Innlent

Katrín á­varpar flokks­ráðs­fund

Árni Sæberg skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Mynd/VG

Flokksráðsfundur Vinstri grænna hófst í Félagsheimilinu á Flúðum í morgun, með ræðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varaformanns VG og félags- og vinnumálaráðherra. Nú talar Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra.

Ræðu Katrínar má sjá í streymi hér að neðan:

Á fundinum brýna Vinstri græn pólitískar áherslur sínar inn í veturinn, í efnahagsmálum, vinnumarkaðsmálum, húsnæðismálum, útlendingamálum, í dýravelferðarmálum, í auðlindamálum, mannréttindamálum, náttúruvernd, loftslagsmálum og mörgu öðru.

Bændur í pallborði með matvælaráðherra

Klukkan 11 hefst opinn fundur með bændum, matvælaframleiðendum og matvælaráðherra, þar sem rætt er um mat framtíðar í pallborði. Þátttakendur í pallborðinu eru Svandís Svavarsdótir, ráðherra, Björgvin Þór Harðarson, korn- og svínabóndi, Georg Ottósson, sveppabóndi, Halla Rós Arnardóttir, kúa- ís- og ferðaþjónustubóndi í Efstadal. 

Hólmfríður Árnadóttir, formaður VG á Suðurnesjum stýrir umræðunum. Þessi hluti fundarins er öllum opinn og eftir framsögur eru spurningar úr sal.

Yfir tuttugu ályktanir liggja fyrir fundinum. Þær má finna í fundargögnum á vg.is og verða kynntar á eftir og bornar upp í atkvæðagreiðslu á morgun. 

Um miðjan daginn fara Vinstri græn í sumarferð að skoða blóm og seyru og Hrunakirkju, á langþráðum rigningardegi fyrir austan fjall. Almennar stjórnmálaumræður fara fram síðdegis að lokinni sumarferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×