„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 00:03 Vinur drengsins náði óskýrri mynd af atvikinu. Lögregla brást ókvæða við þegar hann ætlaði að taka myndband af atvikinu. Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. Hvorki móðirin né sonurinn vilja koma undir nafni en móðir vinar drengsins, Margrét Pálsdóttir, greindi frá atvikinu á Facebook. Hún furðar sig á framkomu lögreglunnar sem hafi einungis skipt sér af þeim sem er dökkur á hörund. Lögregla hafi brugðist ókvæða við þegar vinurinn ætlaði að taka myndband af atvikinu. „Er þetta bara en í gangi árið 2023...fólk stoppað einungis vegna þess að það er dökkt á hörund?“ skrifar Margrét í færslu sem hefur vakið mikil viðbrögð. Móðir drengsins sem varð fyrir áreitinu lýsir atvikinu í samtali við fréttastofu. „Hann fer til Keflavíkur með vini sínum á bíl. Þetta eru bara strákar í fótbolta sem drekka ekki einu sinni. Þeir eru nýkomnir úr bílnum þegar lögreglan spyr son minn, bara hann, hvort þeir séu með einhver vopn á sér eða efni. Hann segir nei og ætlar að tæma vasana til að sýna lögreglu að það séu bara sími og lyklar, þá króa þeir hann af, ýta honum upp við vegg og sækja hund til að þefa af honum. Eru víst bara mjög harkalegir við hann,“ segir móðirin. Hann hafi verið miklu sjokki eftir atvikið og hringt miður sín í móður sína. Ómannúðleg framkoma „Þeir fóru bara heim eftir þetta, vildu ekki vera þarna lengur. Þetta var algjörlega tilefnislaust. Hundurinn fann ekki neitt, lögreglan fann ekki neitt. Þetta er bara svo ómannúðlegt, hann var ekki með ógnandi hegðun, var ekki að gera neitt. Það þurfti ekki þessar aðgerðir.“ „Hann sagði mér bara „ég vissi ekki að svona rasismi væri til,““ segir hún spurð út í tilfinningar drengsins eftir atvikið. „Ég myndi skilja þetta ef þetta hefði verið svona random tjékk, en þetta var ekki þannig. Þetta var bara racial profiling. Það þarf ekki sex lögreglumenn til að króa hann af og ýta upp við vegg. Hann var alveg samvinnuþýður.“ Racial profiling gæti útlagst á íslensku sem „kynþáttamiðuð löggæsla“, þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Vinur drengsins, sem er hvítur, ætlaði að taka atvikið upp en var hótað af lögreglu. Lögregla leitaði ekki á honum. „Þeir snöppuðu á hann og hótuðu að fara með þá upp á stöð ef þeir væru með þetta kjaftæði. Hann náði ekki myndbandi, bara ljósmynd sem er frekar óskýr.“ Mun krefjast skýringa Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur einkennileg afskipti af drengnum. „Við höfum farið í yfirheyrslu fyrir nokkrum árum þar sem honum var ruglað saman við annan strák sem var dökkur á hörund. Það voru bara mannleg mistök en við höfum ekki lent í svona. Mér var heldur ekkert gert viðvart núna, hann er undir lögaldri. Þetta eru bara löggur með valdabrjálæði, ég upplifi það allavega þannig. Hann er bara barn og var bara hræddur.“ Hún segist ætla að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum strax á morgun til að fá skýringar á atvikinu. „Og þó svo að hann hafi verið með efni eða vopn þá þurfti aldrei sex lögregluþjóna til að halda honum upp við vegg. Fyrir utan það að hann er ekki í neinu rugli. Ég sé ekki fyrir mér að ég myndi lenda í svona á sautjánda júní. Bara af því ég er hvít,“ segir hún að lokum. Reykjanesbær Ljósanótt Lögreglumál Kynþáttafordómar Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hvorki móðirin né sonurinn vilja koma undir nafni en móðir vinar drengsins, Margrét Pálsdóttir, greindi frá atvikinu á Facebook. Hún furðar sig á framkomu lögreglunnar sem hafi einungis skipt sér af þeim sem er dökkur á hörund. Lögregla hafi brugðist ókvæða við þegar vinurinn ætlaði að taka myndband af atvikinu. „Er þetta bara en í gangi árið 2023...fólk stoppað einungis vegna þess að það er dökkt á hörund?“ skrifar Margrét í færslu sem hefur vakið mikil viðbrögð. Móðir drengsins sem varð fyrir áreitinu lýsir atvikinu í samtali við fréttastofu. „Hann fer til Keflavíkur með vini sínum á bíl. Þetta eru bara strákar í fótbolta sem drekka ekki einu sinni. Þeir eru nýkomnir úr bílnum þegar lögreglan spyr son minn, bara hann, hvort þeir séu með einhver vopn á sér eða efni. Hann segir nei og ætlar að tæma vasana til að sýna lögreglu að það séu bara sími og lyklar, þá króa þeir hann af, ýta honum upp við vegg og sækja hund til að þefa af honum. Eru víst bara mjög harkalegir við hann,“ segir móðirin. Hann hafi verið miklu sjokki eftir atvikið og hringt miður sín í móður sína. Ómannúðleg framkoma „Þeir fóru bara heim eftir þetta, vildu ekki vera þarna lengur. Þetta var algjörlega tilefnislaust. Hundurinn fann ekki neitt, lögreglan fann ekki neitt. Þetta er bara svo ómannúðlegt, hann var ekki með ógnandi hegðun, var ekki að gera neitt. Það þurfti ekki þessar aðgerðir.“ „Hann sagði mér bara „ég vissi ekki að svona rasismi væri til,““ segir hún spurð út í tilfinningar drengsins eftir atvikið. „Ég myndi skilja þetta ef þetta hefði verið svona random tjékk, en þetta var ekki þannig. Þetta var bara racial profiling. Það þarf ekki sex lögreglumenn til að króa hann af og ýta upp við vegg. Hann var alveg samvinnuþýður.“ Racial profiling gæti útlagst á íslensku sem „kynþáttamiðuð löggæsla“, þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Vinur drengsins, sem er hvítur, ætlaði að taka atvikið upp en var hótað af lögreglu. Lögregla leitaði ekki á honum. „Þeir snöppuðu á hann og hótuðu að fara með þá upp á stöð ef þeir væru með þetta kjaftæði. Hann náði ekki myndbandi, bara ljósmynd sem er frekar óskýr.“ Mun krefjast skýringa Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur einkennileg afskipti af drengnum. „Við höfum farið í yfirheyrslu fyrir nokkrum árum þar sem honum var ruglað saman við annan strák sem var dökkur á hörund. Það voru bara mannleg mistök en við höfum ekki lent í svona. Mér var heldur ekkert gert viðvart núna, hann er undir lögaldri. Þetta eru bara löggur með valdabrjálæði, ég upplifi það allavega þannig. Hann er bara barn og var bara hræddur.“ Hún segist ætla að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum strax á morgun til að fá skýringar á atvikinu. „Og þó svo að hann hafi verið með efni eða vopn þá þurfti aldrei sex lögregluþjóna til að halda honum upp við vegg. Fyrir utan það að hann er ekki í neinu rugli. Ég sé ekki fyrir mér að ég myndi lenda í svona á sautjánda júní. Bara af því ég er hvít,“ segir hún að lokum.
Reykjanesbær Ljósanótt Lögreglumál Kynþáttafordómar Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira