„Það verður stormur um mestallt land“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2023 21:15 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi storminn sem gengur nú yfir landið. Stöð 2 Fyrsta haustlægðin fer yfir landið í kvöld og gular viðvaranir tóku víða gildi klukkan sjö. Björgunarsveitir hafa verið boðaðar út víða. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi haustlægðina, sem er ansi hraustleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Hún er samt ekki svo kröpp að svona lægð á sér mjög margar systur á vetri. Það sem er óvenjulegt núna er að það hefur ekki verið hvasst býsna lengi, þannig lausir munir munu fara af stað. Ég held samt ekki að hún sé nægilega kröpp til að naglfastir hlutir hreyfist mikið, en það er full ástæða til að taka lausamuni og koma þeim í skjól.“ segir Haraldur. Hann segir að stormur verði um mestallt land. „Það verður hægari vindur á Norður- og Austurlandi en það verður stormur í kvöld og nótt á Suður- og Vesturlandi en líklega fer hann að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu strax fyrir miðnætti og draga úr úrkomu. Það er úrhellisrigning í þessu en það mun draga úr rigningunni líka, þetta fer í skúrir þegar það líður á nóttina.“ Haraldur bætir við að suðvestanátt verði um helgina en að öldugangur verði í kvöldflóði á höfuðborgarsvæði. Flæðir yfir höfnina Haraldur Haraldsson aðgerðarstjóri hjá björgunarsveitinni Suðurnes segir að sveitir hafi verið boðaðar út í Reykjanesbæ en tjón sé enn sem komið er smávægilegt. Hann tók eftirfarandi myndband í kvöld við Keflavíkurhöfn: „Það hefur verið smávægilegur reytingur, ýmislegt að losna, hjólhýsi að renna til og tjaldvagnar. Sem betur fer hefur ekkert alvarlegt gerst enn. Hér er afskaplega óheppileg sjávarstaða. Keflavíkurhöfn var gjörsamlega á kafi, það flæddi alls staðar yfir,“ segir hann í samtali við Vísi. Veður Björgunarsveitir Reykjanesbær Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Sjá meira
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi haustlægðina, sem er ansi hraustleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Hún er samt ekki svo kröpp að svona lægð á sér mjög margar systur á vetri. Það sem er óvenjulegt núna er að það hefur ekki verið hvasst býsna lengi, þannig lausir munir munu fara af stað. Ég held samt ekki að hún sé nægilega kröpp til að naglfastir hlutir hreyfist mikið, en það er full ástæða til að taka lausamuni og koma þeim í skjól.“ segir Haraldur. Hann segir að stormur verði um mestallt land. „Það verður hægari vindur á Norður- og Austurlandi en það verður stormur í kvöld og nótt á Suður- og Vesturlandi en líklega fer hann að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu strax fyrir miðnætti og draga úr úrkomu. Það er úrhellisrigning í þessu en það mun draga úr rigningunni líka, þetta fer í skúrir þegar það líður á nóttina.“ Haraldur bætir við að suðvestanátt verði um helgina en að öldugangur verði í kvöldflóði á höfuðborgarsvæði. Flæðir yfir höfnina Haraldur Haraldsson aðgerðarstjóri hjá björgunarsveitinni Suðurnes segir að sveitir hafi verið boðaðar út í Reykjanesbæ en tjón sé enn sem komið er smávægilegt. Hann tók eftirfarandi myndband í kvöld við Keflavíkurhöfn: „Það hefur verið smávægilegur reytingur, ýmislegt að losna, hjólhýsi að renna til og tjaldvagnar. Sem betur fer hefur ekkert alvarlegt gerst enn. Hér er afskaplega óheppileg sjávarstaða. Keflavíkurhöfn var gjörsamlega á kafi, það flæddi alls staðar yfir,“ segir hann í samtali við Vísi.
Veður Björgunarsveitir Reykjanesbær Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Sjá meira