Enginn titringur lengur á milli Carlsen og Niemann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 23:19 Magnus Carlsen og Hans Niemann í örlagaríkum leik sínum á Sinquefield-skákmótinu síðastliðið haust. CRYSTAL FULLER/SAINT LOUIS CHESS CLUB Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og Hans Niemann, skákmeistari, hafa náð sáttum og segist Carlsen reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Hans Niemann höfðaði meiðyrðamál gegn Magnus Carlsen eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skákmóti í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn nítján ára gamli Niemann bar óvænt sigur úr býtum gegn Carlsen sem hafði verið ósigraður um langa hríð. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Þurfti Niemann í kjölfarið að þola strangari öryggisgæslu en aðrir keppendur á skákmótum. Hann stefndi Carlsen í október 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meiðyrða. Sjálfur hefur hann ítrekað þvertekið fyrir að hafa svindlað. Segir Niemann ekki hafa svindlað Því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum í júní. Nú vísar Guardian í yfirlýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið aflétt, komist hafi verið að samkomulagi um að hætta við málaferlin. Segja forsvarsmenn Chess.com ennfremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carlsen í eigin tilkynningu vera til í að mæta Niemann aftur við taflborðið. „Ég viðurkenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfirlýsingu vefsíðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er tilbúinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í framtíðinni, komi til þess.“ Þá hefur Guardian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að málaferlum þeirra á milli sé lokið. „Ég er feginn því að hafa komist að gagnkvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttarsalnum.“ Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Körfubolti Fleiri fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld, íshokkí og píla Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Littler í úrslit annað árið í röð „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sjá meira
Hans Niemann höfðaði meiðyrðamál gegn Magnus Carlsen eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skákmóti í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn nítján ára gamli Niemann bar óvænt sigur úr býtum gegn Carlsen sem hafði verið ósigraður um langa hríð. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Þurfti Niemann í kjölfarið að þola strangari öryggisgæslu en aðrir keppendur á skákmótum. Hann stefndi Carlsen í október 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meiðyrða. Sjálfur hefur hann ítrekað þvertekið fyrir að hafa svindlað. Segir Niemann ekki hafa svindlað Því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum í júní. Nú vísar Guardian í yfirlýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið aflétt, komist hafi verið að samkomulagi um að hætta við málaferlin. Segja forsvarsmenn Chess.com ennfremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carlsen í eigin tilkynningu vera til í að mæta Niemann aftur við taflborðið. „Ég viðurkenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfirlýsingu vefsíðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er tilbúinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í framtíðinni, komi til þess.“ Þá hefur Guardian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að málaferlum þeirra á milli sé lokið. „Ég er feginn því að hafa komist að gagnkvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttarsalnum.“
Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Enski boltinn „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Körfubolti Fleiri fréttir „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld, íshokkí og píla Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Littler í úrslit annað árið í röð „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Forseti FIDE vill ekki refsa Carlsen Sjá meira