Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Hann sagði fyrir helgi að rannsókn málsins gangi vel. Mennirnir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla 160 kílóum af hassi um borð í skútu. Þeir hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 24. júní síðastliðnum.
Áður hefur komið fram að tveir voru handteknir um borð í skútunni í lok júní en sá þriðji í landi. Sá elsti er fæddur árið 1970 en sá yngsti árið 2002 og eru mennirnir af erlendu bergi brotnir.
Rannsókn málsins er unnin í samvinnu við dönsk og grænlensk lögregluyfirvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsóknina.