Sport

Enginn titringur lengur á milli Carl­sen og Niemann

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Magnus Carlsen og Hans Niemann í örlagaríkum leik sínum á Sinquefield-skákmótinu síðastliðið haust.
Magnus Carlsen og Hans Niemann í örlagaríkum leik sínum á Sinquefield-skákmótinu síðastliðið haust. CRYSTAL FULLER/SAINT LOUIS CHESS CLUB

Magnus Carl­sen, marg­faldur heims­meistari í skák og Hans Niemann, skák­meistari, hafa náð sáttum og segist Carl­sen reiðu­búinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skák­mótum í fram­tíðinni, að því er fram kemur í um­fjöllun Guar­dian.

Hans Niemann höfðaði meið­yrða­mál gegn Magnus Carl­sen eftir að sá síðar­nefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skák­móti í St. Louis í Mis­souri í Banda­ríkjunum í fyrra. Hinn ní­tján ára gamli Niemann bar ó­vænt sigur úr býtum gegn Carl­sen sem hafði verið ó­sigraður um langa hríð.

Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjar­stýrt unaðs­tæki ástar­lífsins í enda­þarmi og fengið upp­lýsingar um besta leikinn frá vit­orðs­manni með því að láta tækið titra á fyrir­fram á­kveðinn hátt.

Þurfti Niemann í kjöl­farið að þola strangari öryggis­gæslu en aðrir kepp­endur á skák­mótum. Hann stefndi Carl­sen í októ­ber 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meið­yrða. Sjálfur hefur hann í­trekað þver­tekið fyrir að hafa svindlað.

Segir Niemann ekki hafa svindlað

Því máli var hins vegar vísað frá af al­ríkis­dóms­tóli í Mis­souri í Banda­ríkjunum í júní. Nú vísar Guar­dian í yfir­lýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið af­létt, komist hafi verið að sam­komu­lagi um að hætta við mála­ferlin.

Segja for­svars­menn Chess.com enn­fremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carl­sen í eigin til­kynningu vera til í að mæta Niemann aftur við tafl­borðið.

„Ég viður­kenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfir­lýsingu vef­síðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er til­búinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í fram­tíðinni, komi til þess.“

Þá hefur Guar­dian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að mála­ferlum þeirra á milli sé lokið.

„Ég er feginn því að hafa komist að gagn­kvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttar­salnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×