„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2023 19:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í 17 milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir erfitt að segja til um nákvæmar tölur í því samhengi en það geti komið ólíkt niður á einstökum ríkisstofnunum. „Í sumum tilvikum verður hægt að gera það með því að endurráða ekki í störf sem eru að losna. Starfsmannavelta er töluverð í ríkiskerfinu eins og annars staðar í samfélaginu. Góðu fréttirnar eru þær að atvinnustigið á Íslandi er hátt, þeir sem mögulega missa störf sín eru þá að koma út á vinnumarkað þar sem er eftirspurn eftir fólki. En útfærslan á þessu öllu ræðst af samtali milli ráðuneyta og einstakra ríkisstofnana,“ sagði Bjarni. En það er ekki hægt að draga fjöður yfir það, einhversstaðar mun þurfa að hagræða. Hann útilokar ekki að til uppsagna komi í ráðuneytunum. „Það er alveg viðbótar aðhaldskrafa á ráðuneytin. Það getur birst með ýmsum hætti, það kann að birtast með því að það verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að útiloka að það verði fækkun.“ Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra.Vísir/Vilhelm Aukin gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldisfyrirtæki Samhliða þessum aðgerðum er gert ráð fyrir tekjuráðstöfunum að svipuðu umfangi. Mestu muni þar um notkunargjöld vegna rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, aukna gjaldtöku á ferðaþjónustu, þ.á.m. af skemmtiferðaskipum, og hækkun gjalds á fiskeldisfyrirtæki á árinu 2024. „Skemmtiferðaskiptin og viðbótargjaldtaka af fiskeldinum munu skila nokkrum milljörðum, um þremur til fimm milljörðum,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta, ásamt nýju gjaldakerfi fyrir rafmagns og tengiltvinnbifreiðar sem munu nú fara að borga fyrir það að nota vegakerfið, bara til jafns við aðrar bifreiðar, mun skila ríkjunum tekjum á móti þessum aðhaldsráðstöfunum.“ Hlutverk Seðlabankans frekar en ríkisstjórnarinnar að ná tökum á verðbólgunni Bjarni segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid faraldrinum en Ísland. Þá hafi sýnt sig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Vísir/Vilhelm „Það er í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið. Við erum langt á undan áætlun að ná endum saman í ríkisfjármálum, og ég hef trú á að við getum náð tökum á verðbólgunni þó það sé meginhlutverk Seðlabankans að gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun. Rekstur hins opinbera Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir erfitt að segja til um nákvæmar tölur í því samhengi en það geti komið ólíkt niður á einstökum ríkisstofnunum. „Í sumum tilvikum verður hægt að gera það með því að endurráða ekki í störf sem eru að losna. Starfsmannavelta er töluverð í ríkiskerfinu eins og annars staðar í samfélaginu. Góðu fréttirnar eru þær að atvinnustigið á Íslandi er hátt, þeir sem mögulega missa störf sín eru þá að koma út á vinnumarkað þar sem er eftirspurn eftir fólki. En útfærslan á þessu öllu ræðst af samtali milli ráðuneyta og einstakra ríkisstofnana,“ sagði Bjarni. En það er ekki hægt að draga fjöður yfir það, einhversstaðar mun þurfa að hagræða. Hann útilokar ekki að til uppsagna komi í ráðuneytunum. „Það er alveg viðbótar aðhaldskrafa á ráðuneytin. Það getur birst með ýmsum hætti, það kann að birtast með því að það verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að útiloka að það verði fækkun.“ Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra.Vísir/Vilhelm Aukin gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldisfyrirtæki Samhliða þessum aðgerðum er gert ráð fyrir tekjuráðstöfunum að svipuðu umfangi. Mestu muni þar um notkunargjöld vegna rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, aukna gjaldtöku á ferðaþjónustu, þ.á.m. af skemmtiferðaskipum, og hækkun gjalds á fiskeldisfyrirtæki á árinu 2024. „Skemmtiferðaskiptin og viðbótargjaldtaka af fiskeldinum munu skila nokkrum milljörðum, um þremur til fimm milljörðum,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta, ásamt nýju gjaldakerfi fyrir rafmagns og tengiltvinnbifreiðar sem munu nú fara að borga fyrir það að nota vegakerfið, bara til jafns við aðrar bifreiðar, mun skila ríkjunum tekjum á móti þessum aðhaldsráðstöfunum.“ Hlutverk Seðlabankans frekar en ríkisstjórnarinnar að ná tökum á verðbólgunni Bjarni segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid faraldrinum en Ísland. Þá hafi sýnt sig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Vísir/Vilhelm „Það er í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið. Við erum langt á undan áætlun að ná endum saman í ríkisfjármálum, og ég hef trú á að við getum náð tökum á verðbólgunni þó það sé meginhlutverk Seðlabankans að gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun.
Rekstur hins opinbera Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira