Maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn kærður fyrir nauðgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2023 07:00 Montiel skoraði úr síðustu spyrnu Argentínu í vítaspyrnukeppni gegn Frakklandi í úrslitaleik HM í Katar. Visionhaus/Getty Images Gonzalo Montiel, nýjasti leikmaður Nottingham Forest og maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn í desember síðastliðnum, hefur verið kærður fyrir nauðgun í heimalandi sínu. The Athletic greinir frá en aðeins eru þrír dagar síðan Montiel gekk í raðir Forest í ensku úrvalsdeildinni á láni frá Sevilla á Spáni. Samkvæmt frétt The Athletic er Montiel kærður fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili hans árið 2019. Montiel, sem var leikmaður River Plate í Argentínu árið 2019, neitar sök. Hann ræddi við saksóknara frá Buenos Aires í júní á þessu ári vegna málsins. Nottingham Forest have signed Gonzalo Montiel despite him being accused of rape back in Argentina.He denies the accusations, but say things don't pan out as he hopes. #NFFC wouldn't have a moral leg to stand on. What are they thinking?@NickMiller79 https://t.co/hrFsDbzWRL— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 25, 2023 The Athletic hafði samband við Forest vegna málsins og sagðist félagið hafa verið ánægt eftir samræður við fulltrúa leikmannsins. Forest hefur rætt við lögmann leikmannsins en ekki saksóknara né lögmann meints fórnarlambs. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Argentínu segir fórnarlambið að þrír menn hafi nauðgað henni. Tvo þeirra gat hún ekki borið kennsl á en hún gat greint frá Montiel þar sem þau þekktust og höfðu sofið saman áður. Meint fórnarlamb segist nokkuð viss um að eitthvað hafi verið sett í drykk hennar en hún heim til Montiel þar sem hann átti afmæli og hafði boðið fullt af fólki. BREAKING: Gonzalo Montiel completes his Nottingham Forest medical ahead of a move from Sevilla pic.twitter.com/uogNkk4EKO— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2023 Málið er í vinnslu og stefna saksóknarar á að ræða við fleiri vitni sem voru viðstödd veisluhöldin árið 2019. Gæti farið svo að Montiel þurfi að mæta í skýrslutöku á nýjan leik. Verði Montiel fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsi frá sex mánuðum upp í 20 ár, fer lengd fangelsisvistar meðal annars eftir aldri fórnarlamba og brotaþola, sambandi þeirra og hversu miklu ofbeldi var beitt. Fótbolti HM 2022 í Katar Argentína Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Sjá meira
The Athletic greinir frá en aðeins eru þrír dagar síðan Montiel gekk í raðir Forest í ensku úrvalsdeildinni á láni frá Sevilla á Spáni. Samkvæmt frétt The Athletic er Montiel kærður fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili hans árið 2019. Montiel, sem var leikmaður River Plate í Argentínu árið 2019, neitar sök. Hann ræddi við saksóknara frá Buenos Aires í júní á þessu ári vegna málsins. Nottingham Forest have signed Gonzalo Montiel despite him being accused of rape back in Argentina.He denies the accusations, but say things don't pan out as he hopes. #NFFC wouldn't have a moral leg to stand on. What are they thinking?@NickMiller79 https://t.co/hrFsDbzWRL— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 25, 2023 The Athletic hafði samband við Forest vegna málsins og sagðist félagið hafa verið ánægt eftir samræður við fulltrúa leikmannsins. Forest hefur rætt við lögmann leikmannsins en ekki saksóknara né lögmann meints fórnarlambs. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Argentínu segir fórnarlambið að þrír menn hafi nauðgað henni. Tvo þeirra gat hún ekki borið kennsl á en hún gat greint frá Montiel þar sem þau þekktust og höfðu sofið saman áður. Meint fórnarlamb segist nokkuð viss um að eitthvað hafi verið sett í drykk hennar en hún heim til Montiel þar sem hann átti afmæli og hafði boðið fullt af fólki. BREAKING: Gonzalo Montiel completes his Nottingham Forest medical ahead of a move from Sevilla pic.twitter.com/uogNkk4EKO— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2023 Málið er í vinnslu og stefna saksóknarar á að ræða við fleiri vitni sem voru viðstödd veisluhöldin árið 2019. Gæti farið svo að Montiel þurfi að mæta í skýrslutöku á nýjan leik. Verði Montiel fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsi frá sex mánuðum upp í 20 ár, fer lengd fangelsisvistar meðal annars eftir aldri fórnarlamba og brotaþola, sambandi þeirra og hversu miklu ofbeldi var beitt.
Fótbolti HM 2022 í Katar Argentína Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Sjá meira