Skógareldarnir á Tenerife í rénun Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. september 2023 15:08 Skógareldarnir á Tenerife hófust þann 16. ágúst en 9 dagar liðu áður en náðist að hemja þá. AP Skógareldarnir á Tenerife eru skæðustu skógareldar ársins á Spáni og þeir skæðustu á Kanaríeyjum í meira en 40 ár. Stjórnvöld á Tenerife hafa gefið út að slökkvilið hafi náð valdi á skógareldunum á norðanverðri eyjunni og að þeir muni ekki dreifast frekar. Enn loga þó eldar víða innan svæðisins. Skæðustu skógareldar ársins Þetta eru skæðustu skógareldar sumarsins á Spáni og þeir skæðustu á eyjunni í meira en 4 áratugi. Alls loguðu eldar á 14.700 hekturum lands, það eru 6% flatarmáls á Tenerife og samsvarar því að 25% flatarmáls í Madrid, höfuðborg Spánar hefði orðið eldi að bráð. Til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er þetta stærra svæði en allt flatarmál Akureyrar eða Kópavogs, og 70 sinnum stærra en Seltjarnarnes. Skemmdir á þriðjungi alls skóglendis Eldarnir hófust þann 16. ágúst og það liðu 9 dagar áður en náðist að hemja þá. Þá höfðu þeir skemmt 30% af öllu skóglendi Tenerife. Sérfræðingar segja að ein helsta ástæða þess að eldarnir breiddust svo hratt út, sé hin svokallaða Kanaríeyjafura sem sé eins og bensín fyrir eldinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá springi könglar furunnar eins og poppmaís og hraði þar með útbreiðslu eldsins. Þá hefur lítið rignt á eyjunni, eins og reyndar alls staðar á Spáni og því breiddust eldarnir enn hraðar út en ella. Enginn mannskaði af völdum eldanna Þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu geta eyjaskeggjar engu að síður verið þakklátir örlaganornunum. Alls þurftu um 13.000 manns að yfirgefa heimili sín og 2.000 dýr voru flutt á brott. Engu að síður eyðilögðu eldarnir ekki eitt einasta hús og enginn mannskaði varð af völdum eldanna. Sérfræðingar segja að það taki náttúruna nokkra áratugi að ná sér að fullu, sem dæmi má nefna að í þjóðgarðinum í kringum eldfjallið Teide á miðri eyjunni urðu 18 plöntur sem eru í útrýmingarhættu fyrir miklum skemmdum. Sömuleiðis var skarð hoggið í um 25 fuglategundir á eyjunni og 5 til 6 leðurblökutegundir. Spánn Kanaríeyjar Gróðureldar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Sjá meira
Stjórnvöld á Tenerife hafa gefið út að slökkvilið hafi náð valdi á skógareldunum á norðanverðri eyjunni og að þeir muni ekki dreifast frekar. Enn loga þó eldar víða innan svæðisins. Skæðustu skógareldar ársins Þetta eru skæðustu skógareldar sumarsins á Spáni og þeir skæðustu á eyjunni í meira en 4 áratugi. Alls loguðu eldar á 14.700 hekturum lands, það eru 6% flatarmáls á Tenerife og samsvarar því að 25% flatarmáls í Madrid, höfuðborg Spánar hefði orðið eldi að bráð. Til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er þetta stærra svæði en allt flatarmál Akureyrar eða Kópavogs, og 70 sinnum stærra en Seltjarnarnes. Skemmdir á þriðjungi alls skóglendis Eldarnir hófust þann 16. ágúst og það liðu 9 dagar áður en náðist að hemja þá. Þá höfðu þeir skemmt 30% af öllu skóglendi Tenerife. Sérfræðingar segja að ein helsta ástæða þess að eldarnir breiddust svo hratt út, sé hin svokallaða Kanaríeyjafura sem sé eins og bensín fyrir eldinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá springi könglar furunnar eins og poppmaís og hraði þar með útbreiðslu eldsins. Þá hefur lítið rignt á eyjunni, eins og reyndar alls staðar á Spáni og því breiddust eldarnir enn hraðar út en ella. Enginn mannskaði af völdum eldanna Þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu geta eyjaskeggjar engu að síður verið þakklátir örlaganornunum. Alls þurftu um 13.000 manns að yfirgefa heimili sín og 2.000 dýr voru flutt á brott. Engu að síður eyðilögðu eldarnir ekki eitt einasta hús og enginn mannskaði varð af völdum eldanna. Sérfræðingar segja að það taki náttúruna nokkra áratugi að ná sér að fullu, sem dæmi má nefna að í þjóðgarðinum í kringum eldfjallið Teide á miðri eyjunni urðu 18 plöntur sem eru í útrýmingarhættu fyrir miklum skemmdum. Sömuleiðis var skarð hoggið í um 25 fuglategundir á eyjunni og 5 til 6 leðurblökutegundir.
Spánn Kanaríeyjar Gróðureldar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Sjá meira