„Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Andri Már Eggertsson skrifar 27. ágúst 2023 22:00 Danijel Dejan Djuric var afar ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. „Mér fannst við stjórna leiknum frá a til ö og við skoruðum mörg mörk. Mér fannst þetta mjög góður leikur,“ sagði Danijel Dejan Djuric eftir leik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu tilbúnir í leikinn tíu mínútum síðar. Þetta kom Danijel ekki á óvart þar sem hann er uppalinn í Breiðabliki og átti von á þessu. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég er frá Blikum og veit hvernig þeir spila þennan leik og þetta voru trúðslæti. Mér gæti ekki verið meira sama en strákunum var brugðið inn í klefa. Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og ég kannaðist við þetta.“ „Mér fannst Víkingur bregðast vel við þessu og þetta var betra fyrir okkur þar sem þetta kveikti í okkur. Þessi trúðslæti fóru í okkur og við vildum þetta meira.“ Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks og fagnaði með því að þykjast gráta. „Fagnið kom að sjálfu sér þar sem það er búið að kæra okkur og það var reynt að færa leikinn. Við einbeitum okkur af fótbolta og hlustum ekki á þetta. Það er verið að grenja í kringum okkur þannig að þetta var fagnið.“ „Mér gæti ekki verið meira sama þótt ég hafi verið rangstæður. Þetta var geggjað mark. Ég skallaði boltann niður og inn. Mark er mark.“ Danijel taldi það ekki erfitt að mæta í næstu leiki aðspurður hvort það yrði erfitt að gíra sig upp í þá verandi með fjórtán stiga forystu á toppnum. „Nefnilega ekki. Við erum með gott lið og það vilja allir spila. Við viljum vinna alla leiki og sýna að við séum bestir,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum. Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum frá a til ö og við skoruðum mörg mörk. Mér fannst þetta mjög góður leikur,“ sagði Danijel Dejan Djuric eftir leik. Það var ansi skrautleg uppákoma fyrir leik þegar lið Breiðabliks mætti seint. Blikar skiluðu leikskýrslu 35 mínútum fyrir leik og mættu í rútu tilbúnir í leikinn tíu mínútum síðar. Þetta kom Danijel ekki á óvart þar sem hann er uppalinn í Breiðabliki og átti von á þessu. „Þetta kom mér ekkert á óvart. Ég er frá Blikum og veit hvernig þeir spila þennan leik og þetta voru trúðslæti. Mér gæti ekki verið meira sama en strákunum var brugðið inn í klefa. Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og ég kannaðist við þetta.“ „Mér fannst Víkingur bregðast vel við þessu og þetta var betra fyrir okkur þar sem þetta kveikti í okkur. Þessi trúðslæti fóru í okkur og við vildum þetta meira.“ Danijel Dejan Djuric skoraði þriðja mark Víkings í upphafi síðari hálfleiks og fagnaði með því að þykjast gráta. „Fagnið kom að sjálfu sér þar sem það er búið að kæra okkur og það var reynt að færa leikinn. Við einbeitum okkur af fótbolta og hlustum ekki á þetta. Það er verið að grenja í kringum okkur þannig að þetta var fagnið.“ „Mér gæti ekki verið meira sama þótt ég hafi verið rangstæður. Þetta var geggjað mark. Ég skallaði boltann niður og inn. Mark er mark.“ Danijel taldi það ekki erfitt að mæta í næstu leiki aðspurður hvort það yrði erfitt að gíra sig upp í þá verandi með fjórtán stiga forystu á toppnum. „Nefnilega ekki. Við erum með gott lið og það vilja allir spila. Við viljum vinna alla leiki og sýna að við séum bestir,“ sagði Danijel Dejan Djuric að lokum.
Víkingur Reykjavík Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. 27. ágúst 2023 13:01