Áttaði sig á því að börnin höfðu ekki fengið sömu upplifanir Máni Snær Þorláksson skrifar 31. ágúst 2023 20:38 Haraldur Þorleifsson segist spenntur fyrir því að sýna börnunum sínum Ísland. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, vígði ramp númer átta hundruð á Egilsstöðum í dag. Hann segist hlakka til að geta sýnt börnunum sínum Ísland, það hafi ekki verið auðvelt áður en verkefnið hófst. „Ég á mjög fallegar minningar um að ferðast um landið með fjölskyldunni minni þegar ég var yngri,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu. Haraldur minnist þess til að mynda að upplifa langar sumarnætur í fallegri náttúru og fá sér pylsu í bæjarsjoppum landsins. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að börnin mín hafa ekki fengið þessar upplifanir,“ segir hann. „Við fjölskyldan höfum ekki getað ferðast um landið þar sem aðgengið hefur ekki verið nógu gott. Þúsundir aðrir einstaklingar og fjölskyldur eru í sömu stöðu. Mig hlakkar mikið til að byrja að sýna krökkunum fallega landið okkar.“ Frá vígslu átta hundraðasta rampsins á Egilsstöðum í dag.Aðsend „Ótrúlegur árangur“ Sem fyrr segir var átta hundraðasti rampurinn vígður á Egilsstöðum í dag. Ríkisstjórnin fundaði þar í dag og mætti á athöfnina að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræður. „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu. Átakið hafi ekki síður vakið fólk til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu. „Bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra.“ Fyrstu þúsund ramparnir á undan áætlun Verkefnið Römpum upp Ísland fór af stað árið 2022 með það að markmiði að bæta aðgengi um allt land. Upphaflega stóð til að byggja þúsund rampa á fjórum árum en nú stefnir í að fyrstu þúsund ramparnir verði kláraðir á næstu mánuðum. Sökum þess hve vel hefur gengið var ákveðið að hækka markmiðið um fimm hundruð rampa. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í fyrra þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti stal senunni. Haraldur segir að lokum að það sé frábært að sjá móttökurnar við verkefninu eftir að það fór af stað. „Allt samfélagið hefur komið saman og það hefur skilað sér í þessum frábæra árangri.“ Félagsmál Múlaþing Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Ég á mjög fallegar minningar um að ferðast um landið með fjölskyldunni minni þegar ég var yngri,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu. Haraldur minnist þess til að mynda að upplifa langar sumarnætur í fallegri náttúru og fá sér pylsu í bæjarsjoppum landsins. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að börnin mín hafa ekki fengið þessar upplifanir,“ segir hann. „Við fjölskyldan höfum ekki getað ferðast um landið þar sem aðgengið hefur ekki verið nógu gott. Þúsundir aðrir einstaklingar og fjölskyldur eru í sömu stöðu. Mig hlakkar mikið til að byrja að sýna krökkunum fallega landið okkar.“ Frá vígslu átta hundraðasta rampsins á Egilsstöðum í dag.Aðsend „Ótrúlegur árangur“ Sem fyrr segir var átta hundraðasti rampurinn vígður á Egilsstöðum í dag. Ríkisstjórnin fundaði þar í dag og mætti á athöfnina að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræður. „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu. Átakið hafi ekki síður vakið fólk til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu. „Bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra.“ Fyrstu þúsund ramparnir á undan áætlun Verkefnið Römpum upp Ísland fór af stað árið 2022 með það að markmiði að bæta aðgengi um allt land. Upphaflega stóð til að byggja þúsund rampa á fjórum árum en nú stefnir í að fyrstu þúsund ramparnir verði kláraðir á næstu mánuðum. Sökum þess hve vel hefur gengið var ákveðið að hækka markmiðið um fimm hundruð rampa. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í fyrra þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti stal senunni. Haraldur segir að lokum að það sé frábært að sjá móttökurnar við verkefninu eftir að það fór af stað. „Allt samfélagið hefur komið saman og það hefur skilað sér í þessum frábæra árangri.“
Félagsmál Múlaþing Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira