Stjórnarflokkarnir undirbúa hrókeringar í fastanefndum þingsins Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2023 16:38 Bjarni, Bjarkey og Bryndís hafa farið með formennsku í nefndum þingsins það sem af er kjörtímabili. Nú verður stokkað upp. Vísir/Vilhelm Hrist verður upp í fastanefndum Alþingis fljótlega eftir að þing kemur saman þann 12. september þar sem nefndarformennska í einstaka nefndum mun flytjast á milli stjórnarflokka. Þannig mun formennska í fjárlaganefnd samkvæmt heimildum fréttastofu færast til Framsóknarmanna og Sjálfstæðismenn taka við formennsku í utanríkismálanefnd. Við endurnýjun stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar árið 2021 var ákveðið að á miðju kjörtímabili yrðu gerðar breytingar á nefndarsetu og hefur undirbúningur þess staðið yfir á stjórnarheimilinu síðustu vikurnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun formennska í fjárlaganefnd færast til Framsóknarflokksins en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur farið með formennsku í nefndinni það sem af er kjörtímabili. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mun láta af nefndarformennsku í utanríkismálanefnd, en formennska í nefndinni mun færast til þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Vinstri grænna munu á móti taka við formennsku í velferðarnefnd, þar sem Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur farið með formennsku, og sömuleiðis í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokki, hefur farið með formennsku. Formennska í allsherjar- og menntamálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd verður áfram á hendi Sjálfstæðismanna, en Bryndís Haraldsdóttir hefur farið með formennsku í þeirri fyrrnefndu og Guðrún Hafsteinsdóttir í þeirri síðarnefndu. Guðrún lét af formennsku í nefndinni þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumar. Formennska í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður áfram á könnu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið þar með formennsku. Alþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og fer stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fram miðvikudagskvöldið 13. september. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 fer fram fimmtudaginn 14. september og heldur áfram föstudaginn 15. september. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Við endurnýjun stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar árið 2021 var ákveðið að á miðju kjörtímabili yrðu gerðar breytingar á nefndarsetu og hefur undirbúningur þess staðið yfir á stjórnarheimilinu síðustu vikurnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun formennska í fjárlaganefnd færast til Framsóknarflokksins en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur farið með formennsku í nefndinni það sem af er kjörtímabili. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mun láta af nefndarformennsku í utanríkismálanefnd, en formennska í nefndinni mun færast til þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Vinstri grænna munu á móti taka við formennsku í velferðarnefnd, þar sem Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur farið með formennsku, og sömuleiðis í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokki, hefur farið með formennsku. Formennska í allsherjar- og menntamálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd verður áfram á hendi Sjálfstæðismanna, en Bryndís Haraldsdóttir hefur farið með formennsku í þeirri fyrrnefndu og Guðrún Hafsteinsdóttir í þeirri síðarnefndu. Guðrún lét af formennsku í nefndinni þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumar. Formennska í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður áfram á könnu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið þar með formennsku. Alþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og fer stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fram miðvikudagskvöldið 13. september. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 fer fram fimmtudaginn 14. september og heldur áfram föstudaginn 15. september.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira