„Átti bara leið hjá og fékk þessa flugu í hausinn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 23:26 „Go home and shame on you“ eða „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboð Einars við Reykjavíkurhöfn. Hann fékk stuðning frá áhöfnum hvalveiðibáta Hvals hf. vísir/ívar fannar „Ég átti nú bara leið hjá þarna hjá höfninni og fékk þessa flugu í hausinn,“ segir Einar Jes Guðmundsson, stuðningsmaður hvalveiða, sem mætti með skýr skilaboð að Reykjavíkurhöfn í kvöld. „Farið heim og skammist ykkar“ voru skilaboðin til hvalveiðimótmælenda sem hlekkjuðu sig við hvalveiðibáta Hvals hf. í morgun. Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði á höfninni. Hann mætti á smábát að hvalveiðibátunum um klukkan níu í kvöld. Þær Elissa og Anahaita krefjast þess að hvalveiðum verði hætt. Einar er á öndverðum meiði. „Ég er bara hlynntur hvalveiðum og finnst þetta yfirgangur og valdníðsla sem hvalveiðar hafa þurft að sæta,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mótmælin voru í beinni útsendingu á Vísi og náðist innkoma Einars því á myndband: „Það er öllum frjálst að mótmæla en ég hef grun um að þetta sé nú svona hávær minnihluti. Ég hef það á tilfinningunni en hef auðvitað ekkert fyrir mér í því.“ Hvað er það við hvalveiðarnar sem gerir þig fylgjandi þeim? „Ég er bara fylgjandi því að við nýtum okkar náttúruauðlindir, það gildir um alla nytjastofna í hafinu,“ segir Einar. Þá finnst honum uppátæki Hollywood-leikara, sem hóta því að taka ekki upp bíómyndir hér á landi verði hvalveiðum ekki hætt, kjánalegt. „Ég held að þeir ættu nú bara að snúa sér að einhverju heima fyrir. Það er ýmislegt þar sem væri þeim nærtækara að skipta sér að. Þetta er ekkert merkilegra fólk en hvað annað.“ Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði.vísir/ívar fannar Kristján Loftsson eigi heiður skilinn Mótmælin hafi samt ekki farið í taugarnar á honum. „Ég átti nú bara leið þarna hjá í höfninni og fékk þessa flugu í hausinn. Ég er bara stoltur af þessu, ég vil standa með þessu. Þó Kristján Loftsson sé ríkur kall og ýmsir séu á móti honum, finnst mér hann eiga heiður skilinn fyrir það hvað hann hefur nennt að halda þessu uppi og eyða í þetta peningum. Láta ekki vaða yfir sig.“ Hann myndi því sjá eftir hvalveiðunum. „Það á að nýta alla þá stofna og auðlindir á sjálfbæran hátt, ég sé ekki að hvalir séu eitthvað virðulegri skepnur en beljur og svín. Þarf þá ekki líka að stoppa hreindýraveiðar og gæsaveiðar og allt hvað það heitir?“ spyr Einar sem er sjálfur mikill veiðimaður. Fékk stuðning frá bátnum „Þetta er ein af grunnþörfum mannskepnunnar, að veiða. En sumir eru einhvern veginn komnir svo langt frá því og eru bara kátir að fá þetta allt út í búð. Vilja helst sem minnst vita hvaðan það kemur.“ Einar segist sjaldan hafa mótmælt fyrr, kannski þrisvar. „Þetta tók nú bara fimm mínútur, og lítið fyrir því haft. Ég nennti nú ekki að dvelja lengi við.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég varð bara var við þá þarna um borð sem voru virkilega jákvæðir á þetta. Tóku mér fagnandi. Þeim fannst sennilega þörf á því að það kæmi sjónarmið úr annarri átt,“ segir Einar að lokum. Hvalveiðar Reykjavík Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Hann mætti á smábát að hvalveiðibátunum um klukkan níu í kvöld. Þær Elissa og Anahaita krefjast þess að hvalveiðum verði hætt. Einar er á öndverðum meiði. „Ég er bara hlynntur hvalveiðum og finnst þetta yfirgangur og valdníðsla sem hvalveiðar hafa þurft að sæta,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mótmælin voru í beinni útsendingu á Vísi og náðist innkoma Einars því á myndband: „Það er öllum frjálst að mótmæla en ég hef grun um að þetta sé nú svona hávær minnihluti. Ég hef það á tilfinningunni en hef auðvitað ekkert fyrir mér í því.“ Hvað er það við hvalveiðarnar sem gerir þig fylgjandi þeim? „Ég er bara fylgjandi því að við nýtum okkar náttúruauðlindir, það gildir um alla nytjastofna í hafinu,“ segir Einar. Þá finnst honum uppátæki Hollywood-leikara, sem hóta því að taka ekki upp bíómyndir hér á landi verði hvalveiðum ekki hætt, kjánalegt. „Ég held að þeir ættu nú bara að snúa sér að einhverju heima fyrir. Það er ýmislegt þar sem væri þeim nærtækara að skipta sér að. Þetta er ekkert merkilegra fólk en hvað annað.“ Einari fannst þörf á öðru sjónarmiði.vísir/ívar fannar Kristján Loftsson eigi heiður skilinn Mótmælin hafi samt ekki farið í taugarnar á honum. „Ég átti nú bara leið þarna hjá í höfninni og fékk þessa flugu í hausinn. Ég er bara stoltur af þessu, ég vil standa með þessu. Þó Kristján Loftsson sé ríkur kall og ýmsir séu á móti honum, finnst mér hann eiga heiður skilinn fyrir það hvað hann hefur nennt að halda þessu uppi og eyða í þetta peningum. Láta ekki vaða yfir sig.“ Hann myndi því sjá eftir hvalveiðunum. „Það á að nýta alla þá stofna og auðlindir á sjálfbæran hátt, ég sé ekki að hvalir séu eitthvað virðulegri skepnur en beljur og svín. Þarf þá ekki líka að stoppa hreindýraveiðar og gæsaveiðar og allt hvað það heitir?“ spyr Einar sem er sjálfur mikill veiðimaður. Fékk stuðning frá bátnum „Þetta er ein af grunnþörfum mannskepnunnar, að veiða. En sumir eru einhvern veginn komnir svo langt frá því og eru bara kátir að fá þetta allt út í búð. Vilja helst sem minnst vita hvaðan það kemur.“ Einar segist sjaldan hafa mótmælt fyrr, kannski þrisvar. „Þetta tók nú bara fimm mínútur, og lítið fyrir því haft. Ég nennti nú ekki að dvelja lengi við.“ Hver voru viðbrögðin? „Ég varð bara var við þá þarna um borð sem voru virkilega jákvæðir á þetta. Tóku mér fagnandi. Þeim fannst sennilega þörf á því að það kæmi sjónarmið úr annarri átt,“ segir Einar að lokum.
Hvalveiðar Reykjavík Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira