Léleg afkoma í landbúnaði leiði til hærra verðs í haust Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2023 15:48 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Búist er við að verð á landbúnaðarvörum hækki enn meira í haust. Meginástæðan er léleg afkoma í landbúnaði en stýrivaxtahækkun bætir gráu ofan á svart. Við verðsamanburð Ríkisútvarpsins í gær kom í ljós að frá því verðlangskönnun ASÍ var gerð haustið 2021 hafa ýmsar landbúnaðarvörur hækkað gífurlega í verði. Sem dæmi hefur kílóverð á frosnu lambalæri hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum en staðið í stað í sumar. Þá hefur kílóið á íslenskum kartöflum hækkað um 84 prósent frá 2021 og um tæp ellefu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Bónus telur ljóst að landbúnaðarvöruverð muni hækka í kjölfar verðhækkunar til bænda í haust. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir ýmislegt valda verðhækkunum. „Meginástæðan þar er náttúrulega léleg afkoma í landbúnaði, auknum álögum á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti, áburðaverð hefur ekki lækkað sem neinu nemur. Það eru ýmsir áhrifaþættir sem hafa leitt af sér að þetta er ekki eitthvað sem bændur taka af eigin fé, því það er nánast hverfandi það sem til er þar,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Allir kostnaðarliðir hafi hækkað og ekki síður laun. „Ef menn ætla að fylgja því sem stendur í búvörulögum, að bændur eigi að njóta kjara eins og aðrar stéttir í landinu, veltir maður fyrir sér hvernig þeir eiga að gera það öðruvísi en að fá hærra verð fyrir afurðirnar.“ Tekin var ákvörðun á alþingi í júní að framlengja ekki undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ákvörðunin var mikið gagnrýnd, bæði innan þings sem utan, og segir framkvæmdastjóri Bónus að með því hafi möguleiki landsmanna á að versla ódýran kjúkling verið tekinn af. Nú sitji neytendur uppi með dýrustu kjúklingabringur í heimi. Gunnar segir að lausnin á háu verði landbúnaðarafurða sé ekki innfluttningur búvöru. „Það eru um það bil þrjú þúsund manns sem að vinna við landbúnað og síðan eru átta þúsund afleidd störf í landbúnaði. Ef galdralausnin er sú að flytja allt þetta inn, þá yrði etta fólk væntanlega allt atvinnulaust,“ segir Gunnar. Landbúnaður Neytendur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36 60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Við verðsamanburð Ríkisútvarpsins í gær kom í ljós að frá því verðlangskönnun ASÍ var gerð haustið 2021 hafa ýmsar landbúnaðarvörur hækkað gífurlega í verði. Sem dæmi hefur kílóverð á frosnu lambalæri hækkað um tæplega fimmtíu prósent á tveimur árum en staðið í stað í sumar. Þá hefur kílóið á íslenskum kartöflum hækkað um 84 prósent frá 2021 og um tæp ellefu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Bónus telur ljóst að landbúnaðarvöruverð muni hækka í kjölfar verðhækkunar til bænda í haust. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir ýmislegt valda verðhækkunum. „Meginástæðan þar er náttúrulega léleg afkoma í landbúnaði, auknum álögum á úrvinnslugjaldi á rúlluplasti, áburðaverð hefur ekki lækkað sem neinu nemur. Það eru ýmsir áhrifaþættir sem hafa leitt af sér að þetta er ekki eitthvað sem bændur taka af eigin fé, því það er nánast hverfandi það sem til er þar,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Allir kostnaðarliðir hafi hækkað og ekki síður laun. „Ef menn ætla að fylgja því sem stendur í búvörulögum, að bændur eigi að njóta kjara eins og aðrar stéttir í landinu, veltir maður fyrir sér hvernig þeir eiga að gera það öðruvísi en að fá hærra verð fyrir afurðirnar.“ Tekin var ákvörðun á alþingi í júní að framlengja ekki undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu. Ákvörðunin var mikið gagnrýnd, bæði innan þings sem utan, og segir framkvæmdastjóri Bónus að með því hafi möguleiki landsmanna á að versla ódýran kjúkling verið tekinn af. Nú sitji neytendur uppi með dýrustu kjúklingabringur í heimi. Gunnar segir að lausnin á háu verði landbúnaðarafurða sé ekki innfluttningur búvöru. „Það eru um það bil þrjú þúsund manns sem að vinna við landbúnað og síðan eru átta þúsund afleidd störf í landbúnaði. Ef galdralausnin er sú að flytja allt þetta inn, þá yrði etta fólk væntanlega allt atvinnulaust,“ segir Gunnar.
Landbúnaður Neytendur Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36 60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Sælgætið og snakkið oftast ódýrast í Fjarðarkaupum Bónus var ódýrasta verslunin í matvörukönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 9. maí. Verðið í Bónus var að meðaltali 4% frá lægsta verði, og bauð verslunin upp á lægsta verðið í 76 tilfellum. Krónan var með næst lægsta meðalverðið sem var 10% frá lægsta verði. 12. maí 2023 14:36
60 prósenta verðmunur á nautalund Bónus var með lægsta meðalverð á matvöru í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var 28. mars. 30. mars 2023 22:23