Fótbolti

Sjáðu þegar Belling­ham bjargaði Real enn og aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. EPA-EFE/Juan Carlos Hidalgo

Jude Bellingham bjargaði Real Madríd þegar liðið lagði Getafe 2-1 í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Skoraði hann sigurmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Bellingham hefur byrjað frábærlega á Spáni og var fyrir leik dagsins búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum. Heimamenn lentu í vandræðum snemma leiks þegar Borja Mayoral kom Getafe yfir á 11. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks á Santiago Bernabéu og heimamenn í basli.

Joselu jafnaði metin fyrir Real í upphafi síðari hálfleiks og það var svo Bellingham sem reyndist hetjan enn á ný þegar hann tryggði Real sigurinn þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Lokatölur 2-1 og Real enn með fullt hús stiga á toppi La Liga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×