Ráðherra Málaflokksins hafður fyrir rangri sök Mörður Áslaugarson skrifar 1. september 2023 08:01 Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Ég var mjög efins um hvort ég ætti að fallast á að taka þátt í þessu samsæti þrátt fyrir að ég hafi verið á togurum hér á árum áður og að sjávarútvegsmál séu mitt aðaláhugamál í stjórnmálum. Ég hef áður setið í nefnd með svipað markmið undir forystu Þorsteins Pálssonar sem reyndist alger tímasóun og var eiginlega handviss um að samsæti þetta yrði álíka árangurslítið, bara fleiri í kaffinu og því enn erfiðara að taka skref til framfara. Borgaraleg skyldurækni varð þó ofan á og ég féllst á að sitja í nefndinni. Hið eiginlega starf var unnið í fjórum starfshópum um „samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri“ í sjávarútvegi. Við í samráðsnefndinni fengum að fylgjast með starfinu, varpa fram spurningum og ljá máls á skoðunum okkar. Það var ekki óáþekkt því að kasta flöskuskeyti í grængolandi hafið á Halamiðum og vonast eftir að Ráðherra Málaflokksins fyndi flöskuna í fjöru. En við sem mættum þarna létum okkur hafa það. Kaffi var drukkið. Yfirstéttarlobbýistar stormuðu á dyr með hælasmellum þegar sauðsvartur almúginn gerðist of uppivöðslusamur og fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka skreyttu herlegheitin með fjarveru sinni. Allt eins og í fögrum draumi. Svo var þetta allt í einu búið. Þverhandarþykkur doðrantur, sá fyrsti af þremur, var orðinn að prentuðum veruleika og á síðu 86 gat eftirfarandi að líta: „Tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði“, og neðar á sömu síðu: „Látið yrði reyna á uppboð með litlum hluta aflaheimilda í upphafi.“ Við sjálft lá að mér svelgdist á snittunni sem boðið var upp á í rapp-partíinu sem haldið var með lúðrablæstri og ræðuhöldum á fínu hóteli til að slá botninn í kaffisamsætin. Engu var líkara en að Ráðherra Málaflokksins hefði tekið upp flösku í fjöruborði og lesið sér til gagns það sem í henni stóð. Og ekki nóg með það. Stefnt skyldi að því að taka skref til aukins gagnsæis í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja, kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í sjávarútvegi og auka gagnsæi um viðskipti með aflaheimildir. Ég neyðist til að játa að ég hef haft Ráðherra Málaflokksins fyrir rangri sök. Langvarandi trompetblástur í nærumhverfi hennar virðist enn ekki hafa gert hana með öllu heyrnarlausa og hún hefur skrifað í doðrantinn nokkur atriði sem við hrópendur í eyðimörk atvinnulobbýismans vildum gjarna sjá í honum. Guð láti á gott vita. Mér er þó stórlega til efs að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka verði fjarverandi fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar til kasta Alþingis kemur. Þeirra hlutverk er að brenna eldi þá sprota sem upp af starfi þessu kunna að spretta og salta í svörðinn svo ekkert fái þar þrifist framar. En hver veit? Kannski tekst að bjarga fáeinum nástráum vonarinnar um að þessi guðsvolaða þjóð hætti að leggja til ókeypis framleiðsluþætti til atvinnustarfsemi auðugustu Íslendinga sögunnar. Höfundur er Pírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra var ég var beðinn um að sitja í samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu fyrir hönd Pírata. Ráðherra Málaflokksins vildi stefna sem nemur heilu þorpi á landsbyggðinni til reglulegrar kaffidrykkju svo hægt væri að ræða sjávarútvegsmál að spýjustokkum. Ég var mjög efins um hvort ég ætti að fallast á að taka þátt í þessu samsæti þrátt fyrir að ég hafi verið á togurum hér á árum áður og að sjávarútvegsmál séu mitt aðaláhugamál í stjórnmálum. Ég hef áður setið í nefnd með svipað markmið undir forystu Þorsteins Pálssonar sem reyndist alger tímasóun og var eiginlega handviss um að samsæti þetta yrði álíka árangurslítið, bara fleiri í kaffinu og því enn erfiðara að taka skref til framfara. Borgaraleg skyldurækni varð þó ofan á og ég féllst á að sitja í nefndinni. Hið eiginlega starf var unnið í fjórum starfshópum um „samfélag, aðgengi, umgengni og tækifæri“ í sjávarútvegi. Við í samráðsnefndinni fengum að fylgjast með starfinu, varpa fram spurningum og ljá máls á skoðunum okkar. Það var ekki óáþekkt því að kasta flöskuskeyti í grængolandi hafið á Halamiðum og vonast eftir að Ráðherra Málaflokksins fyndi flöskuna í fjöru. En við sem mættum þarna létum okkur hafa það. Kaffi var drukkið. Yfirstéttarlobbýistar stormuðu á dyr með hælasmellum þegar sauðsvartur almúginn gerðist of uppivöðslusamur og fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka skreyttu herlegheitin með fjarveru sinni. Allt eins og í fögrum draumi. Svo var þetta allt í einu búið. Þverhandarþykkur doðrantur, sá fyrsti af þremur, var orðinn að prentuðum veruleika og á síðu 86 gat eftirfarandi að líta: „Tilraun með leigu aflahlutdeildar á markaði“, og neðar á sömu síðu: „Látið yrði reyna á uppboð með litlum hluta aflaheimilda í upphafi.“ Við sjálft lá að mér svelgdist á snittunni sem boðið var upp á í rapp-partíinu sem haldið var með lúðrablæstri og ræðuhöldum á fínu hóteli til að slá botninn í kaffisamsætin. Engu var líkara en að Ráðherra Málaflokksins hefði tekið upp flösku í fjöruborði og lesið sér til gagns það sem í henni stóð. Og ekki nóg með það. Stefnt skyldi að því að taka skref til aukins gagnsæis í eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja, kortleggja eigna- og stjórnunartengsl í sjávarútvegi og auka gagnsæi um viðskipti með aflaheimildir. Ég neyðist til að játa að ég hef haft Ráðherra Málaflokksins fyrir rangri sök. Langvarandi trompetblástur í nærumhverfi hennar virðist enn ekki hafa gert hana með öllu heyrnarlausa og hún hefur skrifað í doðrantinn nokkur atriði sem við hrópendur í eyðimörk atvinnulobbýismans vildum gjarna sjá í honum. Guð láti á gott vita. Mér er þó stórlega til efs að fulltrúar sjálfstæðis- og framsóknarflokka verði fjarverandi fyrir hönd umbjóðenda sinna þegar til kasta Alþingis kemur. Þeirra hlutverk er að brenna eldi þá sprota sem upp af starfi þessu kunna að spretta og salta í svörðinn svo ekkert fái þar þrifist framar. En hver veit? Kannski tekst að bjarga fáeinum nástráum vonarinnar um að þessi guðsvolaða þjóð hætti að leggja til ókeypis framleiðsluþætti til atvinnustarfsemi auðugustu Íslendinga sögunnar. Höfundur er Pírati.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar