Hinsegin fólk á flótta Vilhjálmur Ósk Vilhjálms skrifar 29. ágúst 2023 07:31 Þegar ég hóf störf hjá Samtökunum ‘78, fyrir um ári síðan, hafði ég enga beina tengingu við fólk á flótta. Það eina sem ég vissi var það sem ég sá í fréttatímum og heyrði í umræðum á kaffistofunni. Raunveruleikinn sem fólk á flótta býr við var mér fjarri, ég gat einungis giskað á ástæður þess að þau flúðu heimili sín, líklegast vegna stríðs. Þetta breyttist fljótt eftir að ég hóf störf og komst í beina snertingu við hinsegin fólk á flótta. Við þekkjum öll orðatiltækið að setja sig í spor fólks. Það er reynsla mín að slíkt gerist sjálfkrafa þegar maður situr á móti manneskju sem deilir með manni sögu sinni. Hér er smá innsýn inn í þann raunveruleika sem hinsegin einstaklingar á flótta búa við, raunveruleiki sem er fullur af óvissu, hræðslu og óöryggi. Það þarf mikið til að fá fólk til að yfirgefa heimili sín, halda út í hið óþekkta, í von og óvon um að finna sér samastað og öryggi. Hinsegin fólk leggur á flótta af mörgum ástæðum, ein af þeim er að í mörgum löndum er ólöglegt og refsivert að vera hinsegin. Þar er hinsegin fólk látið þola fangelsisvist, ofbeldi, útskúfun og dauðarefsingar. Mörg lifa þessar ofsóknir ekki af, falla fyrir eigin hendi, fjölskyldumeðlima, fangavarða eða hatursfullra ofbeldismanna. Staðreyndin er sú að flest þeirra sem hingað flýja, það fólk sem ég og samstarfsfólk mitt hjá Samtökunum ‘78 hittum, eru þolendur ofbeldis og ofsókna vegna hinseginleika síns. Þau lifðu í felum og stöðugum ótta um eigið öryggi, en sum búa því miður enn við þann veruleika. Því jafnvel þótt það sé löglegt að vera hinsegin í upprunalandinu, er það víða félagslega „ólölegt“ - þ.e svo ósamþykkt að ekki er hægt að lifa öruggu lífi sem hinsegin manneskja. Við hjá Samtökunum ‘78 höfum sinnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu og aðlögun hinsegin fólks á flótta. Fagmenntaðir ráðgjafar okkar veita sálrænan stuðning, sem felst í því að hjálpa hinsegin fólki á flótta að vinna úr andlegum áföllum, þunglyndi og kvíða. Ásamt því aðstoðum við þau eftir fremsta megni að aðlagast íslensku samfélagi. Við veitum þeim aðstoð og öruggt umhverfi til að segja sögu sína og koma henni á framfæri við yfirvöld til að tryggja eins réttláta málsmeðferð og hægt er. Raunveruleikinn er nefnilega sá að fæst hinsegin fólk á flótta segir frá hinseginleika sínum í viðtölum við yfirvöld. Þau hafa lært það frá blautu barnsbeini að hinseginleiki þeirra sé óæskilegur og óvelkominn. Þau óttast refsingar frá yfirvöldum og/eða samfélaginu sem þau koma frá. Þau hafa því ærna ástæðu fyrir vantrausti sínu gagnvart yfirvöldum almennt og gefa í fyrstu ekkert upp um hinseginleika sinn, eitthvað sem gæti kostað þau lífið í upprunalandinu. Óttinn við að vera opinberlega hinsegin er djúpstæður og á rökum reistur. Þessi ótti víkur ekki þegar til Íslands er komið og þessum ótta er oft viðhaldið þar sem þau eru oftar en ekki sett í almenn úrræði með fólki frá sama upprunalandi og þau flúðu. Þar verða þau vitni að þeim fordómum sem eru við lýði í upprunalandi þeirra og þar mæta þau fordómum, og því miður hótunum, ef það spyrst út að þau séu hinsegin. Þar kemur túlkaþjónusta einnig til sögunnar en almennt koma túlkar gjarnan úr þeim samfélögum sem hinsegin fólk hefur flúið og eru sorglega mörg dæmi þess að hinsegin fólk á flótta verði fyrir fordómum frá túlkum. Traust túlkaþjónusta er því afar mikilvægur hlekkur í þjónustunni sem Samtökin ‘78 veita. Það flækir málin enn frekar að oft skortir fólk orð og skilgreiningar til að tjá sig um það að vera til dæmis hommi, orð sem ekki er til í öllum tungumálum. Staða hinsegin fólks á flótta er því flókin og erfið. Þau standa frammi fyrir tveimur afarkostum: Sleppa því að koma út úr skápnum og eiga þá minni líkur á vernd eða koma út úr skápnum og taka þar með gríðarlega áhættu á fordómum, ofbeldi og útskúfun frá upprunasamfélagi sínu. Hvorn kostinn myndir þú velja? Í dag eru 54 hinsegin manneskjur á flótta í virkri og lífsnauðsynlegri þjónustu hjá Samtökunum '78. Staða þeirra og annars fólks á flótta er grafalvarleg. Ný útlendingalöggjöf og fráleitar hugmyndir stjórnvalda um fangabúðir bitna mest á jaðarsettustu og viðkvæmustu hópum flóttafólks: hinsegin fólki, konum og börnum. Samtökin ‘78, ásamt tuttugu og átta öðrum félagasamtökum, skoruðu á dögunum á yfirvöld að tryggja öryggi fólks á flótta og grunnaðstoð með virku samráði við hjálpar- og mannréttindasamtök. Sú áskorun stendur enn. Höfundur er starfsmaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf störf hjá Samtökunum ‘78, fyrir um ári síðan, hafði ég enga beina tengingu við fólk á flótta. Það eina sem ég vissi var það sem ég sá í fréttatímum og heyrði í umræðum á kaffistofunni. Raunveruleikinn sem fólk á flótta býr við var mér fjarri, ég gat einungis giskað á ástæður þess að þau flúðu heimili sín, líklegast vegna stríðs. Þetta breyttist fljótt eftir að ég hóf störf og komst í beina snertingu við hinsegin fólk á flótta. Við þekkjum öll orðatiltækið að setja sig í spor fólks. Það er reynsla mín að slíkt gerist sjálfkrafa þegar maður situr á móti manneskju sem deilir með manni sögu sinni. Hér er smá innsýn inn í þann raunveruleika sem hinsegin einstaklingar á flótta búa við, raunveruleiki sem er fullur af óvissu, hræðslu og óöryggi. Það þarf mikið til að fá fólk til að yfirgefa heimili sín, halda út í hið óþekkta, í von og óvon um að finna sér samastað og öryggi. Hinsegin fólk leggur á flótta af mörgum ástæðum, ein af þeim er að í mörgum löndum er ólöglegt og refsivert að vera hinsegin. Þar er hinsegin fólk látið þola fangelsisvist, ofbeldi, útskúfun og dauðarefsingar. Mörg lifa þessar ofsóknir ekki af, falla fyrir eigin hendi, fjölskyldumeðlima, fangavarða eða hatursfullra ofbeldismanna. Staðreyndin er sú að flest þeirra sem hingað flýja, það fólk sem ég og samstarfsfólk mitt hjá Samtökunum ‘78 hittum, eru þolendur ofbeldis og ofsókna vegna hinseginleika síns. Þau lifðu í felum og stöðugum ótta um eigið öryggi, en sum búa því miður enn við þann veruleika. Því jafnvel þótt það sé löglegt að vera hinsegin í upprunalandinu, er það víða félagslega „ólölegt“ - þ.e svo ósamþykkt að ekki er hægt að lifa öruggu lífi sem hinsegin manneskja. Við hjá Samtökunum ‘78 höfum sinnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu og aðlögun hinsegin fólks á flótta. Fagmenntaðir ráðgjafar okkar veita sálrænan stuðning, sem felst í því að hjálpa hinsegin fólki á flótta að vinna úr andlegum áföllum, þunglyndi og kvíða. Ásamt því aðstoðum við þau eftir fremsta megni að aðlagast íslensku samfélagi. Við veitum þeim aðstoð og öruggt umhverfi til að segja sögu sína og koma henni á framfæri við yfirvöld til að tryggja eins réttláta málsmeðferð og hægt er. Raunveruleikinn er nefnilega sá að fæst hinsegin fólk á flótta segir frá hinseginleika sínum í viðtölum við yfirvöld. Þau hafa lært það frá blautu barnsbeini að hinseginleiki þeirra sé óæskilegur og óvelkominn. Þau óttast refsingar frá yfirvöldum og/eða samfélaginu sem þau koma frá. Þau hafa því ærna ástæðu fyrir vantrausti sínu gagnvart yfirvöldum almennt og gefa í fyrstu ekkert upp um hinseginleika sinn, eitthvað sem gæti kostað þau lífið í upprunalandinu. Óttinn við að vera opinberlega hinsegin er djúpstæður og á rökum reistur. Þessi ótti víkur ekki þegar til Íslands er komið og þessum ótta er oft viðhaldið þar sem þau eru oftar en ekki sett í almenn úrræði með fólki frá sama upprunalandi og þau flúðu. Þar verða þau vitni að þeim fordómum sem eru við lýði í upprunalandi þeirra og þar mæta þau fordómum, og því miður hótunum, ef það spyrst út að þau séu hinsegin. Þar kemur túlkaþjónusta einnig til sögunnar en almennt koma túlkar gjarnan úr þeim samfélögum sem hinsegin fólk hefur flúið og eru sorglega mörg dæmi þess að hinsegin fólk á flótta verði fyrir fordómum frá túlkum. Traust túlkaþjónusta er því afar mikilvægur hlekkur í þjónustunni sem Samtökin ‘78 veita. Það flækir málin enn frekar að oft skortir fólk orð og skilgreiningar til að tjá sig um það að vera til dæmis hommi, orð sem ekki er til í öllum tungumálum. Staða hinsegin fólks á flótta er því flókin og erfið. Þau standa frammi fyrir tveimur afarkostum: Sleppa því að koma út úr skápnum og eiga þá minni líkur á vernd eða koma út úr skápnum og taka þar með gríðarlega áhættu á fordómum, ofbeldi og útskúfun frá upprunasamfélagi sínu. Hvorn kostinn myndir þú velja? Í dag eru 54 hinsegin manneskjur á flótta í virkri og lífsnauðsynlegri þjónustu hjá Samtökunum '78. Staða þeirra og annars fólks á flótta er grafalvarleg. Ný útlendingalöggjöf og fráleitar hugmyndir stjórnvalda um fangabúðir bitna mest á jaðarsettustu og viðkvæmustu hópum flóttafólks: hinsegin fólki, konum og börnum. Samtökin ‘78, ásamt tuttugu og átta öðrum félagasamtökum, skoruðu á dögunum á yfirvöld að tryggja öryggi fólks á flótta og grunnaðstoð með virku samráði við hjálpar- og mannréttindasamtök. Sú áskorun stendur enn. Höfundur er starfsmaður Samtakanna ‘78.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun