Dauðar kindur rekur á land: „Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. ágúst 2023 13:53 Hræ dýranna reka á land við fiskeldið. Sveinn Viðarsson Eigandi fiskeldis í Vatnsfirði segir að fimm kindur hafi drepist og rekið á land á einni viku. Þá sé mikill ágangur af fé frá nágrannabæ. Eigandi kindanna segir slæmt að ekki sé látið vita af kindum í hættu og að eiganda fiskeldisins sé frjálst að girða sig af. „Þetta er hérna fyrir framan hjá okkur þar sem krakkarnir eru að leika sér. Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni,“ segir Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði, á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann rekur fiskeldi en heldur engar kindur á bænum. Sveinn segist hafa séð um fimm kindur reka á land, sumar reki aftur út á sjó en aðrar liggi og úldni í fjörunni. „Í svona hita úldnar þetta alveg um leið og það verður ægileg pest af þessu,“ segir hann. Að sögn Sveins eru sker sem teygja sig langt út á sjó, fjaran sé löng með þarabeltum. Hvergi sé sjávarfallahæð, það er munurinn á flóði og fjöru, meiri en á þessu svæði. „Þetta er kannski hálfur kílómetri eða lengra og það fellur hratt að. Þetta er svo flatt. Þær lenda í sjálfheldu þarna. Þær stökkva út í og svo þegar það flæðir inn í eyrun á þeim missa þær áttirnar,“ segir Sveinn. Sveinn segist ekki ætla að fara leggja sig í hættu til að reyna að bjarga þessum kindum. Hann telji það heldur ekki vera í sínum verkahring. Ágangsfé étur blómin Ofan á þetta þá hafi verið mikill ágangur af sauðfé í sumar. Heitt og vatnslaust hafi verið og féð hafi því sótt í tjarnir við fiskeldið og í garða og étið öll blóm. Bað hann sveitarfélagið Vesturbyggð um að smala fénu en því var hafnað og bendir á að eigandi kindanna sitji í nefndum sveitarfélagsins. Einnig hefur hann tilkynnt málið til Matvælastofnunar en ekki fengið svör. Slæmt ef fólk tilkynni ekki dýr í háska Jóhann Pétur Ágústsson, á Brjánslæk, segist eiga féð sem Sveinn sá reka í fjöruna. Eða að minnsta kosti það sem hann hefur séð ljósmyndir af. Hann segist ekki vita hversu margar kindur hann hafi misst í sjóinn undanfarið. Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975.Vísir/Vilhelm „Féð gengur í úthaga allt sumarið og í innfjörðum Breiðafjarðar er flæðihætta víða,“ segir Jóhann Pétur. „Það er farið að stækka straum núna og þá eykst sá möguleiki að það geti verið flæðihætta. Ég veit ekki af hverju þetta er svona áberandi á þessum eina stað.“ Hann segir slæmt að fólk láti ekki vita þegar það verði vart við dýr í háska, heldur fylgist með þeim drepast. „Við fáum oft hringingar frá fólki sem sér eitthvað svona og við getum þá brugðist við. En ef fólk fylgist með þessu til að geta tekið af þessu myndir þá er það svolítið slæmt,“ segir Jóhann. Fólki frjálst að girða sig af Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975. Jóhann segir að þótt hluti Brjánslækjarjarðarinnar hafi farið undir friðland hafi allar nytjar jarðarinnar haldist óbreyttar. Þar á meðal öll beit. Hann segir að fiskeldið sé staðsett á tveggja hektara lóð sem hægt sé að girða af. „Þetta er lóð sem er sett í miðju landbúnaðarlandi. Fólki er frjálst að girða sig af,“ segir hann. Landbúnaður Vesturbyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. 21. júlí 2023 07:45 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Þetta er hérna fyrir framan hjá okkur þar sem krakkarnir eru að leika sér. Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni,“ segir Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði, á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann rekur fiskeldi en heldur engar kindur á bænum. Sveinn segist hafa séð um fimm kindur reka á land, sumar reki aftur út á sjó en aðrar liggi og úldni í fjörunni. „Í svona hita úldnar þetta alveg um leið og það verður ægileg pest af þessu,“ segir hann. Að sögn Sveins eru sker sem teygja sig langt út á sjó, fjaran sé löng með þarabeltum. Hvergi sé sjávarfallahæð, það er munurinn á flóði og fjöru, meiri en á þessu svæði. „Þetta er kannski hálfur kílómetri eða lengra og það fellur hratt að. Þetta er svo flatt. Þær lenda í sjálfheldu þarna. Þær stökkva út í og svo þegar það flæðir inn í eyrun á þeim missa þær áttirnar,“ segir Sveinn. Sveinn segist ekki ætla að fara leggja sig í hættu til að reyna að bjarga þessum kindum. Hann telji það heldur ekki vera í sínum verkahring. Ágangsfé étur blómin Ofan á þetta þá hafi verið mikill ágangur af sauðfé í sumar. Heitt og vatnslaust hafi verið og féð hafi því sótt í tjarnir við fiskeldið og í garða og étið öll blóm. Bað hann sveitarfélagið Vesturbyggð um að smala fénu en því var hafnað og bendir á að eigandi kindanna sitji í nefndum sveitarfélagsins. Einnig hefur hann tilkynnt málið til Matvælastofnunar en ekki fengið svör. Slæmt ef fólk tilkynni ekki dýr í háska Jóhann Pétur Ágústsson, á Brjánslæk, segist eiga féð sem Sveinn sá reka í fjöruna. Eða að minnsta kosti það sem hann hefur séð ljósmyndir af. Hann segist ekki vita hversu margar kindur hann hafi misst í sjóinn undanfarið. Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975.Vísir/Vilhelm „Féð gengur í úthaga allt sumarið og í innfjörðum Breiðafjarðar er flæðihætta víða,“ segir Jóhann Pétur. „Það er farið að stækka straum núna og þá eykst sá möguleiki að það geti verið flæðihætta. Ég veit ekki af hverju þetta er svona áberandi á þessum eina stað.“ Hann segir slæmt að fólk láti ekki vita þegar það verði vart við dýr í háska, heldur fylgist með þeim drepast. „Við fáum oft hringingar frá fólki sem sér eitthvað svona og við getum þá brugðist við. En ef fólk fylgist með þessu til að geta tekið af þessu myndir þá er það svolítið slæmt,“ segir Jóhann. Fólki frjálst að girða sig af Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975. Jóhann segir að þótt hluti Brjánslækjarjarðarinnar hafi farið undir friðland hafi allar nytjar jarðarinnar haldist óbreyttar. Þar á meðal öll beit. Hann segir að fiskeldið sé staðsett á tveggja hektara lóð sem hægt sé að girða af. „Þetta er lóð sem er sett í miðju landbúnaðarlandi. Fólki er frjálst að girða sig af,“ segir hann.
Landbúnaður Vesturbyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. 21. júlí 2023 07:45 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. 21. júlí 2023 07:45
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50