„Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 23:26 „Go home and shame on you“ eða „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboð Einars við Reykjavíkurhöfn. Hann fékk stuðning frá áhöfnum hvalveiðibáta Hvals hf. vísir/ívar fannar „Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni. Hann mætti á smábát að hvalveiðibátunum um klukkan níu í kvöld. Þær Elissa og Anahaita krefjast þess að hvalveiðum verði hætt. Einar er á öndverðum meiði. „Ég er bara hlynntur hvalveiðum og finnst þetta yfirgangur og valdníðsla sem hvalveiðar hafa þurft að sæta,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mótmælin voru í beinni útsendingu á Vísi og náðist innkoma Einars því á myndband: „Það er öllum frjálst að mótmæla en ég hef grun um að þetta sé nú svona hávær minnihluti. Ég hef það á tilfinningunni en hef auðvitað ekkert fyrir mér í því.“ Hvað er það við hvalveiðarnar sem gerir þig fylgjandi þeim? „Ég er bara fylgjandi því að við nýtum okkar náttúruauðlindir, það gildir um alla nytjastofna í hafinu,“ segir Einar. Þá finnst honum uppátæki Hollywood-leikara, sem hóta því að taka ekki upp bíómyndir hér á landi verði hvalveiðum ekki hætt, kjánalegt. „Ég held að þeir ættu nú bara að snúa sér að einhverju heima fyrir. Það er ýmislegt þar sem væri þeim nærtækara að skipta sér að. Þetta er ekkert merkilegra fólk en hvað annað.“ Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði.vísir/ívar fannar Kristján Loftsson eigi heiður skilinn Mótmælin hafi samt ekki farið í taugarnar á honum. „Ég átti nú bara leið þarna hjá í höfninni og fékk þessa flugu í hausinn. Ég er bara stoltur af þessu, ég vil standa með þessu. Þó Kristján Loftsson sé ríkur kall og ýmsir séu á móti honum, finnst mér hann eiga heiður skilinn fyrir það hvað hann hefur nennt að halda þessu uppi og eyða í þetta peningum. Láta ekki vaða yfir sig.“ Hann myndi því sjá eftir hvalveiðunum. „Það á að nýta alla þá stofna og auðlindir á sjálfbæran hátt, ég sé ekki að hvalir séu eitthvað virðulegri skepnur en beljur og svín. Þarf þá ekki líka að stoppa hreindýraveiðar og gæsaveiðar og allt hvað það heitir?“ spyr Einar sem er sjálfur mikill veiðimaður. Fékk stuðning frá bátnum „Þetta er ein af grunnþörfum mannskepnunnar, að veiða. En sumir eru einhvern veginn komnir svo langt frá því og eru bara kátir að fá þetta allt út í búð. Vilja helst sem minnst vita hvaðan það kemur.“ Einar segist sjaldan hafa mótmælt fyrr, kannski þrisvar. „Þetta tók nú bara fimm mínútur, og lítið fyrir því haft. Ég nennti nú ekki að dvelja lengi við.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég varð bara var við þá þarna um borð sem voru virkilega jákvæðir á þetta. Tóku mér fagnandi. Þeim fannst sennilega þörf á því að það kæmi sjónarmið úr annarri átt,“ segir Einar að lokum. Hvalveiðar Reykjavík Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Sjá meira
Hann mætti á smábát að hvalveiðibátunum um klukkan níu í kvöld. Þær Elissa og Anahaita krefjast þess að hvalveiðum verði hætt. Einar er á öndverðum meiði. „Ég er bara hlynntur hvalveiðum og finnst þetta yfirgangur og valdníðsla sem hvalveiðar hafa þurft að sæta,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mótmælin voru í beinni útsendingu á Vísi og náðist innkoma Einars því á myndband: „Það er öllum frjálst að mótmæla en ég hef grun um að þetta sé nú svona hávær minnihluti. Ég hef það á tilfinningunni en hef auðvitað ekkert fyrir mér í því.“ Hvað er það við hvalveiðarnar sem gerir þig fylgjandi þeim? „Ég er bara fylgjandi því að við nýtum okkar náttúruauðlindir, það gildir um alla nytjastofna í hafinu,“ segir Einar. Þá finnst honum uppátæki Hollywood-leikara, sem hóta því að taka ekki upp bíómyndir hér á landi verði hvalveiðum ekki hætt, kjánalegt. „Ég held að þeir ættu nú bara að snúa sér að einhverju heima fyrir. Það er ýmislegt þar sem væri þeim nærtækara að skipta sér að. Þetta er ekkert merkilegra fólk en hvað annað.“ Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði.vísir/ívar fannar Kristján Loftsson eigi heiður skilinn Mótmælin hafi samt ekki farið í taugarnar á honum. „Ég átti nú bara leið þarna hjá í höfninni og fékk þessa flugu í hausinn. Ég er bara stoltur af þessu, ég vil standa með þessu. Þó Kristján Loftsson sé ríkur kall og ýmsir séu á móti honum, finnst mér hann eiga heiður skilinn fyrir það hvað hann hefur nennt að halda þessu uppi og eyða í þetta peningum. Láta ekki vaða yfir sig.“ Hann myndi því sjá eftir hvalveiðunum. „Það á að nýta alla þá stofna og auðlindir á sjálfbæran hátt, ég sé ekki að hvalir séu eitthvað virðulegri skepnur en beljur og svín. Þarf þá ekki líka að stoppa hreindýraveiðar og gæsaveiðar og allt hvað það heitir?“ spyr Einar sem er sjálfur mikill veiðimaður. Fékk stuðning frá bátnum „Þetta er ein af grunnþörfum mannskepnunnar, að veiða. En sumir eru einhvern veginn komnir svo langt frá því og eru bara kátir að fá þetta allt út í búð. Vilja helst sem minnst vita hvaðan það kemur.“ Einar segist sjaldan hafa mótmælt fyrr, kannski þrisvar. „Þetta tók nú bara fimm mínútur, og lítið fyrir því haft. Ég nennti nú ekki að dvelja lengi við.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég varð bara var við þá þarna um borð sem voru virkilega jákvæðir á þetta. Tóku mér fagnandi. Þeim fannst sennilega þörf á því að það kæmi sjónarmið úr annarri átt,“ segir Einar að lokum.
Hvalveiðar Reykjavík Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Sjá meira