„Engir múslimar hér í kvöld“ átti að vera grín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. september 2023 17:02 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, segist ekki hafa áhyggjur af hótunum sem honum bárust vegna málsins. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segist ekki hafa hlaupið á sig vegna ásakana sinna á hendur konu og tveimur dætrum hennar um að hafa ætlað að hnupla tösku hans í Leifsstöð um helgina. Hann segir mynd úr matarboði í gærkvöldi sem hann birti á Facebook, þar sem Hannes sagði enga múslima vera viðstadda, hafa verið setta fram í gamansemi. Þetta segir Hannes í svörum til Vísis en Hannes óskaði eftir því að fá spurningar sendar skriflega. Aðfaranótt laugardags skrifaði Hannes færslu á Facebook þar sem hann sakaði konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna af sér tösku sinni í Leifsstöð. Vísir gerði ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Hannesi vegna málsins á laugardag. Ung kona, starfsmaður í Leifsstöð, sagði í viðtali við fréttastofu um helgina að hún hefði orðið vitni að atvikinu. Hannes hefði öskrað á tvær ungar stelpur sem hafi tekið tösku hans í misgripum og svo á móður þeirra þegar hana bar að garði. Í svörum til Vísis nú segir Hannes að ekki hafi verið um stórmál að ræða og hyggst hann ekki leita til lögreglu vegna málsins. „Mér finnst hins vegar leiðinlegt, hvernig blaðakona á Vísi gabbaði óreynda unga stúlku, sem starfar á Leifsstöð, til að gefa alls konar yfirlýsingar, sem voru alls ekki við hæfi, að starfsfólk gæfi. En ég óska stúlkunni alls góðs og er viss um, að hún læri framvegis að gæta betur orða sinna.“ Telur ekki að hann hafi hlaupið á sig Umræðan á Facebook þræði Hannesar varð afar hörð og var Hannes sakaður um rasisma og þá var honum einnig hótað lífláti vegna málsins í umræðum við þráðinn. Hann segist ekki hafa vitað um neinar slíkar hótanir. „Ég les satt að segja fæst af þessu og hef engar áhyggjur af því. Íslendingar voru pappírsvíkingar að fornu og nú eru þeir orðnir netvíkingar, skrifa digurbarkalegar færslur. Enginn verður með orðum veginn. Mér sýnist nú raunar líka, að lögreglan hafi nóg að gera við að sinna andstæðingum hvalveiða.“ Hannes segist ekki telja að hann hafi hlaupið á sig í þessu máli. Taska hans hafi ekki verið svipuð ásýndar og taska stelpnanna. „Hefði taskan mín verið svipuð einhverri tösku þeirra, hefði fólkið strax séð, að það var með tvær töskur, en ekki eina. Þetta voru ekki innritaðar töskur af færibandinu, sem menn geta auðveldlega villst á, heldur gerðist þetta í Fríhöfninni. Og þegar ég sagðist eiga töskuna, þrætti fólkið fyrst, en afhenti mér hana síðan.“ Eyddi myndinni af tillitssemi Hannes birti í gærkvöldi mynd úr matarboði á Facebook. „Engir múslimar hér í kvöld,“ skrifaði Hannes við myndina. Hann eyddi henni stuttu síðar en hún hefur síðan farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Skjáskot af færslu Hannesar frá því í gærkvöldi hefur gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. „Þetta átti nú að vera gamansemi. En fólkið, sem var með mér, vildi auðvitað og skiljanlega ekki blandast inn í þetta mál, sem er komið langt fram úr sjálfu sér. Ég tók myndina úr birtingu af tillitssemi við það,“ segir Hannes um myndina. „Annars get ég sagt, að ég tel, að dæma eigi menn af verkum þeirra, en ekki af kynþætti þeirra, trúarbrögðum, stétt, kyni, kynhneigð, auði eða völdum. Það er rangt að alhæfa um hópa, og auðvitað eru jafnmargir góðir menn og miður góðir í röðum þess eins milljarðs múslima, sem byggja jarðarkringluna, og í öðrum trúarflokkum. Ég skal hins vegar játa, að ég er mjög andvígur öfgamúslimum, sem grýta konur til bana og fleygja samkynhneigðum einstaklingum út um glugga í háhýsum.“ Kynþáttafordómar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18 Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07 Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. 12. maí 2023 22:01 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Þetta segir Hannes í svörum til Vísis en Hannes óskaði eftir því að fá spurningar sendar skriflega. Aðfaranótt laugardags skrifaði Hannes færslu á Facebook þar sem hann sakaði konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna af sér tösku sinni í Leifsstöð. Vísir gerði ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Hannesi vegna málsins á laugardag. Ung kona, starfsmaður í Leifsstöð, sagði í viðtali við fréttastofu um helgina að hún hefði orðið vitni að atvikinu. Hannes hefði öskrað á tvær ungar stelpur sem hafi tekið tösku hans í misgripum og svo á móður þeirra þegar hana bar að garði. Í svörum til Vísis nú segir Hannes að ekki hafi verið um stórmál að ræða og hyggst hann ekki leita til lögreglu vegna málsins. „Mér finnst hins vegar leiðinlegt, hvernig blaðakona á Vísi gabbaði óreynda unga stúlku, sem starfar á Leifsstöð, til að gefa alls konar yfirlýsingar, sem voru alls ekki við hæfi, að starfsfólk gæfi. En ég óska stúlkunni alls góðs og er viss um, að hún læri framvegis að gæta betur orða sinna.“ Telur ekki að hann hafi hlaupið á sig Umræðan á Facebook þræði Hannesar varð afar hörð og var Hannes sakaður um rasisma og þá var honum einnig hótað lífláti vegna málsins í umræðum við þráðinn. Hann segist ekki hafa vitað um neinar slíkar hótanir. „Ég les satt að segja fæst af þessu og hef engar áhyggjur af því. Íslendingar voru pappírsvíkingar að fornu og nú eru þeir orðnir netvíkingar, skrifa digurbarkalegar færslur. Enginn verður með orðum veginn. Mér sýnist nú raunar líka, að lögreglan hafi nóg að gera við að sinna andstæðingum hvalveiða.“ Hannes segist ekki telja að hann hafi hlaupið á sig í þessu máli. Taska hans hafi ekki verið svipuð ásýndar og taska stelpnanna. „Hefði taskan mín verið svipuð einhverri tösku þeirra, hefði fólkið strax séð, að það var með tvær töskur, en ekki eina. Þetta voru ekki innritaðar töskur af færibandinu, sem menn geta auðveldlega villst á, heldur gerðist þetta í Fríhöfninni. Og þegar ég sagðist eiga töskuna, þrætti fólkið fyrst, en afhenti mér hana síðan.“ Eyddi myndinni af tillitssemi Hannes birti í gærkvöldi mynd úr matarboði á Facebook. „Engir múslimar hér í kvöld,“ skrifaði Hannes við myndina. Hann eyddi henni stuttu síðar en hún hefur síðan farið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Skjáskot af færslu Hannesar frá því í gærkvöldi hefur gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. „Þetta átti nú að vera gamansemi. En fólkið, sem var með mér, vildi auðvitað og skiljanlega ekki blandast inn í þetta mál, sem er komið langt fram úr sjálfu sér. Ég tók myndina úr birtingu af tillitssemi við það,“ segir Hannes um myndina. „Annars get ég sagt, að ég tel, að dæma eigi menn af verkum þeirra, en ekki af kynþætti þeirra, trúarbrögðum, stétt, kyni, kynhneigð, auði eða völdum. Það er rangt að alhæfa um hópa, og auðvitað eru jafnmargir góðir menn og miður góðir í röðum þess eins milljarðs múslima, sem byggja jarðarkringluna, og í öðrum trúarflokkum. Ég skal hins vegar játa, að ég er mjög andvígur öfgamúslimum, sem grýta konur til bana og fleygja samkynhneigðum einstaklingum út um glugga í háhýsum.“
Kynþáttafordómar Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18 Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07 Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. 12. maí 2023 22:01 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18
Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07
Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið. 12. maí 2023 22:01