Innlent

Bein út­sending: Far­sældar­þing 2023

Atli Ísleifsson skrifar
Þingið er sagt vera mikilvægur liður í stefnumótun og áætlanagerð þegar kemur að innleiðingu laga um farsæld barna.
Þingið er sagt vera mikilvægur liður í stefnumótun og áætlanagerð þegar kemur að innleiðingu laga um farsæld barna. Vísir/Vilhelm

Farsældarþing fer fram í dag þar sem fagfólki, þjónustuveitendum, stjórnvöldum, börnum og aðstandendum er ætlað að eiga víðtækt samtal um farsæld barna.

Þingið fer fram í Hörpu í dag milli 9 og 16 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilara að neðan.

Í tilkynningu segir að þingið er sagður vera mikilvægur liður í stefnumótun og áætlanagerð þegar komi að innleiðingu laga um farsæld barna.

„Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, opnar þingið. Hann kynnir nýjan vef um farsæld barna og mælaborð sem brátt verður opnað með fjölþættum tölfræðigögnum um stöðu barna og farsæld þeirra á einum stað. Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar verða kynntar á þinginu.

38 börn, tilnefnd af sveitarfélögum, verða meðal þátttakenda,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×