Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2023 08:50 Kona grætur við gröf sonar síns sem féll í stríðinu við Rússa í Kharkiv á þjóðhátíðardegi Úkraínu í gær. AP/Bram Janssen Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. S-200-flugskeyti var skotið niður yfir Kaluga-héraði sem liggur að Moskvu-héraði, að sögn ráðuneytisins. Vladislav Shapsha, ríkisstjóri Kaluga, segir engan hafa sakað þegar flugskeytið hrapaði. Reuters-fréttastofan segir að flugvellir í nágrenni Moskvu hafi verið lokaðir í nokkrar klukkustundir vegna árásarinnar. Þá segja Rússar að Úkraínumenn hafi sent 42 dróna til Krímskaga, úkraínska landsvæðisins sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Níu þeirra hafi verið skotnir niður en hinir 33 stöðvaðir með rafrænum vörnum þannig að þeir hröpuðu áður en þeir náðu skotmörkum sínum. Mikhail Ravzozhajev, yfirmaður hernámsins í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga, segir að fjöldi dróna hafi verið stöðvaður við mörk borgarinnar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um fullyrðingar Rússa. Þau hafa nánast aldrei lýst yfir ábyrgð á árásum á Rússland eða hersetin svæði í Úkraínu. Árásum af þessu tagi hefur farið fjölgandi eftir að tveir drónar voru skotnir niður yfir Kreml í maí. Úkraínumenn telja sig enn geta endurheimt Krímskaga þrátt fyrir úrtöluraddir. Leyniþjónusta úkraínska hersins sagði að hún hefði komið liðsmönnum sínum á land á vestasta hluta skagans, og plantað niður úkraínskum fána eftir skotbardaga við rússneska hermenn í vikunni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
S-200-flugskeyti var skotið niður yfir Kaluga-héraði sem liggur að Moskvu-héraði, að sögn ráðuneytisins. Vladislav Shapsha, ríkisstjóri Kaluga, segir engan hafa sakað þegar flugskeytið hrapaði. Reuters-fréttastofan segir að flugvellir í nágrenni Moskvu hafi verið lokaðir í nokkrar klukkustundir vegna árásarinnar. Þá segja Rússar að Úkraínumenn hafi sent 42 dróna til Krímskaga, úkraínska landsvæðisins sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Níu þeirra hafi verið skotnir niður en hinir 33 stöðvaðir með rafrænum vörnum þannig að þeir hröpuðu áður en þeir náðu skotmörkum sínum. Mikhail Ravzozhajev, yfirmaður hernámsins í hafnarborginni Sevastopol á Krímskaga, segir að fjöldi dróna hafi verið stöðvaður við mörk borgarinnar. Stjórnvöld í Kænugarði hafa ekki tjáð sig um fullyrðingar Rússa. Þau hafa nánast aldrei lýst yfir ábyrgð á árásum á Rússland eða hersetin svæði í Úkraínu. Árásum af þessu tagi hefur farið fjölgandi eftir að tveir drónar voru skotnir niður yfir Kreml í maí. Úkraínumenn telja sig enn geta endurheimt Krímskaga þrátt fyrir úrtöluraddir. Leyniþjónusta úkraínska hersins sagði að hún hefði komið liðsmönnum sínum á land á vestasta hluta skagans, og plantað niður úkraínskum fána eftir skotbardaga við rússneska hermenn í vikunni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Deilt um gagnsóknina Bandarískir og úkraínskir herforingjar eru sagðir hafa deilt um framkvæmd gagnsóknar Úkraínumanna. Valerí Salúsjní, yfirmaður úkraínska hersins, segir hermenn sína nærri því að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa. 24. ágúst 2023 22:33