Viðskipti innlent

At­lants­olía á raf­orku­sölu­markað

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Atlantsolía er móðurfélag Atlantsorku.
Atlantsolía er móðurfélag Atlantsorku. Vísir/Vilhelm

Atlan­tsorka hefur hafið sölu á raf­magni til heimila og fyrir­tækja um land allt og er þar með nýtt fyrir­tæki á raf­orku­sölu­markaði. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Þar segir að At­lantsorka sé dóttur­fé­lag At­lants­olíu, sem meðal annars hafi verið stofnað til að bjóða við­skipta­vinum upp á fjöl­breyttari orku­gjafa í ljósi þróunar á sam­setningu bíla­flotans. Fyrsta skrefið á þeirri veg­ferð sé sala raf­magns til heimila og fyrir­tækja sem hófst fyrr í sumar.

„Mark­mið fé­lagsins eru kunnug­leg og í takt við gildi móður­skipsins, að bjóða á­vallt hag­stætt og sam­keppnis­hæft verð til neyt­enda, lág­marks yfir­byggingu og ein­fald­leika í þjónustu – sem sagt já­kvæðari orku fyrir heimili og fyrir­tæki í landinu,“ segir Guð­rún Ragnar Garðars­dóttir, for­stjóri At­lants­olíu í til­kynningu.

Þar segir að hægt sé að finna upp­lýsingar um raf­orku­verð og svör við helstu spurningum á vef At­lantsorku. Jafn­framt sé hægt að skrá sig í við­skipti á ein­faldan máta með raf­rænum skil­ríkjum. Tekið er fram í til­kynningunni að auð­velt sé að skipta um raf­orku­sölu­fyrir­tæki, því fylgi lítil sem engin röskun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×