„Fæ bara gæsahúð og tár í augun að hugsa um þetta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2023 10:31 Lífið breyttist sannarlega þegar Jón fékk heyrnartæki. Visir/ívar Grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur glímt við skerta heyrn um árabil. Hann segir að það sé tími til kominn að ræða opinskátt um heyrnarskerðingu og það eigi ekki að vera feimnismál að nota heyrnartæki til að heyra frekar en sjónskertir noti gleraugu til að sjá betur. Jón segir að hans heyrnarskerðing hafi byrjað upp úr þrítugu og að árið 2010, þegar hann var kominn á fimmtugsaldur hafi hann fyrst látið mæla heyrnina. „Þá er ég borgarstjóri Reykjavíkur og er oft í aðstæðum þar sem ég þarf að heyra hvað fólk hefur að segja. Ég þarf að hlusta og ég finn að ég á stundum í erfiðleikum með það. Sérstaklega í ákveðnum tegundum af aðstæðum. Til dæmis í opnum rýmum þar sem er mikið bergmál og þegar fólk er í sal þá á ég bara oft erfitt að heyra hvað fólk hefur að segja. Þá fer ég í heyrnarmælingu og það var svona óformlega heyrnarmæling. Þá kemur út að ég er með mjög skerta heyrn á vinstra eyra. Ég tímdi í raun bara að kaupa eitt heyrnartæki þar sem þetta var svo dýrt. Ég var þarna með eitt heyrnartæki sem reddaði mér í ákveðnum aðstæðum, aðstæður sem voru vanalega ómögulegar,“ segir Jón sem rifjar síðan upp atvik sem átti sér stað á ráðstefnu í Vínarborg árið 2015. Greip nokkur stikkorð „Ég sat við pallborð með fimm öðrum einstaklingum í svona gömlum sal sem bergmálaða alveg svakalega í. Ég sat þarna í salnum og ég heyrði ekki neitt í neinum. Ég greip nokkur stikkorð og gat feikað mig í gegnum þetta og kinkaði stundum kolli. Ég fékk þrjár spurningar úr sal og ég heyrði enga þeirra en ég náði að redda mér út úr þessu, að minnsta kosti var klappað fyrir mér,“ segir Jón sem fór strax í kjölfarið í alvöru heyrnarmælingu þegar heim var komið. Hann segir að upplifunin að fá heyrnartæki á báðum eyrum hafi verið svipuð því og að fá gleraugu í fyrsta sinn. „Ég gleymi aldrei þegar ég var ellefu ára og setti í fyrsta sinn upp gleraugu. Ég fæ bara gæsahúð og tár í augun að hugsa um þetta. Þetta bara gjörbreytti lífi mínu. Þetta ljós sem ég sá alltaf í loftinu voru ljósastaurar, ég hafði bara skynjað þetta en vissi ekkert hvað þetta var. Með heyrnartækinu þá breyttust samskiptin mín við fólk. Og ég áttaði mig á því að ég var ómeðvitað búinn að draga mig úr aðstæðum þar sem samskipti voru mikil, eins og að fara út að borða með fólki.“ Eins og hann lýsir þá jukust lífsgæði hans til muna eftir að hann fékk heyrnartæki og upplifun af hinum ýmsu hlutum breyttust. „Eins og eitt sem ég hef haft mjög gaman af er að fara í sund og í heita pottinn. Mér finnst það gaman og það er hluti af þeim kúltúr sem ég lifi við að vera á Íslandi en ég hef verið að koma mér frá því. Ég hef ekki getað farið með heyrnartæki og í þessum pottum er svona sullhljóð, gjarnan börn að tala og fólk er að reyna tala við mig og ég heyri ekki neitt. Maður fer í raun að verða rosalega góður að lesa varir en núna með nýrri tegund af heyrnartækjum sem hafa vatnsvörn þá get ég aftur farið að gera þetta,“ segir Jón. Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Jón Gnarr veit hvernig á að redda ruslinu Fullar ruslatunnur angra ekki Jón Gnarr, grínista og fyrrverandi borgarstjóra. Hann birti myndband á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sýnir hvernig hann tekst á við vandamálið. 19. ágúst 2023 18:59 Sprungu úr hlátri eftir mistök: „Ætlum við þá að byrja aftur?“ Þrátt fyrir að þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafi stjórnað útvarpsþættinum Tvíhöfða nær óslitið í næstum þrjá áratugi þá geta mistökin að sjálfsögðu ennþá gerst. Ein slík áttu sér stað við gerð síðasta þáttar og fóru félagarnir í hláturskast í kjölfarið. 14. mars 2023 11:26 Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Jón segir að hans heyrnarskerðing hafi byrjað upp úr þrítugu og að árið 2010, þegar hann var kominn á fimmtugsaldur hafi hann fyrst látið mæla heyrnina. „Þá er ég borgarstjóri Reykjavíkur og er oft í aðstæðum þar sem ég þarf að heyra hvað fólk hefur að segja. Ég þarf að hlusta og ég finn að ég á stundum í erfiðleikum með það. Sérstaklega í ákveðnum tegundum af aðstæðum. Til dæmis í opnum rýmum þar sem er mikið bergmál og þegar fólk er í sal þá á ég bara oft erfitt að heyra hvað fólk hefur að segja. Þá fer ég í heyrnarmælingu og það var svona óformlega heyrnarmæling. Þá kemur út að ég er með mjög skerta heyrn á vinstra eyra. Ég tímdi í raun bara að kaupa eitt heyrnartæki þar sem þetta var svo dýrt. Ég var þarna með eitt heyrnartæki sem reddaði mér í ákveðnum aðstæðum, aðstæður sem voru vanalega ómögulegar,“ segir Jón sem rifjar síðan upp atvik sem átti sér stað á ráðstefnu í Vínarborg árið 2015. Greip nokkur stikkorð „Ég sat við pallborð með fimm öðrum einstaklingum í svona gömlum sal sem bergmálaða alveg svakalega í. Ég sat þarna í salnum og ég heyrði ekki neitt í neinum. Ég greip nokkur stikkorð og gat feikað mig í gegnum þetta og kinkaði stundum kolli. Ég fékk þrjár spurningar úr sal og ég heyrði enga þeirra en ég náði að redda mér út úr þessu, að minnsta kosti var klappað fyrir mér,“ segir Jón sem fór strax í kjölfarið í alvöru heyrnarmælingu þegar heim var komið. Hann segir að upplifunin að fá heyrnartæki á báðum eyrum hafi verið svipuð því og að fá gleraugu í fyrsta sinn. „Ég gleymi aldrei þegar ég var ellefu ára og setti í fyrsta sinn upp gleraugu. Ég fæ bara gæsahúð og tár í augun að hugsa um þetta. Þetta bara gjörbreytti lífi mínu. Þetta ljós sem ég sá alltaf í loftinu voru ljósastaurar, ég hafði bara skynjað þetta en vissi ekkert hvað þetta var. Með heyrnartækinu þá breyttust samskiptin mín við fólk. Og ég áttaði mig á því að ég var ómeðvitað búinn að draga mig úr aðstæðum þar sem samskipti voru mikil, eins og að fara út að borða með fólki.“ Eins og hann lýsir þá jukust lífsgæði hans til muna eftir að hann fékk heyrnartæki og upplifun af hinum ýmsu hlutum breyttust. „Eins og eitt sem ég hef haft mjög gaman af er að fara í sund og í heita pottinn. Mér finnst það gaman og það er hluti af þeim kúltúr sem ég lifi við að vera á Íslandi en ég hef verið að koma mér frá því. Ég hef ekki getað farið með heyrnartæki og í þessum pottum er svona sullhljóð, gjarnan börn að tala og fólk er að reyna tala við mig og ég heyri ekki neitt. Maður fer í raun að verða rosalega góður að lesa varir en núna með nýrri tegund af heyrnartækjum sem hafa vatnsvörn þá get ég aftur farið að gera þetta,“ segir Jón.
Ísland í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Jón Gnarr veit hvernig á að redda ruslinu Fullar ruslatunnur angra ekki Jón Gnarr, grínista og fyrrverandi borgarstjóra. Hann birti myndband á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sýnir hvernig hann tekst á við vandamálið. 19. ágúst 2023 18:59 Sprungu úr hlátri eftir mistök: „Ætlum við þá að byrja aftur?“ Þrátt fyrir að þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafi stjórnað útvarpsþættinum Tvíhöfða nær óslitið í næstum þrjá áratugi þá geta mistökin að sjálfsögðu ennþá gerst. Ein slík áttu sér stað við gerð síðasta þáttar og fóru félagarnir í hláturskast í kjölfarið. 14. mars 2023 11:26 Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Jón Gnarr veit hvernig á að redda ruslinu Fullar ruslatunnur angra ekki Jón Gnarr, grínista og fyrrverandi borgarstjóra. Hann birti myndband á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann sýnir hvernig hann tekst á við vandamálið. 19. ágúst 2023 18:59
Sprungu úr hlátri eftir mistök: „Ætlum við þá að byrja aftur?“ Þrátt fyrir að þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafi stjórnað útvarpsþættinum Tvíhöfða nær óslitið í næstum þrjá áratugi þá geta mistökin að sjálfsögðu ennþá gerst. Ein slík áttu sér stað við gerð síðasta þáttar og fóru félagarnir í hláturskast í kjölfarið. 14. mars 2023 11:26