„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2023 12:35 Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtakanna. Hún segir leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni. Stöð 2 „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. Katrín segist þó ekki vera á því að þetta verði endilega niðurstaðan. „Ég held að það séu nú ýmsir sem séu að reyna að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að við lendum í þeim augljósa orðsporshnekki sem yfirvofandi er ef við höldum þessum veiðum áfram.“ Svandís tilkynnti í hádeginu að hún ætli að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað sé að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni verði brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Hefði átt að standa betur með fyrri ákvörðun Katrín segir að sér þyki leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni, en fyrr í sumar frestaði veiðum til loka ágústmánaðar. „Ég hef skoðað þessa skýrslu starfshóps lítillega og í raun finnst mér að þar sé bara verið að fjalla um það sem Hvalur segist ætla að gera og segist geta gert án þess að sannleiksgildið sé rannsakað sérstaklega. Við erum bara að horfa fram á það að Kristján Loftsson sé að fara að senda langreyðum raflost ofan á allt annað. Ég held að við séum að missa svakalega sjónar af stóru myndinni, bæði hvað varðar náttúruna – að við séum hluti af vistkerfi jarðar – og líka hvað varðar orðsporsáættuna sem við erum að taka sem samfélag.“ Sjálfmiðaður fókus Katrín segist sömuleiðis hrygg og það vera sorglegt að heyra fólk segja að hér sé hvort eð er nóg af ferðamönnum eða að einhverjir útlendingar eigi ekki að segja okkur fyrir verkum. „Þetta snýst um að skilja að við séum hluti af heildarsamhenginu og að þær ákvarðanir sem eru teknar hér hafa áhrif á vistkerfi alls staðar og þar með mannfólk alls staðar. Við þurfum kannski svolítið að taka þennan sjálfmiðaða fókus niður um nokkrar tommur,“ segir Katrín. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Katrín segist þó ekki vera á því að þetta verði endilega niðurstaðan. „Ég held að það séu nú ýmsir sem séu að reyna að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að við lendum í þeim augljósa orðsporshnekki sem yfirvofandi er ef við höldum þessum veiðum áfram.“ Svandís tilkynnti í hádeginu að hún ætli að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað sé að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni verði brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Hefði átt að standa betur með fyrri ákvörðun Katrín segir að sér þyki leitt að Svandís hafi ekki staðið betur með fyrri ákvörðun sinni, en fyrr í sumar frestaði veiðum til loka ágústmánaðar. „Ég hef skoðað þessa skýrslu starfshóps lítillega og í raun finnst mér að þar sé bara verið að fjalla um það sem Hvalur segist ætla að gera og segist geta gert án þess að sannleiksgildið sé rannsakað sérstaklega. Við erum bara að horfa fram á það að Kristján Loftsson sé að fara að senda langreyðum raflost ofan á allt annað. Ég held að við séum að missa svakalega sjónar af stóru myndinni, bæði hvað varðar náttúruna – að við séum hluti af vistkerfi jarðar – og líka hvað varðar orðsporsáættuna sem við erum að taka sem samfélag.“ Sjálfmiðaður fókus Katrín segist sömuleiðis hrygg og það vera sorglegt að heyra fólk segja að hér sé hvort eð er nóg af ferðamönnum eða að einhverjir útlendingar eigi ekki að segja okkur fyrir verkum. „Þetta snýst um að skilja að við séum hluti af heildarsamhenginu og að þær ákvarðanir sem eru teknar hér hafa áhrif á vistkerfi alls staðar og þar með mannfólk alls staðar. Við þurfum kannski svolítið að taka þennan sjálfmiðaða fókus niður um nokkrar tommur,“ segir Katrín.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54 Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Hvalveiðivertíðin hefst á morgun með hertum skilyrðum Hvalveiðar geta hafist á morgun en með hertum skilyrðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að setja nýja reglugerð í dag sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. 31. ágúst 2023 11:54
Vaktin: Hvalveiðar hefjast að nýju Hvalveiðar hefjast á ný á morgun. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti í dag ákvörðun sína um hvalveiðar sem verða með strangara eftirlit en áður. 31. ágúst 2023 09:52
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent