Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 19:35 Óskar Hrafn Þorvaldsson Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. „Við ákváðum bara að undirbúa okkur á Kópavogsvelli. Það er stutt síðan við komum heim frá Norður-Makedóníu og okkur fannst bara mikilvægt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson fyrir leik um þá ákvörðun að mæta í Víkina svona stuttu fyrir leik. Breiðablik vildi að leiknum yrði frestað eins og frægt er orðið en fengu neitun frá KSÍ. Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu og því var erfitt að finna dagsetningu sem hentaði. „Já, auðvitað,“ sagði Óskar Hrafn þegar Gunnlaugur spurði hvort hann væri ósáttur við að leiknum skyldi ekki vera frestað. „Við reyndum að fá þessum leik frestað. Við höfum ekki beðið um mikið í þessari törn sem hefur verið. Við mættum ekki skilningi frá KSÍ og þeir báru fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið með því að það þyrfti að færa og lengja mótið.“ „Síðan að Víkingur myndi ekki vilja spila í landsleikahléi, jafnvel þó það liggi fyrir að bæði lið missi leikmenn í sömu landslið. Við og Víkingur í færeyska A-landsliðið og við og Víkingur í U-21 árs landsliðið. Þá vildu þeir ekki spila og bara ekkert mál. Ég verð að bera virðingu fyrir því og það er ákvörðun Víkinga. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á síðustu þremur árum í Evrópu. Þannig að ég hef fullan skilning á því.“ Breiðablik stillir upp mikið breyttu liði og í byrjunarliðinu er að finna leikmenn sem lítið hafa spilað í sumar. „Ég stilli kannski upp þar sem eru nokkrir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og nokkrir leikmenn sem hafa spilað minna en aðrir. Auðvitað þurfum við bara að hugsa um það að við vorum í löngu ferðalagi á föstudaginn og þetta var mjög erfiður leikur á fimmtudag. Menn eru orðnir mjög laskaðir og sumir meiddir.“ „Okkur var nauðugur einn sá kostur að breyta miklu en við erum með orkumikið og ungt lið og lið sem á að geta hlaupið með Víkingunum. Það er það sem við þurfum að gera í kvöld.“ Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
„Við ákváðum bara að undirbúa okkur á Kópavogsvelli. Það er stutt síðan við komum heim frá Norður-Makedóníu og okkur fannst bara mikilvægt að eyða tíma þar,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Gunnlaug Jónsson fyrir leik um þá ákvörðun að mæta í Víkina svona stuttu fyrir leik. Breiðablik vildi að leiknum yrði frestað eins og frægt er orðið en fengu neitun frá KSÍ. Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu og því var erfitt að finna dagsetningu sem hentaði. „Já, auðvitað,“ sagði Óskar Hrafn þegar Gunnlaugur spurði hvort hann væri ósáttur við að leiknum skyldi ekki vera frestað. „Við reyndum að fá þessum leik frestað. Við höfum ekki beðið um mikið í þessari törn sem hefur verið. Við mættum ekki skilningi frá KSÍ og þeir báru fyrir sig óþægindi fyrir önnur lið með því að það þyrfti að færa og lengja mótið.“ „Síðan að Víkingur myndi ekki vilja spila í landsleikahléi, jafnvel þó það liggi fyrir að bæði lið missi leikmenn í sömu landslið. Við og Víkingur í færeyska A-landsliðið og við og Víkingur í U-21 árs landsliðið. Þá vildu þeir ekki spila og bara ekkert mál. Ég verð að bera virðingu fyrir því og það er ákvörðun Víkinga. Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í, þeir hafa unnið eitt einvígi á síðustu þremur árum í Evrópu. Þannig að ég hef fullan skilning á því.“ Breiðablik stillir upp mikið breyttu liði og í byrjunarliðinu er að finna leikmenn sem lítið hafa spilað í sumar. „Ég stilli kannski upp þar sem eru nokkrir leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og nokkrir leikmenn sem hafa spilað minna en aðrir. Auðvitað þurfum við bara að hugsa um það að við vorum í löngu ferðalagi á föstudaginn og þetta var mjög erfiður leikur á fimmtudag. Menn eru orðnir mjög laskaðir og sumir meiddir.“ „Okkur var nauðugur einn sá kostur að breyta miklu en við erum með orkumikið og ungt lið og lið sem á að geta hlaupið með Víkingunum. Það er það sem við þurfum að gera í kvöld.“
Íslenski boltinn KSÍ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira