Ræddu stöðu KA: „Framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 13:31 Frá leik KA í sumar Vísir/Hulda Margrét Framganga KA í Bestu deild karla á yfirstandandi tímabili er klár vonbrigði að mati Atla Viðars Björnssonar, sérfræðings í uppgjörsþáttunum Stúkan á Stöð 2 Sport. KA mun taka þátt í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar og getur hæst náð 7.sæti deildarinnar. Þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í hinni hefðbundnu deildarkeppni Bestu deildarinnar í gær. „Já, það er klárt mál,“ svaraði Atli Viðar, einn af sérfræðingum Stúkunnar, aðspurður hvort tímabilið í heild sinni væru vonbrigði fyrir KA. „KA getur ekki sagt að þeir séu ánægðir með tímabilið þegar að þeir komu út fyrir tímabilið og sögðust ætla vera í titilbaráttu og á þeirri stundu í raun fúlir út í allt og alla fyrir að spá þeim ekki titilbaráttu. Þeir eru í 7.sæti, klifu upp um eitt sæti á lokametrunum og vel gert hjá þeim að koma sér í séns fyrir úrslitakeppni efrihlutans fyrir lokaumferðina en það var bara of lítið og of seint að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjunum. Brasið á þeim er bara búið að vera of mikið í deildinni til þess að þeir geti reynt að sannfæra okkur og við getum haldið því fram að þeir hafi átt gott tímabil.“ Klippa: Ræddu stöðu KA: Bikar myndi breyta öllu Greip þá Baldur Sigurðsson, annar sérfræðingur Stúkunnar, þá inn í og vildi fá að vita það frá Atla Viðari hvort hann væri að taka inn í jöfnuna þá staðreynd að KA komst í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu, laut þar í lægra haldi gegn belgíska liðinu Club Brugge og er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Ertu ósammála þessu?“ svaraði Atli Viðar á móti en Baldur segir að líta verði heildrænt á stöðuna. „Ég myndi aldrei segja vonbrigði,“ sagði Baldur sem finnst ósanngjarnt að lagt sé mat á tímabil KA nú þegar að liðið á eftir að spila bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík og gat Atli Viðar tekið undir það. „Ef þeir vinna bikarinn, komast í Evrópukeppni og komast frá tímabilinu með titil í höndunum. Það myndi náttúrulega breyta öllu,“ sagði Atli Viðar. „En að enda fyrir neðan strik og í 7.sæti í deildinni, þá er framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði.“ Besta deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
KA mun taka þátt í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar og getur hæst náð 7.sæti deildarinnar. Þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í hinni hefðbundnu deildarkeppni Bestu deildarinnar í gær. „Já, það er klárt mál,“ svaraði Atli Viðar, einn af sérfræðingum Stúkunnar, aðspurður hvort tímabilið í heild sinni væru vonbrigði fyrir KA. „KA getur ekki sagt að þeir séu ánægðir með tímabilið þegar að þeir komu út fyrir tímabilið og sögðust ætla vera í titilbaráttu og á þeirri stundu í raun fúlir út í allt og alla fyrir að spá þeim ekki titilbaráttu. Þeir eru í 7.sæti, klifu upp um eitt sæti á lokametrunum og vel gert hjá þeim að koma sér í séns fyrir úrslitakeppni efrihlutans fyrir lokaumferðina en það var bara of lítið og of seint að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjunum. Brasið á þeim er bara búið að vera of mikið í deildinni til þess að þeir geti reynt að sannfæra okkur og við getum haldið því fram að þeir hafi átt gott tímabil.“ Klippa: Ræddu stöðu KA: Bikar myndi breyta öllu Greip þá Baldur Sigurðsson, annar sérfræðingur Stúkunnar, þá inn í og vildi fá að vita það frá Atla Viðari hvort hann væri að taka inn í jöfnuna þá staðreynd að KA komst í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu, laut þar í lægra haldi gegn belgíska liðinu Club Brugge og er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Ertu ósammála þessu?“ svaraði Atli Viðar á móti en Baldur segir að líta verði heildrænt á stöðuna. „Ég myndi aldrei segja vonbrigði,“ sagði Baldur sem finnst ósanngjarnt að lagt sé mat á tímabil KA nú þegar að liðið á eftir að spila bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík og gat Atli Viðar tekið undir það. „Ef þeir vinna bikarinn, komast í Evrópukeppni og komast frá tímabilinu með titil í höndunum. Það myndi náttúrulega breyta öllu,“ sagði Atli Viðar. „En að enda fyrir neðan strik og í 7.sæti í deildinni, þá er framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði.“
Besta deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira