Þrefaldur gullverðlaunahafi gerir grín að heimsmeistaratali Bandaríkjamanna Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 08:00 Noah Lyles var hluti af sigursveit Bandaríkjanna í 4x100 metra boðhlaupi. Vísir/Getty Noah Lyles hefur komið, séð og sigrað á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest þessa dagana. Hann hefur unnið þrenn gullverðlaun en er ekki hrifinn af hvernig talað er um bandaríska meistara í heimalandinu. Noah Lyles er óumdeild stjarna heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Hann fer heim með þrenn gullverðlaun í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Á blaðamannafundi í gær hélt Lyles mikla eldræðu um það hvernig rætt er um þau lið sem vinna titla í heimalandi hans Bandaríkjunum. Í NBA-deildinni hefur til dæmis tíðkast að tala um sigurlið deildarinnar sem „World Champions“ eða heimsmeistara. Þetta tal hefur oft orðið tilefni til umræðna á meðal íþróttaáhugamanna þar sem keppnin er aðeins innan Bandaríkjanna þó vissulega spili þar flestir af bestu leikmönnum heims. Noah Lyles getur vissulega kallað sig heimsmeistara og tal um heimsmeistara í Bandaríkjunum fer augljóslega aðeins í taugarnar á honum. Noah Lyles has had just about enough of US sports teams calling themselves world champions. pic.twitter.com/CTgNawYRLi— Cathal Dennehy (@Cathal_Dennehy) August 25, 2023 „Ég hef horft á NBA-deildina og þeir eru með „Heimsmeistarar“ á höfðinu á sér. Heimsmeistarar hvar? Í Bandaríkjunum?,“ spurði Lyles í hæðnislegum tón. „Ekki misskilja mig, ég elska Bandaríkin oftast nær. En það er ekki heimurinn. Við erum heimurinn, við erum með öll löndin hér að berjast fyrir fánann sem þau bera. Það eru engir fánar í NBA-deildinni,“ bætti Lyles við. Lyles fékk lófaklapp í lok fundarins og greinilegt að gestir þar voru sammála þrefalda heimsmeistaranum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira
Noah Lyles er óumdeild stjarna heimsmeistaramótsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Hann fer heim með þrenn gullverðlaun í 100 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi. Á blaðamannafundi í gær hélt Lyles mikla eldræðu um það hvernig rætt er um þau lið sem vinna titla í heimalandi hans Bandaríkjunum. Í NBA-deildinni hefur til dæmis tíðkast að tala um sigurlið deildarinnar sem „World Champions“ eða heimsmeistara. Þetta tal hefur oft orðið tilefni til umræðna á meðal íþróttaáhugamanna þar sem keppnin er aðeins innan Bandaríkjanna þó vissulega spili þar flestir af bestu leikmönnum heims. Noah Lyles getur vissulega kallað sig heimsmeistara og tal um heimsmeistara í Bandaríkjunum fer augljóslega aðeins í taugarnar á honum. Noah Lyles has had just about enough of US sports teams calling themselves world champions. pic.twitter.com/CTgNawYRLi— Cathal Dennehy (@Cathal_Dennehy) August 25, 2023 „Ég hef horft á NBA-deildina og þeir eru með „Heimsmeistarar“ á höfðinu á sér. Heimsmeistarar hvar? Í Bandaríkjunum?,“ spurði Lyles í hæðnislegum tón. „Ekki misskilja mig, ég elska Bandaríkin oftast nær. En það er ekki heimurinn. Við erum heimurinn, við erum með öll löndin hér að berjast fyrir fánann sem þau bera. Það eru engir fánar í NBA-deildinni,“ bætti Lyles við. Lyles fékk lófaklapp í lok fundarins og greinilegt að gestir þar voru sammála þrefalda heimsmeistaranum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Sjá meira