Stjórnmálaflokkur kjörins forseta bannaður Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 15:36 Ljóst er að Bernardo Arévalo áorkar ekki miklu sem forseti Gvatemala ef þingmenn flokks hans fá ekki að taka sæti á þingi. Hér ræðir hann við blaðamenn í Gvatemalaborg eftir að yfirkjörstjórn staðfesti sigur hans í gær. AP/Moises Castillo Sigur Bernarndo Arévalo í forsetakosningunum í Gvatemala var staðfestur í gær. Stjórnmálaflokkur hans var hins vegar bannaður tímabundið. Arévalo segir úrskurðinn lögleysu og að flokkurinn ætli að kæra hann. Miðvinstrimaðurinn Arévalo vann afgerandi sigur í annarri umferð forsetakosninganna 20. ágúst. Hann hlaut 60,9 prósent atkvæða gegn 37,2 prósentum Söndru Torres, frambjóðanda hægri vængsins. Þrátt fyrir sigurinn ríkti óvissa um hvort að Arévalo fengi að taka við embætti forseta 14. janúar. Ríkissaksóknari sakar Fræhreyfingu hans um að misferli í söfnun undirskrifta þegar flokkurinn var stofnaður. Óháð yfirkjörstjórn landsins staðfesti sigur Arévalo í gær. Á sama tíma felldi kjörská landsins skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi í tengslum við rannsókn saksóknarans. Því er ekki ljóst hvort að þingmenn flokksins fái að taka sæti sín á þingi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Héðan í frá getur enginn stöðvað mig í að taka við embætti 14. janúar,“ sagði Arévalo á blaðamannafundi. Hann hét því að áfrýja úrskurðinum um flokkinn til yfirkjörstjórnar. Stuðningsmenn Arévalo fagna á götum Gvatemalaborgar á kosninganótt.AP/Moises Castillo Órói og svikabrigsl Spilling er landlæg í Gvatemala. Ráðastéttin þar er sökuð um að beita dómskerfinu fyrir sig til þess að koma pólitískum keppninautum sínum fyrir kattarnef. Nokkrum frambjóðendum var meinað um að bjóða sig fram í forsetakosningunum af ýmsum ástæðum. Arévalo lagði meðal annars áherslu á baráttu gegn spillingu í kosningabaráttu sinni. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum af tilraunum til þess að grafa undan úrslitum forsetakosninganna í Gvatemala. Erlend og innlend samtök hafa einnig gagnrýnt handtökuskipanir á hendur starfsmanna kjörstjórnar og húsleit í höfuðstöðvum Fræhreyfingarinnar. Torres, mótframbjóðandi Arévalo í annarri umferð kosninganna, hefur sakað hann um kosningasvik. Hún hefur enn ekki viðurkennt ósigur. Alejandi Giammattei, fráfarandi forseti og bandamaður Torres, hefur ekki tjáð sig um nýjustu vendingar. Stuðningsmenn Arévalo hafa mótmælt tilraunum til þess að reyna að halda honum frá völdum. Mannréttindanefnd Samtaka Ameríkuríkja óskaði eftir því að gvatematölsk stjórnvöld gættu öryggis Arévalo af ótta við að hann yrði ráðinn af dögum. Arévalo er sonur Juan José Arévalo, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Gvatemala. Hann fæddist í Úrúgvæ eftir að faðir hans fór í útlegð í kjölfar þess að Jacobo Árbenz, eftirmanni Arévalo, var steypt af stóli í valdaráni sem naut fulltingis bandarísku leyniþjónustunnar CIA árið 1954. Gvatemala Tengdar fréttir Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Miðvinstrimaðurinn Arévalo vann afgerandi sigur í annarri umferð forsetakosninganna 20. ágúst. Hann hlaut 60,9 prósent atkvæða gegn 37,2 prósentum Söndru Torres, frambjóðanda hægri vængsins. Þrátt fyrir sigurinn ríkti óvissa um hvort að Arévalo fengi að taka við embætti forseta 14. janúar. Ríkissaksóknari sakar Fræhreyfingu hans um að misferli í söfnun undirskrifta þegar flokkurinn var stofnaður. Óháð yfirkjörstjórn landsins staðfesti sigur Arévalo í gær. Á sama tíma felldi kjörská landsins skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi í tengslum við rannsókn saksóknarans. Því er ekki ljóst hvort að þingmenn flokksins fái að taka sæti sín á þingi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Héðan í frá getur enginn stöðvað mig í að taka við embætti 14. janúar,“ sagði Arévalo á blaðamannafundi. Hann hét því að áfrýja úrskurðinum um flokkinn til yfirkjörstjórnar. Stuðningsmenn Arévalo fagna á götum Gvatemalaborgar á kosninganótt.AP/Moises Castillo Órói og svikabrigsl Spilling er landlæg í Gvatemala. Ráðastéttin þar er sökuð um að beita dómskerfinu fyrir sig til þess að koma pólitískum keppninautum sínum fyrir kattarnef. Nokkrum frambjóðendum var meinað um að bjóða sig fram í forsetakosningunum af ýmsum ástæðum. Arévalo lagði meðal annars áherslu á baráttu gegn spillingu í kosningabaráttu sinni. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum af tilraunum til þess að grafa undan úrslitum forsetakosninganna í Gvatemala. Erlend og innlend samtök hafa einnig gagnrýnt handtökuskipanir á hendur starfsmanna kjörstjórnar og húsleit í höfuðstöðvum Fræhreyfingarinnar. Torres, mótframbjóðandi Arévalo í annarri umferð kosninganna, hefur sakað hann um kosningasvik. Hún hefur enn ekki viðurkennt ósigur. Alejandi Giammattei, fráfarandi forseti og bandamaður Torres, hefur ekki tjáð sig um nýjustu vendingar. Stuðningsmenn Arévalo hafa mótmælt tilraunum til þess að reyna að halda honum frá völdum. Mannréttindanefnd Samtaka Ameríkuríkja óskaði eftir því að gvatematölsk stjórnvöld gættu öryggis Arévalo af ótta við að hann yrði ráðinn af dögum. Arévalo er sonur Juan José Arévalo, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Gvatemala. Hann fæddist í Úrúgvæ eftir að faðir hans fór í útlegð í kjölfar þess að Jacobo Árbenz, eftirmanni Arévalo, var steypt af stóli í valdaráni sem naut fulltingis bandarísku leyniþjónustunnar CIA árið 1954.
Gvatemala Tengdar fréttir Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“