Stöð 2 Sport
Leikur Breiðabliks og Þróttar verður í beinni útsendingu sem hefst kl. 19:05. Þetta er fyrsti leikur liðanna í efri hluta Bestu deildar kvenna en Blikar verða að sækja sigur til að missa Valskonur ekki of langt fram úr sér í toppbaráttunni.
Vodafone Sport
Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport í dag.
Kl. 15:50 er það leikur Djurgarden - Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni kvenna megin og kl. 19:00 mætast Cambridge United - Reading í ensku 2. deildinni.