Með einum of marga bestu vini á heimilinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2023 08:01 Oft er talað um hunda sem bestu vini mannsins. Það gildir í tilfelli Arons Gunnars og hundanna þriggja, þeirra Pablo, Brúnó og Alpha. Aron Gunnar Einn nýjasti íbúinn á Hellu bíður þess að fá að vita hvort hann geti búið áfram í bænum. Reglur um hundahald í bænum komu honum í opna skjöldu. Aron Gunnar Halldórsson er 25 ára Reykvíkingur og hundaunnandi. Hann ákvað að flytja með Öldu Marín kærustu sinni í Rangárþing ytra og kynnast sælunni á landsbyggðinni. Þar hefur þeim liðið vel þar til hann fékk ábendingu á dögunum sem hristi upp í veru fjölskyldunnar á Hellu. Honum var tilkynnt að hann mætti ekki vera með þrjá hunda á Hellu. „Mér var bent á að ég mætti ekki vera með svona marga hunda. Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Aron Gunnar í samtali við Vísi. En viti menn. Í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra frá 2012 er að finna alls konar reglur um hundahald, hvert þeir mega fara og svo fjöldann. „Óheimilt er að hafa fleiri en tvo hunda eldri en þriggja mánaða á sama heimilinu,“ segir í reglunum sem eru alls ekki einsdæmi. Svona eru reglurnar líka í Skaftárhreppi, Dalvíkurbyggð og Borgarbyggð svo dæmi séu nefnd. Í Árborg er miðað við þrjá hunda og er reglurnar ólíkar á milli sveitarfélaga hvað fjölda varðar, leyfilegar tegundir og þar fram eftir götunum. Brúnó, Alpha og Pabló bíða eftir svari sveitarstjórnar Rangárþings ytra.Aron Gunnar Aron er með Sharpay/Border collie blendinginn Brúnó, Alpha sem er Husky og Pablo sem er Rottweiler/Border collie blendingur. Hann sendi því beiðni á byggðarráð um að fá að hafa þrjá hunda á heimili sínu. Byggðaráð tók vel í beiðnina, leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og um leið að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð. Sveitarstjórn Rangárþings ytra kemur saman til fundar annan miðvikudag í mánuði. Aron Gunnar bíður því eftir svari sveitarstjórnar sem hann treystir á að verði jákvætt. „Ég ætla rétt að vona það, annars þarf ég að flytja héðan,“ segir Aron Gunnar. Um ástæður þess að flytja á Hellu segir hann: „Mig langaði að komast í frið í sveitina,“ segir Aron. Friðinn hafi hann fundið og lífið sé rólegra en í annríkinu á höfuðborgarsvæðinu. Rangárþing ytra Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Aron Gunnar Halldórsson er 25 ára Reykvíkingur og hundaunnandi. Hann ákvað að flytja með Öldu Marín kærustu sinni í Rangárþing ytra og kynnast sælunni á landsbyggðinni. Þar hefur þeim liðið vel þar til hann fékk ábendingu á dögunum sem hristi upp í veru fjölskyldunnar á Hellu. Honum var tilkynnt að hann mætti ekki vera með þrjá hunda á Hellu. „Mér var bent á að ég mætti ekki vera með svona marga hunda. Mér fannst þetta mjög skrýtið,“ segir Aron Gunnar í samtali við Vísi. En viti menn. Í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra frá 2012 er að finna alls konar reglur um hundahald, hvert þeir mega fara og svo fjöldann. „Óheimilt er að hafa fleiri en tvo hunda eldri en þriggja mánaða á sama heimilinu,“ segir í reglunum sem eru alls ekki einsdæmi. Svona eru reglurnar líka í Skaftárhreppi, Dalvíkurbyggð og Borgarbyggð svo dæmi séu nefnd. Í Árborg er miðað við þrjá hunda og er reglurnar ólíkar á milli sveitarfélaga hvað fjölda varðar, leyfilegar tegundir og þar fram eftir götunum. Brúnó, Alpha og Pabló bíða eftir svari sveitarstjórnar Rangárþings ytra.Aron Gunnar Aron er með Sharpay/Border collie blendinginn Brúnó, Alpha sem er Husky og Pablo sem er Rottweiler/Border collie blendingur. Hann sendi því beiðni á byggðarráð um að fá að hafa þrjá hunda á heimili sínu. Byggðaráð tók vel í beiðnina, leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt og um leið að samþykkt um hunda- og kattahald verði endurskoðuð. Sveitarstjórn Rangárþings ytra kemur saman til fundar annan miðvikudag í mánuði. Aron Gunnar bíður því eftir svari sveitarstjórnar sem hann treystir á að verði jákvætt. „Ég ætla rétt að vona það, annars þarf ég að flytja héðan,“ segir Aron Gunnar. Um ástæður þess að flytja á Hellu segir hann: „Mig langaði að komast í frið í sveitina,“ segir Aron. Friðinn hafi hann fundið og lífið sé rólegra en í annríkinu á höfuðborgarsvæðinu.
Rangárþing ytra Hundar Gæludýr Dýr Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira