Lokatölur leiksins urðu 25-36 Kiel í vil en Oddur var markahæstur Balingen manna með fjögur mörk. Oddur, sem er 33 ára, hefur verið í herbúðum Balingen síðan 2017 og er því að hefja sitt 7. tímabil með liðinu.
Tveir aðrir leikir fara fram í þýska boltanum í dag og hófust kl. 14:30. Melsungen tekur á móti Göppingen og þá taka lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummerbach á móti Lemgo.