Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin þegar KA-menn unnu í Krikanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk gegn FH.
Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk gegn FH. Vísir/Hulda Margrét

KA á enn möguleika á að komast í efri hluta Bestu deildar karla þegar deildinni verður skipt upp í tvennt eftir 0-3 útisigur á FH í Kaplakrika í gær. Um var að ræða frestaðan leik úr 14. umferð.

KA er með 28 stig í 7. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Stjörnunni, FH og KR sem eru í sætum 4-6. KA-menn eru með átta mörk í mínus en KR-ingar sjö og FH-ingar fimm. Stjörnumenn eru með sautján mörk í plús og nánast öruggir með sæti í efri hlutanum. Í 22. umferðinni á sunnudaginn mætir KA Fylki í Árbænum.

FH byrjaði leikinn í gær betur en KA komst yfir á 31. mínútu þegar Jóan Símun Edmundsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Akureyringa eftir sendingu frá Ásgeiri Sigurgeirssyni.

Í uppbótartíma fyrri hálfleik kom Elfar Árni Aðalsteinsson KA-mönnum í 0-2 með skoti í stöng og inn eftir fyrirgjöf frá Harley Willard. 

Elfar Árni skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark KA með frábæru skoti í fjærhornið á 56. mínútu og gulltryggði sigur gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og KA fagnaði öruggum 0-3 sigri.

Klippa: FH 0-3 KA

Mörkin úr leik FH og KA má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×