Lyles hefur verið í fantaformi undanfarin misseri, en þetta var þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem hann ber sigur úr býtum í 200 m hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 19,52 sekúndum en heimsmet Bolt í greininni er 19,19 sekúndur sem Lyles hefur augastað á.
Besti tími Lyles er 19,31 sekúnda sem er Bandaríkjamet. Sá tími kom á heimsmeistaramótinu í fyrra og sló hann þá Michael Johnson af stalli en Bandaríkjamet hans hafði staðið síðan 1996. Lyles verður væntanlega í liði Bandaríkjanna sem keppir í 4x100 m boðhlaupi í dag og með sigri þar fetar hann enn á ný í fótspor Bolt sem fór heim með þrenn gullverðlaun á HM 2015, 2013 og 2009.