Stjórnmálaflokkur kjörins forseta bannaður Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 15:36 Ljóst er að Bernardo Arévalo áorkar ekki miklu sem forseti Gvatemala ef þingmenn flokks hans fá ekki að taka sæti á þingi. Hér ræðir hann við blaðamenn í Gvatemalaborg eftir að yfirkjörstjórn staðfesti sigur hans í gær. AP/Moises Castillo Sigur Bernarndo Arévalo í forsetakosningunum í Gvatemala var staðfestur í gær. Stjórnmálaflokkur hans var hins vegar bannaður tímabundið. Arévalo segir úrskurðinn lögleysu og að flokkurinn ætli að kæra hann. Miðvinstrimaðurinn Arévalo vann afgerandi sigur í annarri umferð forsetakosninganna 20. ágúst. Hann hlaut 60,9 prósent atkvæða gegn 37,2 prósentum Söndru Torres, frambjóðanda hægri vængsins. Þrátt fyrir sigurinn ríkti óvissa um hvort að Arévalo fengi að taka við embætti forseta 14. janúar. Ríkissaksóknari sakar Fræhreyfingu hans um að misferli í söfnun undirskrifta þegar flokkurinn var stofnaður. Óháð yfirkjörstjórn landsins staðfesti sigur Arévalo í gær. Á sama tíma felldi kjörská landsins skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi í tengslum við rannsókn saksóknarans. Því er ekki ljóst hvort að þingmenn flokksins fái að taka sæti sín á þingi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Héðan í frá getur enginn stöðvað mig í að taka við embætti 14. janúar,“ sagði Arévalo á blaðamannafundi. Hann hét því að áfrýja úrskurðinum um flokkinn til yfirkjörstjórnar. Stuðningsmenn Arévalo fagna á götum Gvatemalaborgar á kosninganótt.AP/Moises Castillo Órói og svikabrigsl Spilling er landlæg í Gvatemala. Ráðastéttin þar er sökuð um að beita dómskerfinu fyrir sig til þess að koma pólitískum keppninautum sínum fyrir kattarnef. Nokkrum frambjóðendum var meinað um að bjóða sig fram í forsetakosningunum af ýmsum ástæðum. Arévalo lagði meðal annars áherslu á baráttu gegn spillingu í kosningabaráttu sinni. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum af tilraunum til þess að grafa undan úrslitum forsetakosninganna í Gvatemala. Erlend og innlend samtök hafa einnig gagnrýnt handtökuskipanir á hendur starfsmanna kjörstjórnar og húsleit í höfuðstöðvum Fræhreyfingarinnar. Torres, mótframbjóðandi Arévalo í annarri umferð kosninganna, hefur sakað hann um kosningasvik. Hún hefur enn ekki viðurkennt ósigur. Alejandi Giammattei, fráfarandi forseti og bandamaður Torres, hefur ekki tjáð sig um nýjustu vendingar. Stuðningsmenn Arévalo hafa mótmælt tilraunum til þess að reyna að halda honum frá völdum. Mannréttindanefnd Samtaka Ameríkuríkja óskaði eftir því að gvatematölsk stjórnvöld gættu öryggis Arévalo af ótta við að hann yrði ráðinn af dögum. Arévalo er sonur Juan José Arévalo, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Gvatemala. Hann fæddist í Úrúgvæ eftir að faðir hans fór í útlegð í kjölfar þess að Jacobo Árbenz, eftirmanni Arévalo, var steypt af stóli í valdaráni sem naut fulltingis bandarísku leyniþjónustunnar CIA árið 1954. Gvatemala Tengdar fréttir Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Miðvinstrimaðurinn Arévalo vann afgerandi sigur í annarri umferð forsetakosninganna 20. ágúst. Hann hlaut 60,9 prósent atkvæða gegn 37,2 prósentum Söndru Torres, frambjóðanda hægri vængsins. Þrátt fyrir sigurinn ríkti óvissa um hvort að Arévalo fengi að taka við embætti forseta 14. janúar. Ríkissaksóknari sakar Fræhreyfingu hans um að misferli í söfnun undirskrifta þegar flokkurinn var stofnaður. Óháð yfirkjörstjórn landsins staðfesti sigur Arévalo í gær. Á sama tíma felldi kjörská landsins skráningu Fræhreyfingarinnar úr gildi í tengslum við rannsókn saksóknarans. Því er ekki ljóst hvort að þingmenn flokksins fái að taka sæti sín á þingi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Héðan í frá getur enginn stöðvað mig í að taka við embætti 14. janúar,“ sagði Arévalo á blaðamannafundi. Hann hét því að áfrýja úrskurðinum um flokkinn til yfirkjörstjórnar. Stuðningsmenn Arévalo fagna á götum Gvatemalaborgar á kosninganótt.AP/Moises Castillo Órói og svikabrigsl Spilling er landlæg í Gvatemala. Ráðastéttin þar er sökuð um að beita dómskerfinu fyrir sig til þess að koma pólitískum keppninautum sínum fyrir kattarnef. Nokkrum frambjóðendum var meinað um að bjóða sig fram í forsetakosningunum af ýmsum ástæðum. Arévalo lagði meðal annars áherslu á baráttu gegn spillingu í kosningabaráttu sinni. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum af tilraunum til þess að grafa undan úrslitum forsetakosninganna í Gvatemala. Erlend og innlend samtök hafa einnig gagnrýnt handtökuskipanir á hendur starfsmanna kjörstjórnar og húsleit í höfuðstöðvum Fræhreyfingarinnar. Torres, mótframbjóðandi Arévalo í annarri umferð kosninganna, hefur sakað hann um kosningasvik. Hún hefur enn ekki viðurkennt ósigur. Alejandi Giammattei, fráfarandi forseti og bandamaður Torres, hefur ekki tjáð sig um nýjustu vendingar. Stuðningsmenn Arévalo hafa mótmælt tilraunum til þess að reyna að halda honum frá völdum. Mannréttindanefnd Samtaka Ameríkuríkja óskaði eftir því að gvatematölsk stjórnvöld gættu öryggis Arévalo af ótta við að hann yrði ráðinn af dögum. Arévalo er sonur Juan José Arévalo, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Gvatemala. Hann fæddist í Úrúgvæ eftir að faðir hans fór í útlegð í kjölfar þess að Jacobo Árbenz, eftirmanni Arévalo, var steypt af stóli í valdaráni sem naut fulltingis bandarísku leyniþjónustunnar CIA árið 1954.
Gvatemala Tengdar fréttir Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Reyna að leggja stein í götu nýkjörins forseta Gvatemala Bernardo Arévalo, frjálslyndur utangarðsmaður í stjórnmálum, fór með afgerandi sigur af hólmi i forsetakosningum í Gvatemala í gær. Óljóst er þó hvort að Arévalo fái að taka við embættinu þar sem ríkissaksóknari landsins reynir nú að lýsa stjórnmálaflokk hans ólöglegan. 21. ágúst 2023 08:50