Sport

Victor Kiplangat tryggði Úganda sinn annan maraþonsigur á HM

Siggeir Ævarsson skrifar
Victor Kiplangat fagnar með fána Úganda
Victor Kiplangat fagnar með fána Úganda Vísir/EPA

Úgandamaðurinn Victor Kiplangat kom fyrstur allra í mark í maraþonhlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í morgun. Ísraelinn Maru Teferi varð annar þrátt fyrir að hafa dottið þegar 30 km voru að baki.

Hlaupið varð nokkuð spennandi í lokin en Kiplangat tryggði sér sigurinn nokkuð örugglega þegar á hólminn var komið. Hann kom í mark á tímanum 2 klukkustundir, 8 mínútur og 53 sekúndur. Teferi var næstur á 2:09:12 og þriðji var Eþíópíumaðurinn Leul Gebresilase á 2:09:19.

Þetta var í annað sinn sem keppandi frá Úganda vinnur maraþonhlaup karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum en Stephen Kiprotich vann hlaupið árið 2013 í Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×