Fangar í hungurverkfalli hætt komnir: „Mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 19:31 Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir tilfellum þar sem fangar fara í hungurverkfall hafa fjölgað undanfarin ár, auk þess sem tilfellin séu nú alvarlegri. Í sumum tilfellum hafa fangar verið hætt komnir vegna alvarlegs næringarskorts. Vísir/Sigurjón/Vilhelm Hungurverkföllum fanga hér á landi hefur fjölgað undanfarin ár. Fangelsismálastjóri segir tilfellin nú alvarlegri og sláandi en dæmi eru um að menn hafi orðið mjög alvarlega veikir vegna næringarskorts. Hungurverkföll í fangelsum landsins hafa hingað til ekki verið algeng. Að sögn fangelsismálastjóra hafa komið upp eitt og eitt mál á margra ára fresti en fæst þeirra hafa varað lengi. „Þróunin hefur hinsvegar verið sú síðustu ár að þetta eru alvarlegri mál,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Sláandi og erfið tilfelli Síðast fór fangi í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Að meðaltali hafa komið upp tvö mál á ári síðustu fjögur ár Páll segir sum tilfellanna hafa verið sláandi og erfið viðureignar. „Það er einfaldlega þannig að menn missa mátt, verða þreyttir og að lokum verður meðvitund skert. Það er auðvitað átakanlegt að horfa upp á það án þess að geta brugðist við. En blessunarlega hefur þetta hingað til ekki endað með andláti og vonumst til að það haldi áfram þannig. Þetta er mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma.“ Ekki um einsleitan hóp fólks að ræða Fangaverðir og fangelsismálastofnun hafa ekki heimildir til að neyða fólk til að neyta matar eða drykkjar, sé það metið andlega heilbrigt. Páll segir mjög stíft eftirlit með föngum við slíkar aðstæður. Síðast fór fangi á Hólmsheiði í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Við höfum samband við lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem vinna ekki hjá okkur en þau sinna þessum málum þegar þau koma upp. Okkar verkefni er að hlúa að viðkomandi og tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Við vitum eftir að hafa ráðfært okkur við ýmsa aðila, hvað við megum og megum ekki.“ En hvort heilbrigðisyfirvöld eiga að fá frekari heimildir til að neyða fólk til að neita matar eða drykkjar, það er kannski ekki mitt að hafa skoðun á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er í sumum tilfellum um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun með þessum hætti. Páll segir fanga sem gripið hafa til hungurverkfalla undanfarin ár af ýmsum þjóðernum. Íslendingar séu þar á meðal. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Hungurverkföll í fangelsum landsins hafa hingað til ekki verið algeng. Að sögn fangelsismálastjóra hafa komið upp eitt og eitt mál á margra ára fresti en fæst þeirra hafa varað lengi. „Þróunin hefur hinsvegar verið sú síðustu ár að þetta eru alvarlegri mál,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. „Þetta eru um það bil tvö tilvik á ári þar sem einstaklingar eru jafnvel mjög langt leiddir og eru alvarlega veikir vegna næringarskorts.“ Sláandi og erfið tilfelli Síðast fór fangi í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Að meðaltali hafa komið upp tvö mál á ári síðustu fjögur ár Páll segir sum tilfellanna hafa verið sláandi og erfið viðureignar. „Það er einfaldlega þannig að menn missa mátt, verða þreyttir og að lokum verður meðvitund skert. Það er auðvitað átakanlegt að horfa upp á það án þess að geta brugðist við. En blessunarlega hefur þetta hingað til ekki endað með andláti og vonumst til að það haldi áfram þannig. Þetta er mjög óhugnalegt fyrir alla sem að þessu koma.“ Ekki um einsleitan hóp fólks að ræða Fangaverðir og fangelsismálastofnun hafa ekki heimildir til að neyða fólk til að neyta matar eða drykkjar, sé það metið andlega heilbrigt. Páll segir mjög stíft eftirlit með föngum við slíkar aðstæður. Síðast fór fangi á Hólmsheiði í hungurverkfall fyrr á þessu ári. Vísir/Vilhelm „Við höfum samband við lækna og heilbrigðisstarfsfólk sem vinna ekki hjá okkur en þau sinna þessum málum þegar þau koma upp. Okkar verkefni er að hlúa að viðkomandi og tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Við vitum eftir að hafa ráðfært okkur við ýmsa aðila, hvað við megum og megum ekki.“ En hvort heilbrigðisyfirvöld eiga að fá frekari heimildir til að neyða fólk til að neita matar eða drykkjar, það er kannski ekki mitt að hafa skoðun á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu er í sumum tilfellum um að ræða hælisleitendur að mótmæla brottvísun með þessum hætti. Páll segir fanga sem gripið hafa til hungurverkfalla undanfarin ár af ýmsum þjóðernum. Íslendingar séu þar á meðal.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira