Með einum of marga bestu vini á heimilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2023 08:01 Oft er talað um hunda sem bestu vini mannsins. Það gildir í tilfelli Arons Gunnars og hundanna þriggja, þeirra Pablo, Brúnó og Alpha. Aron Gunnar Einn nýjasti íbúinn á Hellu bíður þess að fá að vita hvort hann geti búið áfram í bænum. Reglur um hundahald í bænum komu honum í opna skjöldu. Aron Gunnar Halldórsson er 25 ára Reykvíkingur og hundaunnandi. Hann ákvað að flytja með Öldu Marín kærustu sinni í Rangárþing ytra og kynnast sælunni á landsbyggðinni. Þar hefur þeim liðið vel þar til hann fékk ábendingu á dögunum sem hristi upp í veru fjölskyldunnar á Hellu. Honum var tilkynnt að hann mætti ekki vera með þrjá hunda á Hellu. „Mér var bent á að ég mætti ekki vera með svona marga hunda. Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Aron Gunnar í samtali við Vísi. En viti menn. Í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra frá 2012 er að finna alls konar reglur um hundahald, hvert þeir mega fara og svo fjöldann. „Óheimilt er að hafa fleiri en tvo hunda eldri en þriggja mánaða á sama heimilinu,“ segir í reglunum sem eru alls ekki einsdæmi. Svona eru reglurnar líka í Skaftárhreppi, Dalvíkurbyggð og Borgarbyggð svo dæmi séu nefnd. Í Árborg er miðað við þrjá hunda og er reglurnar ólíkar á milli sveitarfélaga hvað fjölda varðar, leyfilegar tegundir og þar fram eftir götunum. Brúnó, Alpha og Pabló bíða eftir svari sveitarstjórnar Rangárþings ytra.Aron Gunnar Aron er með Sharpay/Border collie blendinginn Brúnó, Alpha sem er Husky og Pablo sem er Rottweiler/Border collie blendingur. Hann sendi því beiðni á byggðarráð um að fá að hafa þrjá hunda á heimili sínu. Byggðaráð tók vel í beiðnina, leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og um leið að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð. Sveitarstjórn Rangárþings ytra kemur saman til fundar annan miðvikudag í mánuði. Aron Gunnar bíður því eftir svari sveitarstjórnar sem hann treystir á að verði jákvætt. „Ég ætla rétt að vona það, annars þarf ég að flytja héðan,“ segir Aron Gunnar. Um ástæður þess að flytja á Hellu segir hann: „Mig langaði að komast í frið í sveitina,“ segir Aron. Friðinn hafi hann fundið og lífið sé rólegra en í annríkinu á höfuðborgarsvæðinu. Rangárþing ytra Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Aron Gunnar Halldórsson er 25 ára Reykvíkingur og hundaunnandi. Hann ákvað að flytja með Öldu Marín kærustu sinni í Rangárþing ytra og kynnast sælunni á landsbyggðinni. Þar hefur þeim liðið vel þar til hann fékk ábendingu á dögunum sem hristi upp í veru fjölskyldunnar á Hellu. Honum var tilkynnt að hann mætti ekki vera með þrjá hunda á Hellu. „Mér var bent á að ég mætti ekki vera með svona marga hunda. Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Aron Gunnar í samtali við Vísi. En viti menn. Í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra frá 2012 er að finna alls konar reglur um hundahald, hvert þeir mega fara og svo fjöldann. „Óheimilt er að hafa fleiri en tvo hunda eldri en þriggja mánaða á sama heimilinu,“ segir í reglunum sem eru alls ekki einsdæmi. Svona eru reglurnar líka í Skaftárhreppi, Dalvíkurbyggð og Borgarbyggð svo dæmi séu nefnd. Í Árborg er miðað við þrjá hunda og er reglurnar ólíkar á milli sveitarfélaga hvað fjölda varðar, leyfilegar tegundir og þar fram eftir götunum. Brúnó, Alpha og Pabló bíða eftir svari sveitarstjórnar Rangárþings ytra.Aron Gunnar Aron er með Sharpay/Border collie blendinginn Brúnó, Alpha sem er Husky og Pablo sem er Rottweiler/Border collie blendingur. Hann sendi því beiðni á byggðarráð um að fá að hafa þrjá hunda á heimili sínu. Byggðaráð tók vel í beiðnina, leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og um leið að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð. Sveitarstjórn Rangárþings ytra kemur saman til fundar annan miðvikudag í mánuði. Aron Gunnar bíður því eftir svari sveitarstjórnar sem hann treystir á að verði jákvætt. „Ég ætla rétt að vona það, annars þarf ég að flytja héðan,“ segir Aron Gunnar. Um ástæður þess að flytja á Hellu segir hann: „Mig langaði að komast í frið í sveitina,“ segir Aron. Friðinn hafi hann fundið og lífið sé rólegra en í annríkinu á höfuðborgarsvæðinu.
Rangárþing ytra Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira