Átta ára fangelsi fyrir hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2023 16:48 Málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi yfir fjögurra ára tímabil. Hann þarf að greiða eiginkonu sinni fyrrverandi sjö milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins enn sem komið er. Ákæran á hendur manninum var í þrettán liðum og var hann sakfelldur í þeim öllum. Hann var meðal annars sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra, og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá var hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig var hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki var sagt frá því að maðurinn hefði slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Karlmaðurinn var handtekinn þann 25. febrúar þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu. Um var að ræða atvikið þar sem konan hlaut lífshættulega áverka. Hann hefur síðan þá sætt gæsluvarðhaldi. Hann neitaði að stærstum hluta sök í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Hann væri fórnarlambið, ekki konan. Dómurinn sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum og dæmdi í átta ára fangelsi. Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. 21. júlí 2023 11:51 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólsins enn sem komið er. Ákæran á hendur manninum var í þrettán liðum og var hann sakfelldur í þeim öllum. Hann var meðal annars sakaður um að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, þar af eitt skipti á brúðkaupsnótt þeirra, og annað skipti yfir landsleik í handbolta. Þá var hann í nokkrum tilvikum sakaður um hafa nauðgað henni og í flestum tilvikum veist að henni svo harkalega að hún hlaut líkamlega áverka. Einnig var hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að stinga flöskum í leggöng og endaþarm konu sinnar, svívirt hana og haft samræði við hana gegn vilja. Í einu tilviki var sagt frá því að maðurinn hefði slegið eiginkonu sína ítrekað, kastað innanstokksmun í höfuð hennar, lamið á kynfærasvæði hennar og traðkað á líkama hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut lífshættulega áverka. Karlmaðurinn var handtekinn þann 25. febrúar þegar tilkynnt var um heimilisofbeldi á sameiginlegu heimili hans og eiginkonu. Um var að ræða atvikið þar sem konan hlaut lífshættulega áverka. Hann hefur síðan þá sætt gæsluvarðhaldi. Hann neitaði að stærstum hluta sök í skýrslutöku hjá lögreglu og sagði að konan hefði ráðist á sig og hann ýtt henni frá sér í sjálfsvörn. Hann væri fórnarlambið, ekki konan. Dómurinn sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum og dæmdi í átta ára fangelsi.
Dómsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. 21. júlí 2023 11:51 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Ógeðfellt kynferðisbrotamál: Ofbeldi á brúðkaupsnótt og yfir landsleik í handbolta Karlmaður sem sakaður er um nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir ítrekuð brot gagnvart eiginkonu sinni á fjögurra ára tímabili. Brot mannsins gætu varðað allt að sextán ára fangelsi. Miskabótakrafa konunnar hljóðar upp á níu milljónir króna. 21. júlí 2023 11:51
Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37