra. „Þær eru eins og í Suðursveitinni alveg sérstaklega rólegar í tíðinni og eiga það til að liggja bara út í vegkanti þegar maður kemur fram hjá á fleygiferð. Þetta er ákveðið áhyggjuefni upp á slysahættu en það þarf í raun og veru einhvers konar átak þarna til þess að fækka þeim rollum, sem ekið er á og auka öryggi, það er alveg rétt. Þetta er í raun stórhættulegt,” segir Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar aðspurður um lausagönguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurjón segir að lausaganga búfjár meðfram vegum í sveitarfélaginu sé alls ekki ásættanlegt. „Nei, ég myndi segja að það væri í raun og veru ekki ásættanlegt eins og staðan er núna en þetta er ekki auðvelt heldur þegar þú ert með svona mikið fé og um langan veg að fara og afskaplega erfitt að girða þetta af en það er auðveldara um að tala en í að komast að taka á þessu,” segir hann. Magnús Hlylnur Hreiðarsson En er sveitarfélagið í góðri samvinnu við bændur eða hvernig er það? „Já, við erum í mjög góðri samvinnu við bændur og samtalið á milli mín og margra bænda er mjög gott en ég veit að lögreglan hefur haft áhyggjur af þessu og ég hef átt samtal við þau um þetta.” Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem hefur verulegar áhyggjur af lausagöngu sauðfjár í sveitarfélaginu enda fórnar hann höndum vegna ásandsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Umferðaröryggi Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira