Thaksin sneri heim úr fimmtán ára sjálfskipaðri útlegð í síðustu viku. Hann var þá þegar færður í fangelsi en var fljótt fluttur á sjúkrahús vegna heilsubrests.
Ákvörðun Maha Vajiralongkorn konungs um að stytta fangelsisdóm hans var birt í konunglegum stjórnartíðindum í dag og tekur strax gildi, að sögn AP-fréttastofunnar.
Herinn steypti Thaksin af stóli í valdaráni árið 2006. Hann flúði land tveimur árum síðar þegar hann stóð frammi fyrir ákæru vegna spillingar og óhollustu við konungsfjölskylduna sem hann sagði að ætti sér pólitískar rætur.