Hinsegin fólk á flótta Vilhjálmur Ósk Vilhjálms skrifar 29. ágúst 2023 07:31 Þegar ég hóf störf hjá Samtökunum ‘78, fyrir um ári síðan, hafði ég enga beina tengingu við fólk á flótta. Það eina sem ég vissi var það sem ég sá í fréttatímum og heyrði í umræðum á kaffistofunni. Raunveruleikinn sem fólk á flótta býr við var mér fjarri, ég gat einungis giskað á ástæður þess að þau flúðu heimili sín, líklegast vegna stríðs. Þetta breyttist fljótt eftir að ég hóf störf og komst í beina snertingu við hinsegin fólk á flótta. Við þekkjum öll orðatiltækið að setja sig í spor fólks. Það er reynsla mín að slíkt gerist sjálfkrafa þegar maður situr á móti manneskju sem deilir með manni sögu sinni. Hér er smá innsýn inn í þann raunveruleika sem hinsegin einstaklingar á flótta búa við, raunveruleiki sem er fullur af óvissu, hræðslu og óöryggi. Það þarf mikið til að fá fólk til að yfirgefa heimili sín, halda út í hið óþekkta, í von og óvon um að finna sér samastað og öryggi. Hinsegin fólk leggur á flótta af mörgum ástæðum, ein af þeim er að í mörgum löndum er ólöglegt og refsivert að vera hinsegin. Þar er hinsegin fólk látið þola fangelsisvist, ofbeldi, útskúfun og dauðarefsingar. Mörg lifa þessar ofsóknir ekki af, falla fyrir eigin hendi, fjölskyldumeðlima, fangavarða eða hatursfullra ofbeldismanna. Staðreyndin er sú að flest þeirra sem hingað flýja, það fólk sem ég og samstarfsfólk mitt hjá Samtökunum ‘78 hittum, eru þolendur ofbeldis og ofsókna vegna hinseginleika síns. Þau lifðu í felum og stöðugum ótta um eigið öryggi, en sum búa því miður enn við þann veruleika. Því jafnvel þótt það sé löglegt að vera hinsegin í upprunalandinu, er það víða félagslega „ólölegt“ - þ.e svo ósamþykkt að ekki er hægt að lifa öruggu lífi sem hinsegin manneskja. Við hjá Samtökunum ‘78 höfum sinnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu og aðlögun hinsegin fólks á flótta. Fagmenntaðir ráðgjafar okkar veita sálrænan stuðning, sem felst í því að hjálpa hinsegin fólki á flótta að vinna úr andlegum áföllum, þunglyndi og kvíða. Ásamt því aðstoðum við þau eftir fremsta megni að aðlagast íslensku samfélagi. Við veitum þeim aðstoð og öruggt umhverfi til að segja sögu sína og koma henni á framfæri við yfirvöld til að tryggja eins réttláta málsmeðferð og hægt er. Raunveruleikinn er nefnilega sá að fæst hinsegin fólk á flótta segir frá hinseginleika sínum í viðtölum við yfirvöld. Þau hafa lært það frá blautu barnsbeini að hinseginleiki þeirra sé óæskilegur og óvelkominn. Þau óttast refsingar frá yfirvöldum og/eða samfélaginu sem þau koma frá. Þau hafa því ærna ástæðu fyrir vantrausti sínu gagnvart yfirvöldum almennt og gefa í fyrstu ekkert upp um hinseginleika sinn, eitthvað sem gæti kostað þau lífið í upprunalandinu. Óttinn við að vera opinberlega hinsegin er djúpstæður og á rökum reistur. Þessi ótti víkur ekki þegar til Íslands er komið og þessum ótta er oft viðhaldið þar sem þau eru oftar en ekki sett í almenn úrræði með fólki frá sama upprunalandi og þau flúðu. Þar verða þau vitni að þeim fordómum sem eru við lýði í upprunalandi þeirra og þar mæta þau fordómum, og því miður hótunum, ef það spyrst út að þau séu hinsegin. Þar kemur túlkaþjónusta einnig til sögunnar en almennt koma túlkar gjarnan úr þeim samfélögum sem hinsegin fólk hefur flúið og eru sorglega mörg dæmi þess að hinsegin fólk á flótta verði fyrir fordómum frá túlkum. Traust túlkaþjónusta er því afar mikilvægur hlekkur í þjónustunni sem Samtökin ‘78 veita. Það flækir málin enn frekar að oft skortir fólk orð og skilgreiningar til að tjá sig um það að vera til dæmis hommi, orð sem ekki er til í öllum tungumálum. Staða hinsegin fólks á flótta er því flókin og erfið. Þau standa frammi fyrir tveimur afarkostum: Sleppa því að koma út úr skápnum og eiga þá minni líkur á vernd eða koma út úr skápnum og taka þar með gríðarlega áhættu á fordómum, ofbeldi og útskúfun frá upprunasamfélagi sínu. Hvorn kostinn myndir þú velja? Í dag eru 54 hinsegin manneskjur á flótta í virkri og lífsnauðsynlegri þjónustu hjá Samtökunum '78. Staða þeirra og annars fólks á flótta er grafalvarleg. Ný útlendingalöggjöf og fráleitar hugmyndir stjórnvalda um fangabúðir bitna mest á jaðarsettustu og viðkvæmustu hópum flóttafólks: hinsegin fólki, konum og börnum. Samtökin ‘78, ásamt tuttugu og átta öðrum félagasamtökum, skoruðu á dögunum á yfirvöld að tryggja öryggi fólks á flótta og grunnaðstoð með virku samráði við hjálpar- og mannréttindasamtök. Sú áskorun stendur enn. Höfundur er starfsmaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf störf hjá Samtökunum ‘78, fyrir um ári síðan, hafði ég enga beina tengingu við fólk á flótta. Það eina sem ég vissi var það sem ég sá í fréttatímum og heyrði í umræðum á kaffistofunni. Raunveruleikinn sem fólk á flótta býr við var mér fjarri, ég gat einungis giskað á ástæður þess að þau flúðu heimili sín, líklegast vegna stríðs. Þetta breyttist fljótt eftir að ég hóf störf og komst í beina snertingu við hinsegin fólk á flótta. Við þekkjum öll orðatiltækið að setja sig í spor fólks. Það er reynsla mín að slíkt gerist sjálfkrafa þegar maður situr á móti manneskju sem deilir með manni sögu sinni. Hér er smá innsýn inn í þann raunveruleika sem hinsegin einstaklingar á flótta búa við, raunveruleiki sem er fullur af óvissu, hræðslu og óöryggi. Það þarf mikið til að fá fólk til að yfirgefa heimili sín, halda út í hið óþekkta, í von og óvon um að finna sér samastað og öryggi. Hinsegin fólk leggur á flótta af mörgum ástæðum, ein af þeim er að í mörgum löndum er ólöglegt og refsivert að vera hinsegin. Þar er hinsegin fólk látið þola fangelsisvist, ofbeldi, útskúfun og dauðarefsingar. Mörg lifa þessar ofsóknir ekki af, falla fyrir eigin hendi, fjölskyldumeðlima, fangavarða eða hatursfullra ofbeldismanna. Staðreyndin er sú að flest þeirra sem hingað flýja, það fólk sem ég og samstarfsfólk mitt hjá Samtökunum ‘78 hittum, eru þolendur ofbeldis og ofsókna vegna hinseginleika síns. Þau lifðu í felum og stöðugum ótta um eigið öryggi, en sum búa því miður enn við þann veruleika. Því jafnvel þótt það sé löglegt að vera hinsegin í upprunalandinu, er það víða félagslega „ólölegt“ - þ.e svo ósamþykkt að ekki er hægt að lifa öruggu lífi sem hinsegin manneskja. Við hjá Samtökunum ‘78 höfum sinnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu og aðlögun hinsegin fólks á flótta. Fagmenntaðir ráðgjafar okkar veita sálrænan stuðning, sem felst í því að hjálpa hinsegin fólki á flótta að vinna úr andlegum áföllum, þunglyndi og kvíða. Ásamt því aðstoðum við þau eftir fremsta megni að aðlagast íslensku samfélagi. Við veitum þeim aðstoð og öruggt umhverfi til að segja sögu sína og koma henni á framfæri við yfirvöld til að tryggja eins réttláta málsmeðferð og hægt er. Raunveruleikinn er nefnilega sá að fæst hinsegin fólk á flótta segir frá hinseginleika sínum í viðtölum við yfirvöld. Þau hafa lært það frá blautu barnsbeini að hinseginleiki þeirra sé óæskilegur og óvelkominn. Þau óttast refsingar frá yfirvöldum og/eða samfélaginu sem þau koma frá. Þau hafa því ærna ástæðu fyrir vantrausti sínu gagnvart yfirvöldum almennt og gefa í fyrstu ekkert upp um hinseginleika sinn, eitthvað sem gæti kostað þau lífið í upprunalandinu. Óttinn við að vera opinberlega hinsegin er djúpstæður og á rökum reistur. Þessi ótti víkur ekki þegar til Íslands er komið og þessum ótta er oft viðhaldið þar sem þau eru oftar en ekki sett í almenn úrræði með fólki frá sama upprunalandi og þau flúðu. Þar verða þau vitni að þeim fordómum sem eru við lýði í upprunalandi þeirra og þar mæta þau fordómum, og því miður hótunum, ef það spyrst út að þau séu hinsegin. Þar kemur túlkaþjónusta einnig til sögunnar en almennt koma túlkar gjarnan úr þeim samfélögum sem hinsegin fólk hefur flúið og eru sorglega mörg dæmi þess að hinsegin fólk á flótta verði fyrir fordómum frá túlkum. Traust túlkaþjónusta er því afar mikilvægur hlekkur í þjónustunni sem Samtökin ‘78 veita. Það flækir málin enn frekar að oft skortir fólk orð og skilgreiningar til að tjá sig um það að vera til dæmis hommi, orð sem ekki er til í öllum tungumálum. Staða hinsegin fólks á flótta er því flókin og erfið. Þau standa frammi fyrir tveimur afarkostum: Sleppa því að koma út úr skápnum og eiga þá minni líkur á vernd eða koma út úr skápnum og taka þar með gríðarlega áhættu á fordómum, ofbeldi og útskúfun frá upprunasamfélagi sínu. Hvorn kostinn myndir þú velja? Í dag eru 54 hinsegin manneskjur á flótta í virkri og lífsnauðsynlegri þjónustu hjá Samtökunum '78. Staða þeirra og annars fólks á flótta er grafalvarleg. Ný útlendingalöggjöf og fráleitar hugmyndir stjórnvalda um fangabúðir bitna mest á jaðarsettustu og viðkvæmustu hópum flóttafólks: hinsegin fólki, konum og börnum. Samtökin ‘78, ásamt tuttugu og átta öðrum félagasamtökum, skoruðu á dögunum á yfirvöld að tryggja öryggi fólks á flótta og grunnaðstoð með virku samráði við hjálpar- og mannréttindasamtök. Sú áskorun stendur enn. Höfundur er starfsmaður Samtakanna ‘78.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun