Fótbolti

Óttar Magnús lánaður til Vis Pesaro

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óttar Magnús Karlsson er leikmaður Venezia, en er farinn á láni til Vis Pesaro.
Óttar Magnús Karlsson er leikmaður Venezia, en er farinn á láni til Vis Pesaro. Venezia FC

Knattspyrnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson er genginn til liðs við Vis Pesaro í ítölsku C-deildinni á láni frá Venezia.

Óttar Magnús, sem er uppalinn hjá Víking, hefur verið á miklu flakki eftir að hann yfirgaf félagið fyrst árið 2013.

Hann var á mála hjá Ajax og Sparta Rotterdam í Hollandi áður en hann snéri aftir til Víkings árið 2016, en ári síðar gekk hann í Raðir Molde í Noregi. Þaðan var hann lánaður til Trelleborgs FF árið 2018 og gekk svo í raðir sænska liðsins Mjällby árið 2018. Óttar kom svo aftur heim í Víking 2019, en árið 2020 var hann keyptur til Venezia á Ítalíu.

Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Venezia og hefur verið lánaður í hin ýmsu lið á seinustu þremur árum. Þar á meðal hefur hann verið á láni hjá Siena og Virtus Francavilla í ítölsku C-deildinni og þekkir því vel til í deildinni sem hann mun nú leika í. Þá var hann einnig á láni hjá Oakland Roots í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem hann skoraði 19 mörk í 30 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×