Regnbogi og „Kyssuskilti“ í Ólafsvík vekur mikla athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2023 20:05 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, ásamt Heimi Berg Vilhjálmssyni, markaðs- og upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Regnbogagatan í Ólafsvík við kirkju staðarins er sá ferðamannastaður í Snæfellsbæ, sem hefur slegið hvað mest í gegn hjá ferðamönnum. Þá er „kyssuskilti” líka við götuna, sem vekur mikla kátínu og athygli ferðamanna. Regnbogagatan eða frekar brekkan vekur alltaf mikla athygli, ekki síst fyrir það hvað hún er snyrtileg og vel máluð. Alla daga eru einhverjir ferðamenn að mynda götuna eða ganga hana og dást að henni í leiðinni. Starfsmenn Snæfellsbæjar áttu hugmyndina að regnboganum og báru hana undir bæjarstjórann. „Ég sagði það er allt í lagi ef ég fæ að ráða hvar hann verður. Og þeir sögðu allt í lagi, við skulum bara skoða það og ég sagði að hann yrði hér við kirkjuna og fótboltavöllinn. Þar er falleg brekka og hérna ertu með bæjarfossinn, hérna með kirkjuna, íþróttasvæðið og allt saman. Við gerðum þennan í fyrra og þetta vakti svo mikla athygli og lukku á meðal bæði íbúa og ferðamann að við ákváðum í vor að endurmála aftur og ætlum bara að halda þessu við, þannig að við erum mjög stolt af okkar regnboga,”segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir regnbogann einn af þeim stöðum, sem er mest ljósmyndaður í Snæfellsbæ. „Já, já, þetta er orðið tákn svæðisins og mikið myndað og við erum náttúrulega líka að gera þetta í þeim tilgangi að þegar það koma til okkar ferðamenn að það ætli allir að taka bestu myndina af sér eða regnboganum hér í Ólafsvík, þannig að eftir kannski þrjú ár þá verði allir að stoppa hér til að taka mynd af sér við regnbogann.” Regnboginn er mjög fallegur í brekkunni enda mikið myndaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara regnboginn sem vekur athygli því bæjarstjórinn lét líka koma upp “Kyssuskilti” við regnbogann en hugmyndina fékk hann á ferðalagi sínu í Ítalíu þar sem hann sá ferðamenn í hópum kyssast við svona skilti. „Þar var karl og kona en við erum með tvær persónur því kynin eru orðin svo mörg í dag, ég kann ekki að nefna það. Nú eru þetta bara tvær persónur, sem eru að kyssast,” segir Kristinn. Ferðu með konuna þína hérna á kvöldin og kyssir hana? „Ég er búin að biðja hana að koma með mér en hún einhvern veginn, ég skil það samt ekk, hún hefur ekki enn þá sagt já, en ég vona að komi að því. Helga, þú manst það, við eigum eftir að fara á „Kyssuskiltið“. En ertu til í að kyssa mig? Ef þú vilt, það er ekkert mál,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með skiltið og regnbogann. „Kyssuskiltið“ vekur alltaf mikla athygli í Ólafsvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Sjá meira
Regnbogagatan eða frekar brekkan vekur alltaf mikla athygli, ekki síst fyrir það hvað hún er snyrtileg og vel máluð. Alla daga eru einhverjir ferðamenn að mynda götuna eða ganga hana og dást að henni í leiðinni. Starfsmenn Snæfellsbæjar áttu hugmyndina að regnboganum og báru hana undir bæjarstjórann. „Ég sagði það er allt í lagi ef ég fæ að ráða hvar hann verður. Og þeir sögðu allt í lagi, við skulum bara skoða það og ég sagði að hann yrði hér við kirkjuna og fótboltavöllinn. Þar er falleg brekka og hérna ertu með bæjarfossinn, hérna með kirkjuna, íþróttasvæðið og allt saman. Við gerðum þennan í fyrra og þetta vakti svo mikla athygli og lukku á meðal bæði íbúa og ferðamann að við ákváðum í vor að endurmála aftur og ætlum bara að halda þessu við, þannig að við erum mjög stolt af okkar regnboga,”segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir regnbogann einn af þeim stöðum, sem er mest ljósmyndaður í Snæfellsbæ. „Já, já, þetta er orðið tákn svæðisins og mikið myndað og við erum náttúrulega líka að gera þetta í þeim tilgangi að þegar það koma til okkar ferðamenn að það ætli allir að taka bestu myndina af sér eða regnboganum hér í Ólafsvík, þannig að eftir kannski þrjú ár þá verði allir að stoppa hér til að taka mynd af sér við regnbogann.” Regnboginn er mjög fallegur í brekkunni enda mikið myndaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara regnboginn sem vekur athygli því bæjarstjórinn lét líka koma upp “Kyssuskilti” við regnbogann en hugmyndina fékk hann á ferðalagi sínu í Ítalíu þar sem hann sá ferðamenn í hópum kyssast við svona skilti. „Þar var karl og kona en við erum með tvær persónur því kynin eru orðin svo mörg í dag, ég kann ekki að nefna það. Nú eru þetta bara tvær persónur, sem eru að kyssast,” segir Kristinn. Ferðu með konuna þína hérna á kvöldin og kyssir hana? „Ég er búin að biðja hana að koma með mér en hún einhvern veginn, ég skil það samt ekk, hún hefur ekki enn þá sagt já, en ég vona að komi að því. Helga, þú manst það, við eigum eftir að fara á „Kyssuskiltið“. En ertu til í að kyssa mig? Ef þú vilt, það er ekkert mál,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með skiltið og regnbogann. „Kyssuskiltið“ vekur alltaf mikla athygli í Ólafsvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Sjá meira